Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Page 4
4 16. mars 2018fréttir
BuBBi
falinn
„Ég tók þá kvörðun að vera
góður við sjálfan mig. Ég
hætti að reykja tóbak, gras
og hass, hætti að drekka,
æfi 6 sinnum í viku, sofna
snemma, vakna snemma
– geri bara það sem er
gaman; yrki ljóð, sem lög
og texta, held tónleika. Ég
tók þá ákvörðun að vera
góður við sjálfan mig,“ sagði
Bubbi Morthens af sinni
alkunnu snilld á Twitter í
vikunni. Eins og áður var
andlit Bubba vandlega falið
í síðasta helgarblaði en það
mátti þó glitta í það á síðu
28. Fjölmargir sendu inn rétt
blaðsíðutal, en að lokum
var það Óli Kr. Ármannsson
sem dreginn var út. Hlýtur
hann gjafabréf á veitingastað
að launum. Við hvetjum
lesendur til að leita að Bubba
í þessu blaði og senda rétta
lausn á netfangið
bubbi@dv.is.
Finndu
Bubba í
blaðinu
AÐALFUNDUR BÍ 2018
Fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23
Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2018 verður
haldinn fimmtudaginn 26. apríl n.k. að Síðumúla 23
3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og
hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00.
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf
• Skýrslur frá starfsnefndum
• Kosningar*
• Lagabreytingar
• Önnur mál
BÍ-félagar eru hvattir til að mæta
*Framboð til formanns BÍ þarf að berast
skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir
boðaðan aðalfund.
Hvaða ár?
n Charles de Gaulle-flugvöllur í
París var opnaður.
n Geir Hallgrímsson varð for-
sætisráðherra eftir yfirburðasigur
Sjálfstæðisflokks í þingkosningun-
um.
n Stephen
King gaf út
sína fyrstu
skáldsögu,
Carrie.
n Leikararnir Leonardo DiCaprio
og Christian Bale fæddust.
n Lagið Kung Fu Fighting með Carl
Douglas sló í gegn.
Svar: 1974
S
mári McCarthy og Ásmund-
ur Friðriksson eru þingmenn
Suðurkjördæmis. Ásmund-
ur býr
í Reykjanes-
bæ og keyr-
ir í vinnuna,
hann fær
44.680 krón-
ur á mánuði
frá Alþingi í
húsnæðis- og
dvalarkostn-
að vegna heimanaksturs. Smári
býr á Hverfisgötu, 800 metrum frá
Alþingishúsinu, hann fær 134.041
krónur á mánuði frá Alþingi í hús-
næðis- og dvalarkostnað. DV leit-
aði til Helga Bernódussonar,
skrifstofustjóra Alþingis, með eftir-
farandi spurningu:
Má Smári ganga í vinnuna og
fá 44.680 krónur í stað 134.041?
Helgi Bernódusson, skrifstofu-
stjóri Alþingis, svarar:
„Nei. Það verður að vera um
raunverulegan heimanakstur að
ræða. Og að sjálfsögðu búseta
utan Reykjavíkur.“ n
Heimskulega spurningin og óskiljanlega svarið
Smári McCarthy þarf að ganga 800 metra í vinnuna.
Hann er þingmaður Suðurkjördæmis og fær því 134.041
krónur á mánuði frá Alþingi í húsnæðis- og dvalarkostn-
að. Alþingi segir að hann geti ekki afþakkað greiðsluna.
Kynlífsmyndböndum af
Árna Gils lekið á Pornhub
n „Ég er fórnarlamb hefndarkláms“ n Segir að reynt hafi verið að kúga út úr sér fé
É
g er fórnarlamb hefndar-
kláms. Það var verið að
reyna að kúga mig til þess að
borga gjald til þess að sleppa
við þetta en ég neitaði. Þetta eru
afleiðingarnar,“ segir Árni Gils
Hjaltason í samtali við DV. Í vik-
unni var 5–6 sex kynlífsmynd-
böndum af Árna Gils lekið á klám-
síðuna alræmdu Pornhub í kjölfar
þess að hann neitaði að láta und-
an áðurnefndum kúgunum. Skjá-
skot úr einu myndbandi bárust til
DV.
