Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Síða 43
tímavélin 4316. mars 2018
hann 12 ára eftir að hann varð
Reykjavíkurmeistari í svokölluðu
jakahlaupi á Tjörninni. Jakahlaup
var þegar ungir drengir hjuggu til
ísjaka og fleyttu á Tjörnina, stukku
og hlupu svo milli jaka til að kom-
ast yfir. Vitaskuld duttu margir
ofan í ískalt vatnið á þeirri vegferð.
Guðmundur var afar hraustur,
ungur maður, efnilegur í íþrótt-
um og stæltur. Hann stundaði
nám í Gagnfræðaskólanum á ár-
unum 1941 til 1944 og fór svo
beint í verkamannavinnu. Í eitt
skipti var hann í hópi verkamanna
í garðinum hjá Einari Jónssyni
myndhöggvara þegar upp kom
óhefðbundið atvinnutilboð. Guð-
mundur sagði:
„Ég var nú átján ára gamall og
með annað og betra vaxtarlag.
Einar var lengi búinn að vappa
þarna um kring og skoða menn.
Þetta var að sumri eða haustlagi
og við vorum naktir að beltisstað.
Allt í einu rölti hann til verkstjór-
ans og benti á mig og verkstjórinn
kom til mín og sagði að hann vildi
fá mig sem módel. Ég hrökk nú við
þegar ég var settur á stall og fékk
að vita að það var Jésú Kristur sem
var fyrirmyndin.“ Verkið var stytta
af frelsaranum sem enn þá stend-
ur í Hallgrímskirkju.
Reis í Dagsbrún en flæmdur úr
Alþýðubandalaginu
Guðmundur spratt ekki upp úr
engu vorið 1955. Þá hafði hann
starfað í Dagsbrún í tvö ár, verið
forseti Æskulýðsfylkingarinnar
og í miðstjórn Sósíalistaflokksins.
Síðar gekk hann í Alþýðubanda-
lagið og sat sem borgarfulltrúi og
svo sem varaforseti Dagsbrúnar
í tuttugu ár uns hann tók við for-
mennskunni árið 1982. Einnig sat
hann á Alþingi fyrir Alýðubanda-
lagið á árunum 1979 til 1987.
Þegar komið var fram á níunda
áratuginn var hann óskoraður for-
ingi íslensks verkafólks, holdgerv-
ingur baráttunnar og sumir segja
síðasti foringinn af gamla skólan-
um. Jón Baldvin segir: „Hann var
fyrirferðarmikill og aðsópsmikill
og verkalýðshreyfingin varð svo
öflug að aðrir urðu að taka tillit til
hennar. Það er ekki þar með sagt
að hún hafi náð miklum árangri
í kjarabaráttu því þetta var verð-
bólguþjóðfélag og gengið var sí-
fellt fellt til að lækka launin aftur.“
Þegar ríkisstjórn Geirs Hall-
grímssonar, 1974 til 1978, greip
inn í kjarasamninga stóð verka-
lýðshreyfingin með Alþýðubanda-
laginu og Alþýðuflokknum sem
unnu mikinn kosningasigur árið
1978. Það var á þeim tíma sem
Guðmundur fór inn á þing en þar
fann hann sig ekki.
Ólafur segir: „Þar lenti hann
í átökum og það var unnið gegn
honum innan flokksins. Undir
lokin var hann hálfpartinn flæmd-
ur í burtu. Guðmundur og Albert
Guðmundsson voru miklir vin-
ir, þótt þeir væru hvor í sínum
flokknum. Svo kom upp mál þar
sem kom í ljós að Albert hafði gef-
ið Guðmundi pening til að hann
kæmist á spítala í Bandaríkjunum.
Þetta þótti ýmsum í Alþýðubanda-
laginu ekki nógu fínt.“
Að sögn bæði Jóns Baldvins og
Ólafs efnaðist Guðmundur aldrei
á störfum sínum í forystu Dags-
brúnar eða á þingi. „Undir lok-
in var hann orðinn staurblankur,“
segir Jón.
Varð mýkri með árunum
Þó að Guðmundur hafi komið
fram á sjónarsviðið á miklum
átakatímum í verkalýðshreyf-
ingunni og gengið þar harðast
fram sjálfur í verkföllum þá lagði
hann einnig grunninn að mesta
rólyndistímabili í atvinnulífssögu
20. aldar. Hann var einn af þeim
sem lögðu grunninn að svokall-
aðri þjóðarsátt árið 1990 þar sem
ekki var samið um launahækkan-
ir sem slíkar heldur myndað kerfi
til að halda utan um kaupmáttinn.
