Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Side 70

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Side 70
70 fólk 9. febrúar 2018 Lítt þekkt ættartengsl Ógegnsæis- menn og gegn- sæismaðurinn S pjótin standa nú á bræðr- unum Kristjáni Snorra og Eyjólfi Vest- mann Ingólfsson- um sem standa að Flokki heim- ilanna. Flokkur heimilanna bauð fram til Alþingis árið 2013 og fékk rúmlega 30 millj- ónir úr ríkissjóði. Kristján Snorri er formaður flokks- ins og segir starf- semina vera í full- um gangi þrátt fyrir að flokkurinn hafi ekki boðið sig fram 2016 og 2017 og ætli held- ur ekki í framboð í ár. Kristján vildi ekkert tala við RÚV um málið fyrir skemmstu og sagðist ekki ætla að veita viðtal um málið næstu fimmtíu árin. Svo virðist sem flokkurinn leggi ekki mikla áherslu á gagnsæi í störfum sínum. Það sem fáir vita er að ná- frændi þeirra bræðra er einnig í stjórnmálum og leggur þar mikla áherslu á gagnsæi. Móðir þeirra Kristjáns Snorra og Eyjólfs Vest- mann er María Kristjánsdóttir, systir Svans Kristjánssonar sem er faðir Halldórs Auðar Svanssonar, borgarfulltrúa Pírata. Það væri forvitnilegt að heyra hvað lýðræðisráðið sem Halldór Auðar stýrir í Reykjavík segði um framferði frænda hans. Kristján Snorri Ing- ólfsson hin hLiðin„Mamma myndi halda að ég hefði gengið niður Banka- strætið berrössuð“ Hvað viltu að standi skrifað á legsteininn þinn? Hakuna Matata. Vil líka að þessu lagi ver- ið blastað í jarðarförinni minni og allir dansi út. Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja? Superstar með Jamelia. Og helst bara viðlagið þar sem hún syngur: „You must be some kind of superstar.“ Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? Öllum lé- legu bröndurunum hans pabba. Hann á ódauð- legt safn af fimmaurabröndurum sem eru í raun alveg glataðir, en honum sjálfum finnst þeir svo fyndnir að maður hrífst með honum. Borðarðu mat sem er kom- inn fram yfir síðasta sölu- dag? Ekki séns. Ég er alveg agaleg með síðasta söludag. Mamma er alltaf að skamma mig, en ég er svo mikill gikkur á mat að ég ímynda mér græna myglu í öllu sem var útrunnið í gær. Og já, ég veit, ég verð að taka mig á í þessum málum. Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár? Ég vona svo innilega að það verði reykingar. Mesti óþarfi í heimi eru sígarettur (hef aldrei reykt og þeir sem reykja eru pottþétt að skamma mig í huganum núna). Er samt ekk- ert að hugsa um að fangelsa fólk sem reykir, en ég vona að eftir 25 ár verði fólk búið að átta sig á að reykingar drepa … í alvörunni. Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu? Að ganga með tvö börn, í einu. Var svo heppin að það var einhver æðri sem ákvað að ég yrði tvíburamamma. Ég mun nota þetta óspart á eiginmanninn þangað til þau verða 18 ára. Að ég hafi í raun fram- kvæmt stórafrek með því að ganga með þau bæði í einu. Ég á það til að grípa í þann frasa þegar mig vantar vatnsglas og nenni ekki að standa upp. Svínvirkar alltaf. Ég á góð 11 og hálft ár eftir af þessum frasa. Ef þú myndir borða sjálfa þig, hvort myndirðu hverfa eða tvöfaldast? „Dou- ble trouble.“ Það er svo gott í mér pundið að ég myndi tvöfaldast . Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Buffalo-skór. Blessuð sé minning þeirra. Ég hef reyndar séð ein- hvers konar útgáfu af þessum skóm í dag, sem eru töluvert skárri, en ég bið í raun til Guðs að Buffalo-skórnir, „the one and only“ muni ekki koma í tísku, því ég á það til að vera „fashion victim“. Hvað verður orðið hallærislegt eftir fimm ár? Smellubuxurnar sem mér sýnist Adidas vera að innleiða aftur. Kendall Jenner póstaði myndskeiði af sér á Instagram í þeim og ég fékk ákveðinn hroll niður bakið. Hélt að þær væru að hvíla í friði með Buffalo-skón- um. En ég held að þær munu ekki halda velli. Ef þið sjáið mig í smellubuxum og Buffalo- skóm í sumar þá kannski flettiði þessu viðtali upp og minnið mig á þetta svar. Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin? Svamp Sveinsson. Eins óþolandi og röddin hans er, þá virkar hann á mig sem flippað skemmtileg týpa og ég er nokkuð viss um að hann mundi kynna mig fyrir Pétri og við þrjú yrðum „best friends“ að eilífu. Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði? ,,Eva blessi þig.“ Hvernig myndirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni? ,,Ímyndaðu þér hlýjustu tilfinningu sem þú getur fundið. Þannig er gulur. Hlýr og góður.“ Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa? „Bye bye bye“ með Justin Timberlake og strákunum í NSYNC. Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónu- lega? Ég hika ekki við að nikka fast til frægra sem ég þekki alls ekki og ég geri það alveg mjög óvart. Einu sinni vinkaði ég til dæmis Sindra á Stöð 2 ákaft í rúllustiganum í Smáralind. Áttaði mig á að ég þekkti hann ekki neitt þegar hann hikaði aðeins þegar hann sá mig og hélt síðan áfram för sinni. Ég viðurkenni að ég bölvaði mér smávegis í hljóði það sem eftir var af rúllustigaferðinni. Ef þú yrðir handtekin án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér? Að ég hefði „stalkað“ einhvern frægan, eiginmaðurinn svaraði þessar mjög fljótt fyrir mig. Mamma sagðist mundi halda að ég hefði gengið niður Banka- strætið berrössuð. Ég sé að ég þarf að endur- skoða sjálfa mig eftir þessi svör frá þeim. Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finn- ast, Frikki Dór vinna Eurovision fyrir Ís- lands hönd og Donald Trump yrði myrtur. Hver yrði stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir? Ef Eurovision-draumur- inn myndi rætast þá fengi dagblaðið allar blaðsíðurnar undir sigurinn og ég mundi boða mikinn fögnuð á Arnarhóli við komu Frikka til landsins. Ég væri náttúrulega mikil valdamanneskja og ræki vinsælasta dag- blað landsins. Skítt með Trump og orminn. Frikki Dór ætti blaðið í um viku. Hverjum líkist þú mest? Ég líkist Tinnu systur minni mest, og margir halda að við séum eineggja tvíburar. En svo hef ég fengið að heyra um það bil 1.000 sinnum að ég lík- ist leikkonunni Kim Raven. Fæ það um það bil einu sinni í viku, fjöldann allan af skila- boðum þess efnis. Yfirleitt á mðvikudögum þegar Grey's Anatomy er á skjánum. Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á? Barbiegirl með Aqua. Þetta lag var á topplistanum mínum í um eitt ár þegar það kom út á hátindi gelgjunn- ar. Ég viðurkenni alveg að ég hækka ef það kemur í útvarpinu en Jesús minn, þetta lag er svo slæmt að mig verkjar á sama tíma og ég góla hátt með hverju orði. Gleðigjafinn, veislustjórinn, blómaskreytirinn og snapparinn Eva Ruza Miljevic hefur alltaf nóg fyrir stafni. Hún er líka tvíburamamma, eiginkona og systir. Eva sýnir lesendum DV á sér hina hliðina og svarar nokkrum undarlegum spurningum. Ég hef lokað á tilfinningar mínar í mörg ár K ara Kristel er 22 ára og hefur vakið athygli fyrir opinská skrif um kynlíf og samskipti kynjanna. Kara er nýr penni á DV og í sínum fyrsta pistli sýnir hún á sér mýkri hlið en hún hefur áður gert. Síðustu mánuði hef ég gef- ið út á við þá mynd af mér að ég sé frekar tilfinningalaus stelpa. Reyndar ekki bara sein- ustu mánuði heldur seinustu ár frekar. Að vera ungur á Ís- landi í dag er ótrúlega erfitt, við erum öll svo erfið. Ég get aðeins tjáð mig út frá minni reynslu, en ég veit að reynsla flestra vina minna er svipuð. Hversu lengi er hægt að sofa hjá manneskju án tilfinninga? Hvar eru mörkin? Þegar hlátur- inn, gleðin og koddahjalið eru farin og seinasta skiptið okk- ar var án þess að hvorugt hefði hugmynd um að það yrði það seinasta. Hvernig kveður kona einhvern sem hún átti ekki, án þess að segja bless? Ég er sek. Ég hef lokað á til- finningar mínar í mörg ár. Nokkrum sinnum brennt mig á því eftir á. Ég hef áttað mig á því tvisvar, of seint í bæði skiptin, að ég væri með tilfinningar til við- komandi. Hvað gerir kona? Í fyrra skipt- ið læknaði tíminn sárin, ég er ekki búin að komast til botns í hvað gerðist í seinna skiptið. Ég sakna hans. Ég sakna hláturs- kasta, ég sakna samræðna, ég sakna kynlífsins. Þegar tvær týndar sálir mæt- ast og allt er leikur verður enginn sigurvegari. Þú getur ekki unnið leikinn, sama hvað þú reynir. Það getur það enginn. Það er erfitt í samfélagi þar sem allir setja upp grímu, stelp- ur og strákar. Fáir þora að sýna tilfinningar og ef þú þorir ertu asnalegur. Ég veit að tíminn lagar allt, góðar vinkonur, góðir vinir og góð tónlist hjálpar til við að dreifa huganum. En þegar allt róast, kona er komin heim og þögnin tekur yfir byrjar hugur- inn að reika. Hvað ef ég hefði sagt eitthvað? Er hann með sömu tilfinningar og ég? Ef ég er heppin, eftir ótal kvöld sem innihalda vinkonur, hvítvín, gloss og djammsleika, gleymi ég honum. Þegar ég hitti þig fyrst hefði mér aldrei dottið í hug hvað myndi gerast, hversu mikið mér myndi þykja vænt um þig. Þegar tíminn hefur kennt mér að þegar ég næ að gleyma þér tekur sá næsti við, og sagan mun endurtaka sig alveg þang- að til ég hef lært að opna mig. Þangað til mun ég sakna, og það er skrítið að sakna einhvers sem ég átti ekki. Hvað er svona erfitt við þetta? XXX „Hversu lengi er hægt að sofa hjá manneskju án tilfinninga? Þau voru einu sinni par! Halldór Auð- ar Svansson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og séra Davíð Þór Jónsson voru par í sjö ár. Það neistaði á milli þeirra í Gettu betur. Davíð segir að Katrín hafi slitið sambandinu árið 2004 vegna drykkju hans en ári síðar klæddist hann sloppi á Vogi og hóf nýtt líf. Skilnaðurinn lagðist illa í Davíð en í dag er hann þakklátur Katrínu. Kona Davíðs í dag er Þórunn Gréta Sigurðardóttir en Katrín er í sambúð með Gunnari Sigvaldasyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.