Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Síða 48
48 16. mars 2018 S em fyrr segir þá voru Folsom-fimmmenn- ingarnir dæmdir til dauða 1938 eftir að þeir höfðu náð heilsu eftir uppreisnina árið áður. Aftökur þeirra voru merkilegar fyrir þá sök að Texas hafði þá tek- ið í gagni gasklefa sem leysti af hólmi snöruna og gálgann. Svanasöngur Þann 2. desember, 1938, urðu Robert Lee Cannon og Albert Kessel þess vafasama heiðurs að- njótandi að taka fyrstir manna sín síðustu andköf í gasklefanum splunkunýja. Sagan segir að Cannon og Kessel hafi eytt sinni síðustu kvöldstund í að spila hljómplötur og syngja. Einnig kölluðust þeir á enda lágu klefar þeirra hlið við hlið. Vindlar og viskí Tíu mínútum fyrir aftökuna reyktu þeir vindil og fengu sér viskíslurk. Cannon gekk fyrstur inn í gasklef- ann, með handleggi reyrða nið- ur með síðum og berfættur. Hann var ólaður í stól. Síðan kom Kessel í fylgd fanga- varða og var ólaður niður í ann- an stól, en gasklefinn annaði ekki nema tveimur aftökum í senn. „Ekkert mál“ „Það er aldeilis mannsöfnuður- inn hér,“ sagði Kessel lágum rómi, en um 40 manns voru mætt- ir til að fylgjast með. Kessel var niðurlútur og forðaðist að líta á áhorfendur. Þegar vart sýnilegt gasið fór að liðast upp horfði Cannon út um glerið, á áhorfendur og myndaði með vörunum orðin: „Þetta er ekkert mál.“ Þegar hann var við að mynda aðra setningu afmyndað- ist andlit hans – sýndi hvorki bros né grettu – og hann ranghvolfdi augunum. Síðan hneig höfuð hans niður að bringu. Nöturlegt dauðastríð Samkvæmt vitnisburði frá þessum atburði var dauðastríð Kessels ívið nöturlegra. Hann virtist reyna eftir fremsta megni að halda niðri í sér andanum. Þegar gasið fór að leika um hann stífnaði hann upp og greip um stólarmana þannig að hnúarnir hvítnuðu. Á rið 1937 höfðu nokkrir al- hörðustu fangar í hinu al- ræmda Folsom-fangelsi í Kaliforníu, ýmislegt á prjón- unum, hugnaðist enda lítt dvölin innan veggja fangelsisins. Um hádegisbil létu fangarnir til skarar skríða. Þeir voru Wesley E. Eudy, Clyde „Mad Dog“ Stevens, Albert Kessel, Fred Barnes, Robert Lee Cannon, Bennie Kucharski og Ed Davis. Undir því yfirskini að þeir þyrftu að fá viðtal við fangelsis- stjórann, Clarence A. Larkin, komu sjömenningarnir honum og William J. Ryan, yfirmanni fangels- isvarðanna, í opna skjöldu, vopn- aðir hnífum af ýmsum gerðum. Fangelsisstjórinn stunginn „Við ætlum út, skítseiðin ykkar,“ hvæsti Eudy og hann og félagar hans þrengdu að Larkin og Ryan inni á skrifstofu fangelsisstjórans. Ryan lét engan bilbug á sér finna og nánast gelti: „ Sleppið vopnunum og hunskist héðan út.“ Hann talaði fyrir daufum eyr- um og eins og gráðugir úlfar réð- ust þeir til atlögu gegn Larken sem mátti sín lítils gegn margnum. Larkin var stunginn tólf sinnum og lá óvígur. Ryan hafði verið haldið í skefjum á meðan af Davis en svo kom röðin að honum. „Þú munt gera það sem ég segi þér,“ urraði Davis á Ryan. „Við ætlum okkur út, skilurðu það – jafnvel þótt ég þurfi að drepa til þess.