Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Qupperneq 26
26 16. mars 2018fréttir - erlent S á stóri er á leiðinni: heims- faraldur sem gæti drepið 33 milljónir manna á fyrstu dögunum. Á næstu árum þar á eftir gætu 300 milljónir manna dáið á heimsvísu.“ Svona byrjar grein breska lækn- isins Jonathans D. Quick í vefút- gáfu Mail Online. Quick þessi hefur marga fjöruna sopið í læknavís- indunum og unnið fyrir Alþjóða- heilbrigðismálastofnunina og verið kennari við Harvard-háskóla svo fátt eitt sé nefnt. Tilefni skrifa hans var að vekja athygli á því hversu berskjölduð við í raun erum þegar kemur að heimsfaröldrum, til dæmis af völdum inflúensu. Eins og stórslysamynd „Þetta hljómar eins og stórslysa- mynd en sannleikurinn er sá að í raun er tímaspursmál hvenær þetta gerist – þökk sé inflúensunni,“ segir Quick í grein sinni og bendir á að inflúensan sé sá sjúkdómur sem hvað erfiðast sé að stjórna. Um sé að ræða smitsjúkdóm sem dreifir sér á ógnarhraða og sé óútreiknan- legur, frá ári til árs. Quick segist óttast að mjög banvænn heimsfaraldur inflúensu sé handan við hornið – af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður. „Aðstæðurnar eru fyrir hendi og þetta gæti gerst á morgun. Góðu fréttirnar eru þær að við eigum mörg verkfæri til að koma í veg fyrir þetta. En slæmu fréttirnar eru þær að það er óskap- lega lítið sem við erum að gera.“ Quick segir að við séum í raun alveg jafn berskjölduð nú og fyrir hundrað árum, þegar spænska veikin reið yfir heimsbyggðina með þeim afleiðingum að 50 millj- ónir létust. Spænska veikin var in- flúensufaraldur sem hafði mikil áhrif um allan heim. Þannig er talið að mikill meirihluti íbúa Reykjavíkur hafi veikst. Komin yfir á tíma „Einni öld síðar, reynslunni og þekkingunni á inflúensunni ríkari, megum við búast við öðrum faraldri brátt. Sérfróðir telja jafnvel að við séum kom- in yfir á tíma.“ Quick útskýrir svo hvernig inflúensuveiran hagar sér og bendir á að einhvers staðar þarna úti sé mjög banvænn stofn inflúensuveirunnar að verða til, hugsanlega í fugli, leðurblöku, apa eða svíni. Tímaspursmál sé hvenær þessi stofn komist í manneskju þaðan sem hann heldur áfram að dreifast frá manni til manns. „Þessi nýi stofn getur verið okkur hættulegur, enda eitthvað sem líkami okkar á ekki að venj- ast. Líklega byrjaði spænska veikin svona,“ segir hann. Getum sjálfum okkur um kennt Quick bendir á að mannskepnan geti í raun engri nema sjálfri sér um kennt. „Við elskum ódýran kjúkling og ódýrt svínakjöt,“ segir hann og bætir við að á býlum, þar sem svín og kjúklingar koma saman í þúsundatali, séu fyrirtaks- aðstæður fyrir inflúensuveiruna. Quick nefnir í því samhengi að H1N1-svínaflensan árið 2009 hafi átt rætur í einu slíku svínabúi, en 575 þúsund manns létust af völd- um hennar. Vísindamönnum tókst að rekja veiruna til svínabús í Norður-Karólínu í Bandaríkjun- um. Á örfáum árum stökkbreyttist hún og varð jafn hættuleg og raun bar vitni. „Svín borða nánast allt og meltingarvegur þeirra er fullkom- inn pottur fyrir hin ýmsu afbrigði inflúensuveirunnar. Þegar svín borða drit úr sjúkum kjúklingum geta stökkbreytingar átt sér stað og nýr inflúensustofn myndast. Helmingur hefur látist Quick nefnir svo að ein tegund inflúensuveirunnar valdi mönnum talsverðum áhyggjum um þessar mundir, H5N1- fuglaflensan. Flensan varð manni fyrst að bana árið 1997 en frá ár- inu 2003 og til ársins 2016 hafa 846 einstaklingar veikst af flensunni á heimsvísu. Ekki mikill fjöldi enda er H5N1 sem betur fer ekki mjög smitandi, ekki enn þá að minnsta kosti. Staðreyndin er þó sú að um helmingur þeirra sem hafa smitast hefur látist og þar liggja áhyggjurnar. Til samanburðar var dánartíðn- in af völdum spænsku veikinnar aðeins um þrjú prósent. Það hvort, og þá hvenær, H5N1 stökkbreytist þannig að úr geti orðið heimsfar- aldur inflúensu liggur ekki alveg ljóst fyrir, en möguleikinn virðist vera fyrir hendi. Enn fimm til tíu ára bið Í lok greinar sinnar hvetur Quick fólk til að vera meðvitað um hætt- una; gæta vel að handþvotti enda varla hægt að finna betri forvörn en hreinlæti þegar vírusar og önn- ur óværa er annars vegar. „Ef þú veikist verður þú líka að vernda aðra með því að halda þig heima,“ segir hann og bæt- ir að lokum við að vísindamenn í heilbrigðisgeiranum verði að sameinast um að þróa bóluefni gegn flensuvírusum. „Sem læknir þá veit ég að ekkert verndar fólk gegn veikindum á eins skilvirkan hátt og bóluefni. Ef við ættum gott bóluefni gætum við komið í veg fyrir hörmungar af völdum inflúensu,“ segir hann og bætir við að leitin að hinu full- komna bóluefni, ef svo má segja, hafi byrjað of seint. „Þau bóluefni sem við höfum núna vernda okkur ekki gegn öll- um tegundum inflúensu, þremur til fjórum í mesta lagi. Sérfræðingar verða því að veðja á eða spá hvaða stofn sé líklegastur til að valda óskunda hverju sinni. „Vandamál- ið er að þau bóluefni sem eru til ráðast bara á tvö prótein í vírusn- um sjálfum, prótein sem sitja við yfirborð hans. Við þurfum bólu- efni sem ræðst á undirstöðurnar í vírusnum, eitthvað sem breytist ekki, þannig að bóluefnið verði gagnlegt við öllum stofnum.“ Quick segir að sex hópar vís- indamanna um heim allan vinni nú að þessu öllum stundum. „Hver hópur er með sína nálg- un en skilaboð þeirra eru þau að við séum enn fimm til tíu árum frá því að finna eitthvað nothæft. Góðu fréttirnar eru þær að vís- indasamfélagið veit hvað á að gera, en hlutirnir gerast því mið- ur ekki nógu hratt,“ segir Quick og bætir við að ráðamenn í löndum heimsins verði einnig að samein- ast um að leggja til meira fjármagn til rannsókna. „Afleiðingar þess að gera ekki neitt gætu orðið hörmu- legar fyrir mannkynið.“ n Óttast heims- faraldur af Óþekktri stærðargráðu n Jonathan Quick segir að sá stóri sé á leiðinni n Inflúensufaraldur sem gæti dregið milljónir til dauða „Ef þú veikist verður þú líka að vernda aðra með því að halda þig heima Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is „Afleiðingar þess að gera ekki neitt gætu orðið hörmulegar fyrir mannkynið Áhyggjufullur Jonathan segir að full ástæða sé til að hafa áhyggjur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.