Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 48
48 Helgarblað 9. febrúar 2018 Da gur í l ífi Katrín Amni Friðriksdóttir fæddist í Lundúnum 29. mars 1983. Hún er dóttir þeirra Þórheiðar Einarsdóttur flugfreyju og Sami Ajram, en uppeldisfaðir hennar er Friðrik Guðmundsson rafeindavirki. Katrín á tvö systkini, móðurmegin Oddnýju Dögg, f. 1990, og föður- megin Ramsey Ajram, f. 1987. Hún er uppalinn á Kársnesinu og lauk menntaskóla frá MK. Því næst lá leiðin í HÍ þaðan sem hún útskrif- aðist með B.S.-gráðu í hagfræði árið 2008 en meistaranámi lauk Katrín frá Domus Academi í Mílanó en þar náði hún sér í gráðu í svoköll- uðu „luxury management“ eða lúxusstjórnun. Hún rekur eigið fyrirtæki, Kamni ehf., þar sem hún sinnir ýmsum verkefnum er tengjast markaðssetningu, viðburðum og verkefnastjórnun fyrir lítil og stór fyrirtæki. Hún er jafnframt nýráðin framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga. Katrín á tvö börn, þær Karítas, 8 ára, og Antoníu 4 ára, og saman búa mæðgurnar í Hlíðahverfinu í Reykjavík, þegar dæturnar eru ekki hjá föður sínum. 06.00 Þegar dætur mínar eru hjá mér þá reyni ég að vakna klukkan sex. Fyrsta verk er að taka rosalega góða vinnutörn til korter yfir sjö, eða þar um bil, en stundum afkasta ég meira á þeim tíma en á heilum vinnudegi. Því næst vek ég börnin mín og við fáum okkur morgun- mat, þær fá sér hafragraut eða Cheerios en sjálf fasta ég alltaf til hádegis. 8.30 Eftir að hafa skutlað stelpunum í skólann fer ég á skrifstofuna mína í Víkurhvarfi. Þar hef ég aðstöðu með nokkrum frábærum sam- starfsaðilum. Við erum í litlu teymi sem sinnir ýmsum verkefnum, meðal annars fyrirtæki sem heitir Náttúrusmiðjan og sérhæfir sig í framleiða íslensk bætiefni undir nafninu IceHerbs. Dagarnir mínir eru mjög mismunandi en ég reyni alltaf að halda fast í þá reglu að byrja vinnudaginn á skrifstofunni. 12.00 Ég borða mjög oft á veitingastöð- um í hádeginu. Ef ég er að funda þá fer ég oft á Snaps eða Essensia, svo höldum við starfsfélagarnir mikið upp á High-Tea á Nordica. Ef ég þarf hins vegar að skjótast bara eitthvert í mat þá verður Krúska gjarna fyrir valinu, ég er háð matnum þeirra. Ef svo ólíklega vill til að ég sé ekki á fundi í hádeginu þá reyni ég að fara í jógatíma. Ég fer mest í Hreyfingu þar sem ég stunda Vinyasa- og Ashtanga-jóga. Stundum fer ég á milli staða, hef til dæmis prófað Yoga Shala og Sólir. Kannski svolítið lauslát í þessum jógahefðum mínum? 13.30 Ég er alltaf á leiðinni eitthvert og fer á afar marga fundi á hverjum einasta degi. Allavega svona þrjá, fjóra staði. Eftir hádegi fer ég vanalega ekki aftur á skrifstofuna heldur kem mér fyrir á kaffihúsi til að vinna eða held áfram að funda einhvers staðar. 16.00 Ef ég fer að sækja börnin mín þá tékka ég mig út andlega um fjögur leytið. Ég vinn aldrei á milli klukk- an fimm og átta ef dætur mínar eru hjá mér. Þá er ómögulegt að ná í mig vegna vinnu. Þetta er eitt af fáum prinsippum sem ég held fast í þegar kemur að daglegu lífi. Ef ég næ ekki að fara í ræktina eða jóga í hádeginu þá reyni ég oft að skreppa eftir vinnu ef dæturnar eru í góðum gír, annars er ég bara heima að dúllast með þeim fram að kvöldmat. 18.00 Við borðum kvöldmatinn yfirleitt upp úr klukkan sex. Ég reyni alltaf að elda eitthvað hollt og gott, til dæmis góðan fisk, eggjahræru, sætar kartöflur, kjúkling, bara eitthvað létt og gott. Ég miða oft út frá því hvað þær hafa borðað í hádeginu og hef kvöldmatinn eftir því. Reyndar elska þær pastað frá Sollu með grænu pestói, það er uppáhaldsmaturinn þeirra! 20.30 Eftir kvöldmatinn þá er það bara bað og háttatími hjá stelpunum. Við lesum alltaf saman og reynum að fara yfir allt það góða sem gerð- ist yfir daginn. Á þessum stundum kemur oft eitthvað í ljós sem maður vissi ekkert um. Eitthvað áhugavert sem gerðist í skólanum hjá þeim eða annað skemmtilegt. Svo sofna þær oftast út frá einhverri jógatón- list. Sú yngri er svo fjörug að það þarf aðeins að hafa fyrir því að hjálpa henni að slaka á. 21.00 Ég næ yfirleitt alls ekki að horfa á sjónvarpið þótt mig langi. Ég enda alltaf á að gera eitthvað annað. Til dæmis að spjalla við vinkonur, fjölskyldu, svara tölvupósti eða gera fínt í kringum mig. Mér finnst afskaplega mikilvægt að eiga góðan tíma fyrir sjálfa mig á kvöldin og legg mikið upp úr þessari stund. Þegar stelpurnar mínar eru ekki hjá mér, sem er fjörtíu prósent af tímanum, þá vinn ég stundum fram eftir og hitti vini á kvöldin. Fer úr mömmugallanum og í hinn gírinn. Mér finnst ótrúlega gaman að vera öflug mamma en mér finnst líka frábært að vera ein og hitta vini mína þess á milli. Þetta er líf í góðu jafnvægi. „Mér finnst ótrúlega gam- an að vera öflug mamma en mér finnst líka frábært að vera ein og hitta vini mína þess á milli. Þetta er líf í góðu jafnvægi. Besta ráð sem þér hefur verið gefið? „Hlustaðu meira en þú talar“ Þetta ráð kom frá góðum vini mínum í viðskiptalífinu og það hefur reynst mér vel. hvaða ráð vilt þú gefa öðrum? Það hefur komið mér langt að vera til í leggja inn án þess að reikna með því að fá eitthvað til baka. Maður græðir alltaf á því að reyna að vera góð manneskja og hjálpa öðrum. hvað vildirðu að þú hefðir vitað fyrr? Að það er enginn að velta því fyrir sér hvað ég er að gera, þess vegna á maður alltaf að fylgja eigin draumum og innsæi. Katrín amni FriðriKsdóttir - lúxusstjórnun, jóga og endalausir fundir um alla borg M yn d Si g tr yg g u r Ar i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.