Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Side 10
10 16. mars 2018fréttir Gunnhildur hélt eiginmanninum uppi með fermingarpeningunum n Var 17 ára þegar hún giftist nígerískum manni n Lítur á þetta sem jákvæða reynslu G unnhildur Thelma Rós­ mundsdóttir var einungis sautján ára gömul þegar hún gekk í hjónaband með manni frá Nígeríu. Þurfti hún í kjölfarið að sjá ein fyrir heimilinu á tímabili. Hún segir reynsluna hafa gert það að verkum að hún þroskaðist hraðar en jafnaldrar hennar en viðurkennir að við­ brögð fólks við ráðahagnum hafi verið æði misjöfn. Varð fyrir einelti í æsku Gunnhildur segir að ævi hennar hafi ekki alltaf verið dans á rós­ um. Hún var alin upp á Hólmavík en þar bjó hún með foreldrum og þremur systkinum. „Ég lenti í miklu einelti á mín­ um yngri árum frá krökkum, kennurum og líka smávegis frá fjölskyldumeðlimum og þá sér­ staklega ömmu minni. Afi minn er alkóhólisti og hefur það haft áhrif á alla í fjölskyldunni. Þegar ég var lítil þá vildu foreldrar mínir gefa okkur allt sem við vildum, sem er gott en líka slæmt. Ég var erfið sem barn og vildi stjórna öllu og vildi aldrei gefa neitt eftir. Þegar ég var sjö ára byrjaði vesen með mat, mamma mín vann í búðinni á Hólmavík og ég fór á hverjum degi og fékk mér eitthvað og þyngdist mjög mikið á stuttum tíma. Fólk grunaði að eitthvað væri að og ég fór í skoðun til lækna og aldrei fannst neitt við þessu.“ Þegar Gunnhildur var átta ára flutti besta vinkona hennar úr þorpinu og var Gunnhildur því mikið ein eftir það. Þá gekk henni illa í skóla vegna lesblindu og til að flýja vanlíðan sótti hún í mat og fatakaup. Þá sóttist hún eftir viðurkenningu frá hinu kyninu og nýttu níðingar sér það til að brjóta á Gunnhildi. Kveðst hún hafa ver­ ið aðeins 11 til 12 ára þegar hún sendi nektarmyndir af sér. Upp komst um málið þegar send var nektarmynd af Gunnhildi til fólks á Hólmavík. Eftir því sem hún varð eldri dró úr eineltinu en kennar­ ar í skólanum hafi í staðinn tek­ ið hana fyrir. Þegar Gunnhildur hóf nám í tíunda bekk hafði dreg­ ið mjög úr eineltinu í skólanum og voru henni í lok árs veitt verð­ laun fyrir mestu framfarirnar. Það skyggði þó á að um svipað leyti skildu foreldrar hennar og í kjöl­ farið tvístraðist fjölskyldan. Gunn­ hildur flutti til Reykjavíkur með móður sinni. „Hann var þá búinn að vera á Íslandi í nokkra mánuði en hafði áður farið frá Afríku til Tékklands og var þar í skóla. Vinur hans, sem var búsettur á Íslandi, bauð hon­ um síðan að koma til Íslands og vera hjá sér á meðan hann væri að leita að vinnu. Við byrjuðum að hittast og þetta þróaðist allt mjög hratt. Fljótlega kom síðan í ljós að hann átti von á að vera sendur úr landi þar sem dvalarleyfið hans var að renna út eftir nokkrar vikur.“ Samkvæmt 13. gr. laga um útlendinga geta útlendingar sem eru í hjúskap með íslenskum ríkis­ borgara átt rétt á því að fá dvalar­ leyfi hér á landi. Ef hjúskapur hefur varað í að minnsta kosti þrjú ár er ekki hætta á að viðkomandi missi dvalarleyfið. Parið þurfti að taka ákvörðun um framtíð­ ina í skyndi og ákvað í kjölfarið að ganga í hjónaband svo hægt væri að tryggja að maðurinn gæti verið áfram á Íslandi. Gunnhildur játar að vissulega hafi viðbrögð fólksins í kringum hana ekki alltaf verið já­ kvæð. „Það voru ekkert allir sem skildu af hverju ég var að gera þetta,“ segir Gunnhildur. Aldursmunurinn á parinu vakti einnig viðbrögð en Gunnhildur segir að vísu sé mikið um aldurs­ mun í hennar nánustu fjölskyldu: til að mynda séu 13 ár á milli for­ eldra hennar og 19 ár á milli föð­ ur hennar og núverandi unnustu. Þá eru einnig 13 ár á milli móð­ ur hennar og núverandi manns hennar. „Ég hef alltaf vitað, síðan ég var ung, að minn framtíðareiginmaður myndi vera útlenskur. Ég hef aldrei sótt í íslenska stráka enda er mín reynsla af þeim ekkert sérstaklega góð. Ég var líka þannig að ég leit­ aði mjög mikið í hrifningu frá öðr­ um þar sem að ég fékk lítið af um­ hyggju og ástúð í æsku. Það sést kannski best á því að ég var áður með 99 prósenta mætingu í skól­ anum en eftir að við byrjuðum saman varð mætingin mjög slöpp þar sem að ég vildi alltaf vera með honum.