Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Side 32
Valentínus 9. febrúar 2018KYNNINGARBLAÐ Verslunin Bjarkarblóm er staðsett við nýja innganginn í Smáralind og er í eigu Berg- þóru Bjargar Karlsdóttur en hún rekur auk þess verslun með sama nafni í Þorlákshöfn. Hjá Bjarkarblómum er lögð mikil áhersla á framúrskarandi úrval af ferskum blómum auk fjöl- breyttrar gjafavöru þar sem íslensk hönnun skipar stóran sess. „Rómantíkin ræður ríkjum hjá okkur á Valentínusardaginn og hér er alltaf mikið að gera á þessum degi. Hann hefur vissulega fest sig í sessi meðal Íslendinga en þar sem þetta er líka alþjóðlegur dagur koma mjög margir útlendingar sem eru búsettir hér á landi í verslunina og kaupa blóm,“ segir Bergþóra. Valentínusar- dagurinn hefur sótt mjög í sig veðrið hér á Íslandi og segir Bergþóra að út- varpskonan Val- dís Gunnarsdóttir heitin eigi heiðurinn af því að hafa innleitt venjur Valentínusar- dagsins hér á landi. Valdís var afar ástsæl útvarpskona á Bylgjunni en hún lést fyrir aldur fram. „Valdís er okkur mjög hugstæð og við hugsum alltaf hlýlega til hennar á þessum degi,“ segir Bergþóra. „Við höfum alltaf fjölbreyttara úrval af blómvöndum á Valentínusar- daginn og þar sem þetta er alþjóð- legur dagur erum við með nokkuð af óhefðbundnum blómum ásamt þessum hefðbundnu, rósum, sem eru alltaf klassískar, og þvíumlíku.“ Þó að vitanlega komi margir ungir menn í verslunina á Valentínusardaginn til að kaupa blóm handa sinni heittelskuðu þá segir Bergþóra að eldri herra- menn séu mjög að sækja í sig veðrið á þessu sviði og mjög margir eldri borgarar eiga viðskipti við Bjarkar- blóm á Valentínusardaginn. Verslunin í Smáralind er opin frá kl. 10 til 18 á Valentínusardaginn og Bjarkarblóm í Þorlákshöfn er opin frá kl. 13 til 18. Það er um að gera að fullkomna þennan dag elskenda með því að koma við í Bjarkarblómum og velja litríkan og fallegan blómvönd handa ástinni sinni. Segðu það með blómum! Sjá nánar á bjarkarblom.is. BjaRKaRBlóm Litríkir og fjölbreyttir blóm- vendir á Valentínusardaginn Mörgum þykir gott að fá sér súkkulaðibita eða konfekt-mola. Þegar fólk lætur slíkt eftir sér er tilvalið að hafa það dálítið spari og fá sér virkilega vandað súkkulaði eða konfekt. Þá er kjörið að líta við í verslun Stef- áns B. að laugavegi 72, Reykjavík. Stefán B. er það sem kallað er á erlendri tungu „chocolatier“ sem þýðir að hann vinnur súkkulaði- og konfektafurðir úr súkkulaðimassa. Hráefnið í afurðir sínar fær Stefán frá Kólumbíu. Í verslun Stefáns er mikið úr- val af bæði súkkulaðiplötum og konfekti. „Við erum með um 200 gerðir af súkkulaðiplötum og um 25–30 gerðir af konfekti,“ segir hann. Núna er súkkulaði með sjávarsalti mjög vinsælt. „Sjálfum finnst mér saltið fara betur í dökku súkkulaði því það spilar mjög vel á móti biturleikanum í því.“ Eins og flestir vita er súkkulaði í eðli sínu mjög holl afurð en sykur er síður hollur. Sykur er settur í súkkulaði til að gera það sætt á bragðið en algjörlega ósætt súkkulaði er biturt á bragðið. Í verslun Stefáns er lögð mikil áhersla á úrval og því má fá allt frá 60% súkkulaði með miklu sykurmagni upp í 100% súkkulaði, sem er alveg sykurlaust og hentar vel til matargerðar. „Ég held að það borði enginn 100% súkkulaði eitt og sér en fólk er töluvert að leita í 85% súkkulaði og jafnvel 90% sem vissulega er þá í hollari kantinum. En 100% hreint súkkulaði með engu soja og engum sykri er rosa- lega holl vara,“ segir Stefán. Spurður um hvað séu vin- sælustu afurðirnar segir Stefán að súkkulaði með sjávarsalti hafi slegið rækilega í gegn. Hjá Íslendingum er síðan mjög vinsælt dökkt súkkulaði með lakkrísbragði en þessi vara sem Stefán hefur þróað er ekki með lakk- rísbitum heldur bara lakkrísbragðinu. Erlendu ferðamennirnir sem koma í verslun Stefáns sneiða hins vegar hjá lakkríssúkkulaðinu enda er það íslenskur siður að blanda saman súkkulaði og lakkrís. Handgert konfekt er rómantísk gjöf á Valentínusardaginn og er tilvalið fyrir elskendur að líta inn á laugavegi 72 og skoða úrvalið. Handgert konfekt á Valentínusardaginn StEfáN B. CHoColatiER, lauGaVEGi 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.