Að sögn Árna fékk hann fljót-
lega að vita hvað hefði gerst en þá
var skaðinn skeður. „Ég tilkynnti
myndböndin í hvelli og endaði
með að senda upplýsingar á fyrir-
tækið um að þetta væri ekki með
mínum vilja. Ég þurfti að sanna
hver ég væri með myndum af
vegabréfi og í kjölfarið voru mynd-
böndin tekin út,“ segir Árni. Þá
hafði eitt myndbandið fengið um
þrjár milljónir áhorfa að sögn Árna
og hafði hann orðið fyrir margs
konar áreiti þess vegna. „Ég fékk
meðal annars tölvupóst frá Japan
þar sem mér var boðið hlutverk í
þarlendri klámmynd,“ segir Árni.
Treystir ekki lögreglu
Myndböndin voru af margvísleg-
um kynlífsathöfnum Árna og þá-
verandi ástkonu hans en hún tók
myndböndin upp. Þau eru óskýr
að sögn Árna en í einu þeirra sést
þó greinilega í andlit hans. Árni
vinnur nú í því að fá myndböndin
fjarlægð af klámsíðunni, sem er sú
vinsælasta í veröldinni, en hann
hyggst ekki leita til lögreglunnar
um aðstoð. „Ég treysti þeim ekki.
Lögreglan hefur komið ótrúlega
illa fram við mig og notar allt gegn
mér,“ segir Árni.
Málið sem Árni vísar í er
hnífstunguárás í Breiðholti fyrir
rúmu ári. Nokkrum mánuðum
síðar var Árni dæmdur í fjögurra
ára fangelsi fyrir morðtilraun. Í
kjölfar dómsins stigu Árni og faðir
hans, Hjalti Úrsus Árnason, fram í
fjölmiðlum og sögðu að réttar-
morð hefði verið framið á Árna.
Hann hafi ekki fengið sanngjarna
málsmeðferð og engin sönnunar-
gögn bendluðu hann við hinn
meinta glæp. Málið vakti mikla
athygli í samfélaginu og var því að
sjálfsögðu áfrýjað til Hæstarétt-
ar. Hæstiréttur kvað upp þann úr-
skurð að senda málið aftur til hér-
aðsdómstóls og þar með var það
úr sögunni að sögn feðganna. „Við
erum að undirbúa stærstu skaða-
bótakröfu Íslandssögunnar,“ sagði
Hjalti Úrsus vígreifur í viðtali í
kjölfar niðurstöðunnar.
Fær ekki afhent
öryggismyndband
Árni Gils segir farir sínar ekki slétt-
ar af samskiptum hans við lög-
reglu. „Þeir hafa komið illa fram
við mig og ég treysti þeim ekki,“
segir Árni. Hann var í slæmu and-
legu ástandi eftir að hafa verið
tæplega 300 daga í gæsluvarðhaldi
í kjölfar ofangreinda dómsins.
„Þetta voru 300 dagar af svefnleysi
og með það yfir höfðinu á sér að
ég væri að fara að sitja lengi inni.
Þegar ég losnaði fór ég að leita
mér geðhjálpar en þá lenti ég aft-
ur í klóm lögreglunnar,“ segir Árni.
Vísar hann í sérsveitarmenn sem
miðuðu á hann byssum en DV
fjallaði um uppákomuna þann 13.
desember síðastliðinn.
Í fréttinni sást stutt myndskeið
sem Árni tók upp sjálfur og en
þar sjást sérsveitarmenn vopn-
aðir rafbyssum umkringja hann.
„Ég spurði þá hvort að ég væri
handtekinn en þeir neituðu því.
Þá sagðist ég vera frjáls maður
og ætla að yfirgefa svæðið,“ segir
Árni. Hann hafi reynt að komast
í burtu en hafi rekist í byssu sér-
sveitarmanns. „Þá miðaði hann
byssunni og öskraði á mig að ég
ætti að stoppa annars myndi hann
skjóta, þetta endurtók hann í sí-
fellu,“ segir Árni. Í kjölfarið segist
hann hafa verið í gíslingu lögreglu
í rúmar 20 mínútur. „Ég er búinn
að reyna að fá upptöku úr öryggis-
myndavél af þessu atviki en hún
hefur ekki fengist. Ég ætla samt
ekki að gefast upp, framkoma lög-
reglu í minn garð mun koma upp
á yfirborðið að lokum,“ segir Árni
Gils. n
Árni Gils Kynlífsmyndskeiði af Árna og fyrrver-
andi ástkonu hans hefur verið lekið á klámsíðuna
alræmdu Pornhub. Árni Gils segir í samtali við DV
að reynt hafi verið að kúga út úr honum fé vegna
myndbandanna.
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is