Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 34
Valentínus 9. febrúar 2018KYNNINGARBLAÐ Rómantískt Valentínusarkvöld á Lækjarbrekku Töluverðar áherslubreytingar hafa orðið á hinum gróna og rómaða veitingastað Lækjar- brekku frá því nýir rekstraraðilar tóku við staðnum, fyrir um ári. „Við leggj- um mikla áherslu á ferskt hráefni og að vinna allt á staðnum. Við kaupum ekki tilbúna matvöru né berum við slíkt á borð fyrir okkar gesti. Þá er matreiðslan öll orðin nútímalegri og tekur meira mið af nýjum straumum og stefnum,“ segir Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri Lækjarbrekku. Staðurinn nýtur mikilla vinsælda, gestahópurinn er afar fjölbreyttur og úrvalið af réttum er mikið með jafn- mikilli áherslu á kjöt og fisk auk þess sem veganréttir koma sterkir inn. „Hingað kemur töluvert af erlend- um ferðamönnum en á bóndadaginn, til dæmis, var meirihluti gesta Ís- lendingar,“ segir Stefán. Það verður rómantísk stemning næstkomandi miðvikudagskvöld, á sjálfum Valent- ínusardeginum, þar sem mörg pör munu eiga ógleymanlega stund. Til að fá örugglega borð borgar sig að panta sem fyrst en bæði er hægt að bóka borð í síma 551-4430 eða á vefsíðunni laekjarbrekka.is. Sérstakur fjögurra rétta matseðill verður í boði á Valentínusardeginum: Fyrsti réttur er nauta-caravaggio, síðan tekur við reykt ýsa sem hef- ur fengið frábærar viðtökur gesta á Lækjarbrekku; í þriðja rétt er val um þorskhnakka eða lambasteik og í eftirrétt er sérvalið súkkulaði frá Valrhona. Sjá nánar á laekjarbrekka.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.