Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Side 49
Helgarblað 9. febrúar 2018 49 Í febrúar keppast margir við að verða besta útgáfan af sjálfum sér en hvað í ósköpunum er það eiginlega? Nú er ég til dæmis bara til í einni útgáfu (eða það vona ég að minnsta kosti) og sem betur fer er ég ekki með klofinn persónuleika. Þótt hann sé flókinn og stundum svolítið skrítinn þá kemur hann samt bara í einni útgáfu. Það sama gildir um skrokkinn á mér. Hann er bara til í einni útgáfu. Nú hef ég lifað í nokkur ár og ekki alltaf verið eins. Þú veist, maður breytist, þroskast, krumpast, fitnar, grennist og svo framvegis. Svo breytast áhugamálin og skilningurinn millli ára. Ég veit ekki til þess að ég hafi verið eitthvað skárri fyrir nokkrum árum. Reyndar finnst mér hver einasta uppfærsla af sjálfri mér skána ögn með hverju árinu. Margrét 4.7 er mikið skárri en Margrét 2.3. Nýja viðmótið er alltaf meira í takt við tímann og örlítið betra en það fyrra. Með þessu framhaldi verð ég hreint magnaður eldri borgari! Kunningi minn sagðist ætla að nýta Meistaramánuð til að verða besta útgáfan af einhverjum öðrum. Sagðist vera búinn að velja viðkomandi en hefði ekki sagt honum frá því: „Sá verður undrandi þegar ég sprett óvænt fram í lok mánaðar sem besta útgáfan af honum!“ Því miður held ég að of margir festist einmitt í því að vilja verða einhvers konar útgáfa af allt annarri manneskju. Miða sig við hana og setja markmið í takt. Svo er það fólkið sem vill endilega verða tvítuga útgáfan af sjálfu sér. Hvorutveggja ávísun á vandræði og vanlíðan. Besta útgáfan af sjálfri mér er ekki nokkrum kílóum þyngri eða grennri, nokkrum árum eldri eða yngri, með hærri innistæðu á bankareikningnum og svo framvegis. Besta útgáfan af sjálfri mér er ná- kvæmlega þessi sem ég er núna og algjör- lega sátt, – enda „special edition“ og engin önnur útgáfa í boði. Ert þú besta útgáfan af sjálfri þér? Eða einhverjum öðrum? Margrét H. gústavsdóttir margret@dv.is „Ég veit ekki til þess að ég hafi verið eitthvað skárri fyrir nokkrum árum. reyndar finnst mér hver einasta uppfærsla af sjálfri mér skána ögn með hverju árinu. margrét 4.7 er mikið skárri en margrét 2.3. Ágústa eva lofar svakalegri stemningu Hljómsveitin Sycamore Tree treður upp á Kexinu laugardaginn 10. febrúar Hljómsveitina Sycamore Tree ættu landsmenn að vera farnir að þekkja eftir mikla spilun á öldum ljósvakans. Sveitin sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu þann 24. september á síðasta ári en á morgun, laugardag, mun hún halda sína þriðju tónleika í höfuð- borginni. Sycamore Tree skipa þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson sem bæði eru lands- þekkt af fyrri verkum. Á tónleikum njóta þau liðsinnis þeirra Arnars Guðjónssonar, sem leikur á bassa, og Unnar Birnu Bassadóttur, sem spilar á fiðlu og slagverk ásamt því að syngja bakraddir. „Það er svakaleg stemning að byggjast upp fyrir þessum tónleik- um og hún hefur stigmagnast alla vikuna,“ segir Ágústa Eva roggin í símtali við blaðamann og hefur ærið tilefni til enda var hún valin söngkona ársins 2017 á Hlustenda- verðlaunahátíð FM á dögunum. „Við höfum verið með sjö lög í röð á vinsældalistum útvarpsstöðv- anna og svo fengum við fjölmargar tilnefningar á hlustendaverðlaun- um og mikla athygli, bæði hér heima og úti í heimi,“ segir Ágústa og bætir við að þau séu alltaf að semja ný lög sem öll hafi fengið góðar undirtektir. Frumflytja nýtt lag í hvert sinn sem þau halda tónleika „Við höfum frumflutt nýtt lag á hverjum einustu tónleikum hingað til sem hefur fallið vel í kramið. Á síðustu tónleikum, sem fóru fram í Skyrgerðinni í Hveragerði, tókum við líka óskalög úr sal og fengum lánaða síma hjá áheyrendum til að tékka á lögum og fletta upp textum en þetta vakti mikla kátínu,“ segir hún og hlær um leið og hún bætir því við að alla hljómsveitarmeð- limina hlakki mikið til að spila á Kexinu um helgina. „Við höfum spilað fyrir fullu húsi í hvert sinn sem við höfum komið fram og erum mjög spennt fyrir tónleikunum á Kexinu enda höfum við ekki spilað saman í Reykjavík síðan fyrir jól,“ segir söngkonan ástsæla að lokum. Tónleikarnir á KEX Hostel hefj- ast klukkan 21 en miðar fást m.a. hjá TIX.is og við anddyri. Mynd Saga Sig „Á síðustu tónleikum, sem fóru fram í skyrgerðinni í Hveragerði, tókum við líka óskalög úr sal og fengum lánaða síma hjá áheyrendum til að tékka á lögum og fletta upp textum. Sycamore Tree Ágústa Eva og Gunni í myndatöku hjá Sögu Sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.