Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 47
sakamál 479. febrúar 2018 Böðlinum William Marwood voru mislagðar hendur í síðustu aftöku sinni B reski böðullinn William Marwood var ágætlega af- kastamikill á sínum tíma. Laugardaginn 4. ágúst, 1883, gekk William inn á Dun Cow-krána í Durham í Durham- sýslu á Englandi. Innkoma hans vakti þónokkra eftirtekt og margir þeirra sem þar sátu og kneyfuðu sitt öl eða hvað það nú var vissu hver þar var á ferðinni. Sumir vissu að hann var skó- smiður og aðrir að hann hafði annað starf með höndum og í því hengt 175 manns; karlmenn og kvenmenn. William hafði áður verið á ferð í Durham og þá gist á Dun Cow- kránni. Honum hafði líkað það vel kannski ekki síst vegna þess að þaðan var stutt í fangelsi borgar- innar. Verkefni Williams Í þetta sinn var erindi Williams Marwood að senda 38 ára karl- mann, James Burton, yfir í eilífð- ina með lykkju um hálsinn. James var verkamaður frá Sunderland og hafði unnið sér það til saka að verða 18 ára eiginkonu sinni, Elizabeth, að bana tveimur og hálfum mánuði fyrr, þann 18. maí 1883. James Burton, sem var sonur lögreglumanns, og Elizabeth höfðu verið á leið heim til föður hennar. Þegar þau voru komin til Tunstally, skammt frá Sunder- land, fóru þau að rífast og lét James hendur skipta. Elizabeth launaði höggið með því að reka regnhlíf sína í kviðinn á James. Rifrildi leiðir til morðs Svo virðist sem James hafi gjör- samlega misst stjórn á skapi sínu því hann barði Elizabeth til bana með stórum stein. Síðan huldi hann líkið undir grjóthrúgu, en það var þó skammgóður vermir því það uppgötvaðist fljótlega. Eftir að James var handtekinn þráaðist hann við og hélt fram sakleysi sínu. Ekki fyrr en tveimur dögum fyrir aftökuna sá hann sitt óvænna, brotnaði niður og lýsti sig sekan. En sem sagt í ágústbyrjun var William Marwood mættur til að sjá til þess að aftakan færi fram þannig að sómi væri að. Þegar þarna var komið sögu var William farinn að reskjast, en hengingar- fræðin kunni hann upp á tíu, eða svo hugðu menn, og þann 6. ágúst skyldi James finna það af eigin raun. Ótrúlegt klúður William Marwood reiknaðist til að hæfilegt fall fyrir James, í ljósi lík- amsburða hans, væri 2,42 metr- ar og þar sem James stóð við fall- hlerann virtist ekkert geta komið í veg fyrir eðlilegan framgang. Fall- hlerinn opnaðist og fyrir einhverja ólukku sveiflaðist reipið óhemju- mikið til og flæktist undir handar- krika James. Fyrir vikið hékk hann hálfur upp úr gatinu og ljóst að honum hafði liðið betur. Með aðstoð varðar hífði William hinn dauðadæmda aftur upp á skörina og gerði upp reipið. Einnig lagaði hann hettuna á höfði James, en hún hafði losnað. Meðan á þessu stóð var James á hnjánum og reyndi eftir bestu getu að ná andanum. William lét nú hendur standa fram úr ermum og á meðan James var í miðjum andköfum þeytti William hon- um niður um gatið og dró ekki af. „Guð hjálpi mér,“ voru síðustu orð James og slátturinn á reipinu var slíkur að það tók böðulinn drjúga stund að stilla það. Ekki í fyrsta sinn Fljótt flýgur fiskisagan og þess var skammt að bíða að frásagnir af þessari væg- ast sagt mislukk- uðu hengingu bærust þing- heimi og fannst sumum ástæða til að fylgjast betur með böðl- um og atgervi þeirra. Einnig var velt upp möguleikum á öðrum aðferð- um til að senda dauðadæmt fólk úr jarðlíf- inu, til dæmis með notkun eiturs eða raf- magns. Einnig kom upp úr kaf- inu að William Marwood hafði fyrir ekki svo löngu klúðr- að hengingu í Galway. Þá ku reipið hafa flækst og William hafa teygt annan fót- inn niður í gatið og reynt að losa flækjuna með því að sparka í hana og hrópað: „Vesenið með þennan mann.“ Umfjöllun The Sunderland Echo Í blöðum þess tíma voru leiddar að því líkur að William Marwood hefði verið við skál þegar hann hengdi James Burton. Á meðal þeirra dagblaða sem veltu þeim möguleika fyrir sér var The Sunder land Echo. Í blaðinu sagði enn fremur: „Ef Marwood gerir skó jafn afleitlega og hann hengir morðingja er ekki að undra að hann þurfi að afla sér eins eða tveggja punda aukreitis með því að gerast embættismaður krúnunnar.“ Echo bætti um bet- ur og sagði fullum fetum að tími dauðrefsingar væri að renna sitt skeið og „tími til kominn að stíga skrefið að afnámi hennar.“ Af William Marwood er það að segja að henging James Burton var síðasta aftaka hans. Tæpum mánuði eftir aftökuna fékk hann lungnabólgu sem dró hann til dauða. n „Guð hjálpi mér,“ voru síðustu orð James og slátturinn á reipinu var slíkur að það tók böðulinn drjúga stund að stilla það. Dómur féll 13. apríl og Alferd var sakfelldur og dæmdur til að hengjast „þar til þú ert dauður, dauður, dauður og megi Guð vera sálu þinni náðugur.“ Dóminum var snúið, en 8. júní fékk Alferd 40 ára fangelsis- dóm. Honum var sleppt úr fang- elsi 8. febrúar, 1901, og dó 23. apríl 1907. n Líkamsleifar félaga Alferds Mynd úr Harper's Weekly 1874. Samtímamynd frá hengingu James Burton Böðullinn og vörður hífa hinn dauðadæmda upp úr gatinu. Afkastamikill böðull Sendi hátt í tvö hundruð manns yfir móðuna miklu. Opið á Valentínusardag frá kl. 9-19 Borgartún 23, Reykjavík / Sími: 561 1300 / Opið: mán.-fös. 10-18, lau. 11-18 Þú getur líka pantað á netinu - www.reykjavikurblom.is Gleddu ástina þína með blómum og konfekti frá okkur Lukku-pottur Þeir sem versla hjá okkur á Valentínusardag detta í lukkupottinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.