“ Frelsi hvað sem það kostar Ryan sá ekki ástæðu til að ef- ast um sannleiksgildi orða Davis. Hann vissi að Davis var enginn ný- græðingur þegar kom að morðum, mannránum, ránum og flótta úr fangelsum. Larkin vildi ekki játa sig sigraðan þrátt fyrir allt og sagði að fangarnir myndu aldrei sleppa: Ef þið tak- ið mig sem gísl munu verðirnir skjóta – þannig eru fyrirmælin.“ Stevens sagði að hann gæfi dauðann og djöfulinn í öll fyrir- mæli og ef þeir þyrftu að klofa yfir Larkin dauðan til að öðlast frelsi þá yrði svo að vera. Blekkingar Larkins Davis vafði vír um háls Larkins, aðferð sem hann fyrr meir hafði beitt til að fá sínu framgengt. „Þú færð Davis-meðferðina,“ sagði hann mjúkmáll. Hann bætti við að ef einhver varðanna færi að skjóta þá myndi Larkin ekki þurfa að kemba hærurnar. Þrátt fyrir að Larkin væri ekki uppgjöf í hug, þá lét hann í hið andstæða skína: „Þið vinnið strák- ar. Hvað gerist næst er undir ykk- ur komið.“ Davis skipaði Larkin að hringja í vörðinn í turninum fyrir ofan þá, Joe Brady, og skipa honum að láta skotvopn sitt síga niður. Síðan átti Larkin að sjá til þess að komið yrði með bifreið hans svo fangarnir gætu komist út um fangelsishliðið. Davis lagði áherslu á fyrirmælin með því að herða vírinn um háls Larkins. Vörður drepinn Með brögðum tókst Larkin að ná sambandi við Jack Whelan, úr- ræðagóðan ritara sinn, í stað Joe Brady og með því að tala undir rós setti hann Whelan inn í aðstæð- ur, en þóttist allan tímann vera að ræða við Brady. Síðan lagði hann símtólið á borðið, þannig að Whelan heyrði hvað sagt var, og sagði. „Brady neitar að afhenda riffilinn. Hann segist munu fylgja skrásettum fyrirmælum út í ystu æsar.“ Davis svaraði að bragði, og Whelan heyrði hvert einasta orð, að þeim væri fúlasta alvara. Nánast í sömu andrá hófu við- vörunarhornin upp söng sinn og 15 verðir með alvæpni komu sér fyrir fyrir ofan aðalhliðið. Auk þess ruku verðir að skrif- stofu Larkins og ruddist einn þeirra, H.E. Martin, inn, þrátt fyrir viðvörun Larkins. Martin var yfir- bugaður af sjömenningunum og stunginn til bana. Narraðir út á opið svæði Eftir að hafa banað Martin sneru fangarnir sér að Larkin og létu bræði sína bitna á honum og veittu honum fleiri stungusár. 13 vinir og ættingjar „Rugeley-eiturbyrlarans“ Williams Palmer guldu fyrir fjárþörf hans með lífinu. Morðin framdi Palmer, sem var læknir, á árunum 1846–1855. Palmer líftryggði væntanleg fórnarlömb og eitraði svo fyrir þeim með strikníni. Hann var hengdur 14. júní 1856.Sakamál UppreiSn í FolSom-FangelSinU n Sjö fangar í Folsom ákváðu að brjótast út í frelsið n Við tók blóðug atburðarás n Verðirnir voru afburðaskyttur n Blýfylltar kylfur og beittar breddur „Cannon út um glerið, á áhorf- endur og myndaði með vörunum orðin: „Þetta er ekkert mál.“ Fangelsisgarðurinn í Folsom Hér var uppreisnin leidd til lykta.„Við drepum Larkin ef þú lætur okkur ekki fá riffilinn þinn. Robert Lee Cannon.Albert Kessel. Clyde „Mad Dog“ Stevens. Wesley E. Eudy.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.