Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Side 24
24 16. mars 2018fréttir Þ ann 29. maí undirrituðu aðilar vinnumarkaðarins undir kjarasamninga til ársloka ársins 2018. Sam- kvæmt samningunum myndu lágmarkslaun starfsfólks hækka á samningsbilinu um samtals 31,1 prósent. Sumir hafa sagt þetta ríf- lega hækkun en aðrir að hún sé langt undir þeim hækkunum sem efri lög samfélagsins, forstjórar og þeir sem heyra undir kjararáð hafi skammtað sér. En hugtökin lágmarkslaun eða byrjunarlaun segja ekki alla söguna. Því að í samningunum frá 2015 var sett inn ákvæði um að fólk undir tvítugu fái þau ekki nema að uppfylltum vissum skil- yrðum. Samið var um eftirfarandi: „18 og 19 ára fá 95 prósent af byrjun- arlaunum. Ef 18 og 19 ára einstak- lingar hafa starfað að minnsta kosti í 6 mánuði og að lágmarki 700 vinnustundir í starfsgrein eft- ir að 16 ára aldri er náð, eiga þeir rétt á byrjunarlaunum 20 ára.“ Þeir sem eru undir 18 ára aldri, og börn samkvæmt lögum, fá enn lægri prósentu af byrjunarlaunum. Þetta kann að hljóma undar- lega í ljósi þess að lágmarkslaun eiga að vera lágmarkið. Einstak- lingar 18 og 19 ára eru fullveðja fólk, sem oft og tíðum er komið með börn á sitt framfæri, reka eigið heimili og bera ábyrgð rétt eins og þeir sem eru orðnir tvítugir að aldri. Má því segja að eiginleg lág- markslaun séu fimm pró- sentum lægri. Kom fiskvinnslufólki undan ákvæðinu Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfé- lags Akraness, segir að Starfsgreinasambandið hafi sett sig upp á móti þessari tillögu við samn- ingaborðið árið 2015. En VR og Efling, undir formennsku Ólafíu B. Rafnsdóttur og Sigurðar Bessa- sonar, hafi komið þessu í gegn í krafti fjölda félags- manna sinna, sem telja um 52 prósent af þeim sem heyrðu und- ir samningana. „Þau tóku viðræð- urnar yfir og stilltu öðrum upp við vegg. En þetta var harðlega gagn- rýnt.“ Kom krafan frá atvinnurekend- um? „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Þetta var allt í einu komið inn í drög að samningi þegar við í Starfsgreinasambandinu, lands- byggðarverkalýðsfélögin, komum að borðinu. Ég veit ekki hvernig nákvæmlega hvernig þetta komst þar inn.“ Athygli vekur að fiskvinnslufólk er ekki undir þessu ákvæði held- ur fær full umsamin lágmarks- laun. Vilhjálmur leiddi þann kafla samningsins og gerði þá skýlausu kröfu um að ákvæðið ætti ekki við það fólk. Þarf ekki að passa sérstaklega upp á ungt fólk þar sem það hefur ekki sterka rödd? „Jú, ég á sjálfur barn sem er 19 ára. Þetta eru einstaklingar sem eru orðnir lögráða og sumir farnir að stofna fjölskyldur. Ég skil ekki af hverju þetta var sett inn. Það verð- ur eitt af helstu verkefnum nýrrar forystu að koma þessu ákvæði frá.“ „Þá eru þetta þeirra lágmarkslaun“ Gylfi Arnbjörnsson, formaður Al- þýðusambands Íslands, segir að ákvæðið hafi komið að kröfu at- vinnurekenda vegna mikillar hækkunar lágmarkslauna árið 2015. Atvinnurekendur hafi sett sig upp á móti svo mikilli hækk- un og þá hafi þessi tillaga komið fram. Hann segir að fordæmi fyrir því að mismuna fólki eftir aldri séu til staðar. „Til dæmis í Skandinavíu þar sem kjarasamningar miðast við 20 ára aldur. Þetta á sér alls konar fordæmi en við neitum því ekki að þetta sé umdeilanlegt. Síð- an eru ákvæði um hækkun launa vegna starfsaldurs og aldurs.“ En eru þá lágmarkslaun í raun og veru aðeins 95 prósent af lág- markslaunum þar sem ákveðinn hópur er fyrir neðan þau? „Jú jú. Lágmarkslaun miðast við tvítugt.“ Gylfi segist ekki kannast við að fiskverkafólk sé undanskilið ákvæðinu þó að það standi í kjara- samningi Starfsgreinasambands- ins og Samtaka atvinnulífsins. „Ákvæðið á hins vegar ekki við ef þú hefur einhverja starfsreynslu upp á visst marga tíma. Þeir sem hafa verið á fullum vinnumarkaði um vissan tíma eru þá strax á fullu kaupi 18 ára. Það er í raun og veru íhlaupavinnan sem fellur undan þessu. Þá skiptir það engu máli hvort það sé í dagvöruverslun eða fiskvinnslu.“ En ef fólk kemur glænýtt inn á vinnumarkaðinn 19 ára, þá fær það ekki full lágmarkslaun? „Þá eru þetta þeirra lágmarks- laun.“ „Mannréttindabrot“ sem verður ekki í næstu samningum Formaður verka- lýðsfélagsins VR, Ragnar Þór Ingólfs- son, segir að það sé eitt af hans helstu baráttumálum að „leiðrétta svikin við unga fólkið í síðustu samning- um.“ Ragnar var í stjórn VR þegar skrifað var undir en setti sig upp á móti ákvæðinu. „Ég samþykkti ekki þessa kjara- samninga og var sá eini í stjórn- inni sem greiddi atkvæði gegn þeim. Það sem gerðist var að unga fólkinu var einfaldlega fórnað, sem er óþolandi. Gylfi ber ábyrgð á því og aðrir sem gerðu þennan samning.“ Verður skýlaus krafa gerð um að taka þetta ákvæði út í næstu samningum? „Já. Við erum að borga full- orðnu fólki hlutfall af töxtum. Það er að vinna sömu vinnu og ætti að fá sömu laun. Það er algert lykil- atriði hjá okkur að breyta þessu. Ég lít á þetta sem ekkert annað en mannréttindabrot.“ Hvernig þá? „Það er talað um launajafnrétti. Launamun kynjanna og annað. Þarna er misræmi gagnvart unga fólkinu. Það er ekkert flóknara en það. Þetta verður til ævarandi skammar fyrir hreyfinguna.“ n „Unga fólkinU var einfaldlega fórnað“ n Lágmarkslaun eru ekki lágmarkið fyrir ungt fólk n Gert að kröfu atvinnurekenda Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Algert lykilatriði hjá okkur að breyta þessu „Þarna er misræmi gagnvart unga fólkinu. Það er ekkert flóknara en það. Þetta verður til ævarandi skammar fyrir hreyfinguna. Vilhjálmur Birgisson hjá Verkalýðsfélagi Akraness „Þetta eru einstaklingar sem eru orðnir lögráða og sumir farnir að stofna fjölskyldur.“ Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ „Þetta á sér alls konar fordæmi en við neitum því ekki að þetta sé umdeilanlegt.“ Ragnar Þór Ingólfsson hjá VR „Þetta verður til ævarandi skammar fyrir hreyfinguna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.