Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Qupperneq 38
Valentínus 9. febrúar 2018KYNNINGARBLAÐ Egilshöll, Fossaleyni 1 Reykjavík, var opnuð árið 2002 og tveimur árum síðar hófst rekstur skautasvellsins þar. Það hefur yfirleitt verið opið á veturna en lokað á sumrin. Í seinni tíð er svellið hins vegar opið fyrir hópa í sérpant­ aða tíma á sumrin líka en eftirspurn hefur aukist mikið, annars vegar frá erlendum ferðamönnum og hins vegar frá íslenskum fyrirtækjum sem mæta með starfs­ mannahópa í skautatíma, en það þykir vera fyrirtaks hópefli. Barna­ afmæli á skautasvellinu eru líka afskaplega vinsæl. Skautasvellið er opið á miðviku­ dögum og föstudögum frá 17 til 19 og laugardaga og sunnudaga frá 13 til 16. Skautaleiga er á staðnum. Einstaklingar þurfa ekki að panta tíma til að komast á skauta en ef um hópa er að ræða, til dæmis starfs­ mannahópa eða barnaafmæli, er hringt í síma 664­9604 og pantaður tími. „Við notum sérstakan íshefil sem heitir Zamboni til að þrífa skautasvellið. Hefilinn sker efsta lagið af og setur nýtt lag í staðinn,“ seg­ ir Egill Gómez, framkvæmdastjóri rekstrarfélags Egilshallar, þegar hann er beðinn um að útskýra hvernig maður viðheldur vélfrystu skautasvelli inni í húsinu. „Snjórinn sem safnast saman fer í stóran kassa sem er framan á heflinum og að lokum er sett 60 gráðu heitt vatn ofan á klakann en þannig verður skautasvellið spegilslétt.“ Tilboð á Valentínusardaginn Það er ákaflega rómantískt og klassískt að fara með elskunni sinni á skauta og er þetta kjörin dægra­ stytting fyrir pör og hjón í lok vinnu­ dagsins á Valentínusardaginn, næstkomandi miðvikudag, en þá er skautasvellið einmitt opið frá 17 til 19. „Í tilefni dagsins verður tveir fyrir einn tilboð á svellið,“ segir Egill. Þetta ætti að hvetja ástfangin pör enn frekar til að gera daginn ógleyman­ legan með rómantískri skautaferð á skautasvellið í Egilshöll. SkautaSVEllið Í EGilSHöll: Íshokkíleikur stóð yfir á skautasvellinu þegar myndatökumann bar að. Myndir Sigtryggur ari Tveir fyrir einn á Valentínusardaginn Austurstore.com: Eitthvað alveg sérstakt fyrir fólkið í ræktinni Austurstore.com er vefverslun sem þróaðist út frá rekstri líkamsræktarstöðvarinnar CF austur á Egilsstöðum. Þar varð til lítil verslun sem fyrst og fremst var hugs­ uð til að þjóna gestum líkamsræktar­ stöðvarinnar með fæðubótarefnum, íþróttafatnaði og fleiru. Þessi starf­ semi þróaðist síðan út í innflutning á vörumerkjum til sölu í heildsölu og síðar vefverslun: „Þetta vatt upp á sig og stækkaði óvart miklu meira og miklu hraðar en við áttum von á. Við erum fjórir eigendur fyrirtækisins en af þeim erum við tvær sem vorum og erum að reyna að vera í fullu starfi við rekstur líkamsræktarstöðvarinnar, við búum á litlum stað með erfiðar samgöngur niður á firði og þar af leiðandi var erfitt að treysta einung­ is á líkamsræktarstöðina. Út frá því þróaðist þetta í það sem þetta er í dag,“ segir einn af eigendunum, Sonja Ólafsdóttir. Vefverslunin er á slóðinni aust­ urstore.com og flytur inn vandaðar vörur: „Við erum að flytja inn vöru­ merki sjálf og er aðaláherslan á það núna. Við reynum að vera með eitthvað alveg sérstakt og einstakt fyrir líkamsræktarfólk. Það nýjasta er BaRa Sportswear frá Noregi en þar er um að ræða mjög vandaðan fatnað sem auk þess er þægilegur og endingargóður. Þá má nefna icon Nutrition fæðubótarefni frá Bretlandi, sem eru sérlega góðar, öruggar og hreinar vörur sem hægt er að treysta. Sem dæmi framleiða þeir Battle Oats próteinstykkin sem hafa verið að slá í gegn, grunnurinn í þeim er hafrar eins og nafnið gefur til kynna, þau eru stútfull af næringu og eru í allt öðrum gæðaflokki en önnur sem finnast á markaðinum í dag. Þarna er metnað­ urinn í fyrirrúmi og þeir eru stöðugt að bæta vörurnar sínar.“ austurstore. com hefur stutt við bakið á ungum íþróttamönnum, bæði úr héraðinu og annars staðar frá á landinu, og veitt þeim bæði fæðubótarefni og fatnað: „Þetta er klárlega eitthvað sem við erum hvað stoltust af að geta gert og viljum halda áfram að gera, á heimasíðunni okkar má sjá þá íþróttamenn sem við styðjum,“ segir Sonja. austurstore.com sendir vörur hvert á land sem er og handan við hornið eru vörusendingar til útlanda líka, en þær verða komnar af stað á næstu dögum. Núna nálgast Valentínusardagur­ inn og er kjörið fyrir pör sem æfa saman í ræktinni að gefa hvort öðru vand­ aðan og fallegan íþróttafatnað á degi elskenda. „Ég mæli þar sérstaklega með BaRa merk­ inu. Þar er ekki síst kostur að buxurnar eru ekki gegnsæjar, nokkuð sem hefur verið vandamál í líkamsræktarfatnaði kvenna. Strákarnir geta þá óhræddir gefið elskunni sinni BaRa buxur án þess að hún verði óþægilega mikið til sýnis í ræktinni,“ segir Sonja. Hún bætir við að austurstore.com kappkosti að bjóða upp á vandaðar vörur á mjög sanngjörnu verði og hafi tekist að ná hagstæðum samningum við erlenda birgja. Margt spennandi er í bígerð og nokkur ný merki vænt­ anleg á þessu ári. Sjá nánar á aust­ urstore.com eða á instagram @ austurstore Við styðjum stolt við bakið á mörgum íslenskum íþróttamönnum, hér má sjá Hafstein Gunnlaugsson eftir eitt wod af mörgum á Íslandsmótinu í CrossFit 2017 Vinsælustu buxurnar (7.990) og topparnir (4.490)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.