“ Gunnhildur kveðst hafa orðið fyrir aðkasti fyrir að hafa hafið samband með manninum. „Ég fékk að heyra að hann væri að nota mig, en mér var sama hvað fólk sagði.“ Hún bætir við að það hafi ekki verið þannig að maðurinn hafi þrýst á hana að giftast honum. „Mér fannst ég al­ veg tilbúin og ég var ekkert hrædd eða hikandi. Ég sagði við hann á tímabili að ef hann yrði sendur í burtu þá myndum við bíða og gifta okkur þegar ég væri orðin átján ára. Ég hef áður kynnst og talað við útlending sem er ekki með dval­ arleyfi og hann pressaði lúmskt á mig með því að segja hluti eins og: „Þegar þú ert tilbúin þá getum við gift okkur.“ Þú þarft að passa sjálf­ an þig í þessum aðstæðum.“ Þar sem Gunnhildur var ekki orðin lögráða þurfti að sækja um fyrir hana sérstakt leyfi til dóms­ málaráðuneytisins til að fá ganga í hjúskap. Giftingarathöfnin fór síðan fram með látlausum hætti á skrifstofu Sýslumannsins í Reykja­ vík í júlí 2014, minna en hálfu ári eftir að Gunnhildur og maðurinn kynntust. Móðir Gunnhildar hafði flust búferlum til Noregs fyrr um árið og þurfti Gunnhildur að finna sér nýjan samastað ásamt eigin­ manni sínum. Tóku þau í kjölfarið íbúð á leigu. Eiginmaður Gunn­ hildar fékk vinnu við ræstingar hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem að hann var ekki kom­ inn með íslenska kennitölu fékk hann ekki útborgað fyrr en eftir rúmlega hálft ár í vinnu. Gunn­ hildur þurfti því nær alfarið að sjá fyrir heimilinu, borga reikninga og leigu. Á þeim aldri, þegar flest­ ir búa áhyggjulausir í foreldrahús­ um, þurfti Gunnhildur því að reka heimili samhliða því að vera í vinnu. „Ég eyddi öllu sem ég átti: fermingarpeningunum, barna­ peningunum, öllum laununum, hverri krónu,“ segir Gunnhildur en barnapeningurinn sem um ræðir voru upphæðir sem hún hafði safnað inn á sparireikning frá unga aldri. Hlutirnir breyttu­ st hins vegar til hins betra eftir að eiginmaður Gunnhildar fékk út­ hlutað íslenskri kennitölu og gat komið með tekjur inn á heimilið. Hún gat því einbeitt sér aftur að framhaldsskólanáminu ásamt því að vera í hlutastarfi. Þrátt fyr­ ir mikið álag tókst henni að ljúka stúdentsprófi á fjórum árum líkt og jafnaldrar hennar. Sátt í dag Parið skildi í fyrra eftir fjögurra ára hjónaband og segir Gunnhildur að þau hafi fjarlægst hvort annað smátt og smátt. „Það fór að vera eins og hann hefði aldrei tíma fyrir mig, hann var í 100 prósent vinnu og seinna í 100 prósent námi og á fullu að stunda ræktina. Við gerðum líka þau mistök að ef upp komu vanda­ mál þá leystum við ekki úr þeim. Ég fór að efast um sambandið, en ég var samt hrædd við óvissuna og hvað myndi taka við ef við mynd­ um skilja.“ Gunnhildur kveðst sátt við líf­ ið í dag en hún hefur undanfarin misseri unnið á hjúkrunarheimili og stefnir á háskólanám, hugsan­ lega erlendis. Hún segir engin sár­ indi eða svik hafa verið á bak við skilnaðinn. „Alls ekkert þannig, hann er mjög góður maður og ég hef ekk­ ert á móti honum, þetta var ekki að ganga upp.“ Hún bætir við að vissulega hafi hún fórnað afar miklu fyrir hjónabandið en það þjóni litlum tilgangi að velta sér upp úr því. „Ég get ekkert breytt þessu í dag. Ég lít á þetta sem ákveðna lífsreynslu, þetta breytti mér til hins betra og gerði að verk­ um að ég þurfti að þroskast hratt í stað þess vera kannski í einhverju djammi og rugli.“ n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Breytti mér til hins betra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.