Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Page 19
16. mars 2018 fréttir 19 Hér búa stjórnendur lífeyrissjóðanna Miðvangur 5 Hér býr Gerður Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Brú lífeyrissjóðs. Húsið keypti hún í byrjun desember 1998 ásamt eiginmanni sínum, Ólafi Rafnssyni heitnum. Kaupverðið var 18,5 milljónir króna en fasteignin er 288,6 fermetrar að stærð. Brú hét áður Lífeyris- sjóður starfsmanna sveitarfélaga og var Gerður ráðin fram- kvæmdastjóri sjóðsins í apríl 2014. Vættaborgir 79 Hér býr Sigurbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Söfnunarsjóðs lífeyrissréttinda, ásamt eiginkonu sinni, Auði Björg Árnadóttur. Hjónin keyptu fasteignina í júní 1999 og var kaupverðið 12,85 milljónir króna. Húsið er 190,1 fermetri að stærð. Sigurbjörn hefur verið framkvæmdastjóri Söfnunarsjóðs- ins svo lengi sem elstu menn muna. Bollagarðar 81 Hér býr Árni Guðmundsson, framvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, ásamt eiginkonu sinni, Margréti Halldórsdóttur. Hjónin keyptu fasteignina í byrjun júní 2004 og var kaupverðið 32 milljónir króna. Húsið er 187,2 fermetrar að stærð. Árni hefur starfað í tæp 40 ár í lífeyriskerfinu, fyrst hjá Lífeyrissjóði sjómanna og síðan hjá Gildi. Furugerði 2 Í kjallara þessa húss býr Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, stærsta lífeyrissjóðs landsins, ásamt eiginkonu sinni, Þóru G. Gísladóttur. Íbúðin er 117 fermetrar en gam- an er að geta þess að á efri hæð hússins býr Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, sem fjallað var um í umfjöllun um hvar forstjórar landsins búa. Haukur hefur starfað sem framkvæmdastjóri LSR í tæpa þrjá áratugi og virðist kjósa stöðugleika og nægjusemi. Ofangreind íbúð hefur verið svo lengi í eigu fjölskyldunnar að engin gögn finnast um hvenær hún var keypt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.