Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 58
58 9. febrúar 2018 Lausgirti jómfrúar- krenkjarinn frá Húnavatnssýslu „Móðir mín var vön að segja við mig: Vertu eins og önd. Vertu rólegur á yfirborðinu og buslaðu af öllum krafti undir yfirborðinu. - Svo mælti móðir Michaels Caine 58 ára 40 ára 65 ára Jóhann alfreð Kristinsson Fæddur: 11. febrúar 1985 Starf: Grínisti Margeir Pétursson Fæddur: 15. febrúar 1960 Starf: Skákmeistari og fjárfestir egill ólafsson Fæddur: 9. febrúar 1953 Starf: Leikari og söngvari sigga sigMarsdóttir Fædd: 11. febrúar 1978 Starf: Framkvæmdastjóri 33 ára Afmælisbörn vikunnar Vel Mælt Orðabanki Birtu: Jómfrúarkrenkjari Slapp með fimmtán svipuhögg Samson Samsonarson (1782–1846) hét maður, Húnvetningur að ætt. Hann komst snemma í kast við lögin og sumarið 1809 sat hann í fangelsinu í Reykjavík. Jörundur hundadagakonungur leysti hann úr prísundinni og gerði hann að lífverði sínum og eftir byltinguna sigldi Samson með húsbónda sínum til Englands og var því stundum nefndur Jörgins Samson. Samson var ljós yfirlitum og bláeygur og sagður kvennamaður mikill. Árið 1821 voru ný kærumál á hendur honum tekin fyrir í landsyfirréttinum í Reykjavík. Var honum gefið að sök að vera lausgyrtur svo um munaði og var ákærður fyrir fimm lauslætis- brot og eitt að auki, sem endaði með hjónabandi, og einnig þrjú hórdómsbrot. Bjarni Thorarensen var þá dómari í landsyfirréttinum. Hann velti því fyrir sér hvort Samson væri það sem kallað var jómfrúarkrenkjari (meyjarspillir) samkvæmt laganna bókstaf en við slíku lá dauðarefsing. Bjarni komst að þeirri niðurstöðu að það lagaákvæði ætti einungis við um heldri konur. En þar eð Samson Húnvetningur hafði ekki lagst með neinum hefðarpíum komst hann undan öxi réttvísinnar og var þess í stað flengdur fimmtán svipuhöggum. Sögnin að krenkja er ekki mikið notuð í dag. Satt að segja kemur þetta orð aðeins tvisvar sinnum fyrir á prenti á árabilinu 2010 til dagsins í dag en nokkuð oftar á milli 1960–1969, eða alls 25 sinnum. Krenkja e-n. krenkja mey, spjalla mey, spilla siðferði- lega. „Hann lét sig ekki krenkja með fégjöfum.“ Að krenkja þýðir að móðga eða skerða með ein- hverjum hætti og er sprottið af sænska orðinu „kränka“. Að vera krankur er öllu algengara sem lýsingarorð en krankur maður er gamall og veikburða. Sá sem er krenkjari eða krenkjar aðra manneskju er hins vegar vandræðagemlingur, sér í lag ef viðkomandi er svokall- aður jómfrúarkrenkjari. Það eru ægilegir menn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.