Jón Baldvin segir: „Mín skoðun
er sú að hann hafi verið orðinn
ágætis sósíaldemókrati undir lok-
in. Við töluðum nú um það hvort
hann vildi ekki ganga í Alþýðu-
flokkinn til að ljúka þessum hring
en hann lét nú aldrei verða af því.
En hann var góður vinur okkar
kratanna.“
Ólafur tekur undir það. „Eins
og oft var með þessa eldri menn
í verkalýðshreyfingunni þá líkaði
honum áreiðanlega ekki auk-
in áhrif menntamanna og nýrrar
vinstrikynslóðar í Alþýðubanda-
laginu. Hann var menningarlega
íhaldssamur að þessu leyti.“
Bragur verkalýðsforystunnar
breyst með aukinni menntun
Alla tíð var Guðmundur jaki mjög
vinsæll maður, kom vel fram í við-
tölum og þótti bæði alþýðlegur og
hnyttinn. Segja mætti að hugtak-
ið landsföðurlegur ætti vel við um
hann.
Ólafur segir: „Hann var ekki síst
vinsæll hjá andstæðingum sínum.
Því hann þótti heill og góður karl.
Hann gat verið mjög fyndinn og af-
skaplega vel máli farinn. Hann var
góður sögumaður, hlýr og elsku-
legur persónuleiki sem skipti auð-
vitað máli þegar kom að persónu-
legum samskiptum.“
Hvað þætti honum um verka-
lýðsforystuna á síðari tímum?
„Hann myndi ábyggilega sakna
þess að í verkalýðsforystunni væru
verkamenn. Þegar hann var að
hefja sín störf var forystan skip-
uð körlum sem áttu bakgrunn í
hreyfingunni og voru ekki lang-
skólagengnir en oft mjög greindir.
Með aukinni skólagöngu þjóðar-
innar hefur bragur verkalýðsfor-
ystunnar breyst.“
Guðmundur lést sjötugur að
aldri árið 1997. Hann lét eftir
sig eiginkonu, Elínu Torfadóttur
fóstru, og fjögur uppkomin börn.
n
Náttúrulegar
hágæða
gæludýravörur
Thomsenbíllinn
var gallagripur
Sumarið 1904 kom fyrsti bíllinn
til Íslands, kallaður Thomsenbíll-
inn eftir danska kaupmanninum
Ditlev Thomsen. Fékk hann styrk
frá Alþingi upp á 2.000 krónur til
að kaupa bílinn í Kaupmanna-
höfn. Bíllinn var af gerðinni
Cudell, notaður fjögurra sæta
blæjubíll og þótti hinn mesti
gallagripur. Hann var kraftlaus og
dugði illa í íslenskri veðráttu og
vegaleysi. Thomsen réð Þorkel
Clementz til að vera bílstjóri og
sótti hann námskeið í Danmörku
en ári eftir að bíllinn kom til
landsins var hætt að nota bílinn.
Árið 1908 var bíllinn síðan send-
ur aftur út en öld seinna, árið
2008 smíðaði Sverrir Andrés son
á Selfossi endurgerð hans.
Ærðust yfir
kyntröllum
Í marsmánuði árið 1994 kom
hingað til lands bandarískur
karlfatafelluflokkur sem nefndist
American Male. Flokkurinn var
skipaður fjórum körlum sem
vaxnir voru líkt og grískir guð-
ir og fækkuðu fötum uns þeir
stóðu á pínubrókum einum
saman. Ferðast var með sýn-
inguna víða um land, svo sem í
Sjallann á Akureyri, Kántrýbæ á
Skagaströnd og út í Vestmanna-
eyjar. Mesta athygli vöktu þó
kvöldin sem haldin voru á Hótel
Íslandi. Það var Kvennaklúbbur-
inn sem sá um sýningarnar þar
og var karlmönnum óheimill
aðgangur. Mikill æsingur mynd-
aðist í salnum og sumar konur
hreinlega réðu ekki við sig og
reyndu að snerta kyntröllin og
lauma peningum í skýlurnar.
Bein Ólafs í Miðhúsum fundust 30 árum eftir hvarfið
Rafn ásamt
beinum Ólafs
Faxi 1. mars 2003.
Verkfallið 1955: „Menn lögðu ekkert svo glatt í
hann“ Þjóðviljinn, 22. janúar 1955.