Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Side 51
lífsstíll - bleikt 5116. mars 2018 var settur á höfuð hennar og mun hún þurfa að hafa hann alla ævi, hann hjálpar henni að losa vatnið og líða vel.“ Kolbrún segir að það hafi verið virkilega erfiður tími þegar Salka greindist og telur hún ekki að heyrnarleysið spili þar inn í. „Þú getur ímyndað þér höfn­ unartilfinninguna sem ég fékk sem móðir barnsins. Hún brosti ekki, horfði ekki á mig og vildi ekki tala við mig. Salka var mjög háð mér en ég mátti samt ekki snerta hana, það er mjög skrítið. Hún var mikil mannafæla og strax frá tveggja mánaða aldri stirðn­ aði hún upp, skalf og ældi ef ein­ hver annar en ég tók hana upp. Ég var skömmuð fyrir að hafa gert barnið háð mér en ég vissi að henni leið illa. Eftir aðgerðina var þetta líka mjög erfitt en mér fannst ég vera að fá nýtt barn. Fannst ég vera að kveðja Sölku mína og fá nýja Sölku, það er erfitt að útskýra þetta. Eftir aðgerðina grét Salka miklu meira og það var stutt í spunann hjá henni. Í þrjá mánuði hélt hún líka áfram að æla en hún var bara að jafna sig eftir aðgerðina, svo fékk hún rétta stillingu á ventilinn og þá varð hún allt önnur. Þetta var í raun eins og þrjú tímabil í lífi hennar.“ Lítill munur á því að eiga barn heyrnarlaus Kolbrún telur að það sé ekki mik­ ill munur á milli þeirra sem eru heyrnarlausir og þeirra sem heyra þegar kemur að barneignum og uppeldi. „Það er til barnapíutæki fyrir heyrnarlaust fólk, í staðinn fyrir að það komi hljóð þá titrar tæk­ ið og ég hef það alltaf á mér þegar ég sef. Ég held að það sé enginn munur á því að eiga barn heyrnar­ laus eða ekki, við skynjum auðvit­ að öðruvísi en fólk sem heyrir en í heildina er þetta nákvæmlega eins. Fólk sem heyrir nemur bet­ ur grátinn hjá barninu en við not­ um sjónina og tökum eftir hlutum. Ég hugsa því að þetta sé í raun ná­ kvæmlega eins.“ Dætur Kolbrúnar læra táknmál á undan tali og hefur hún engar áhyggjur af því. „Barnið á ömmur og afa, frænd­ fólk og leikfélaga og þau læra fljót­ lega að tala í kringum þau. Einnig er sjónvarpið, tónlistin, búðar­ ferðir, afmæli og fleira þar sem þau heyra náttúrlega allt.“ Gaman að eiga heyrnarlausa móður Kolbrún segir að henni finnist ekki erfitt að vera einstæð móðir og að hún fái góða hjálp þegar hún þarf. „Ég fæ pössun af og til eins og all­ ir aðrir og ég get alltaf fengið neyðar­ túlk þegar þannig ber við. Stundum hefur það komið fyrir, ef ég þarf til dæmis að fara með Sölku til læknis, að þeim finnist óþarfi að hafa túlk með en það finnst mér mikil höfn­ un. Ég held að það sé vegna þess að ég get talað og skil fólk en ég get auðveldlega misskilið upplýsingar ef ég er ekki með túlk með mér. Ég þarf því yfirleitt að útskýra að ég eigi rétt á því að hafa túlk með mér og þá fæ ég hann að lokum.“ Viktoría, eldri dóttir Kolbrún­ ar, segist hafa gaman af því að eiga heyrnarlausa móður þar sem fólk sé ófeimið við að spyrja hana ýmissa spurninga um móð­ ur hennar. „Hún þekkir auðvitað ekki ann­ að en hún er ófeimin að svara spurningum sem hún fær varð­ andi heyrnarleysi mitt. Ég var með föður hennar þar til hún var eins árs en þá slitum við samvistir og hef ég verið einstæð síðan þá og líkar það mjög vel,“ segir Kolbrún með bros á vör. n „Það var ekki fyrr en hálfu ári síðar sem mark var tekið á mér og hún fór í rannsóknir. Mæðgurnar Kolbrún með dætrum sínum tveimur þeim Viktoríu og Sölku Mynd SiGtryGGur Ari Guðrún Helga fékk átkastaröskun í kjöl- far þátttöku í fitness Guðrún Helga Fossdal Reynis­ dóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á fitness og hefur sjálf tekið þátt í keppninni. Það sem hún gerði sér þó ekki grein fyrir var að í kjölfar þátttöku hennar þróaði hún með sér át­ kastaröskun sem hefur eyðilagt frama hennar í íþróttinni. „Átkastaröskunina þróaði ég með mér eftir að ég fór í fitness vegna þess að ég var og er með átröskun, ekki vegna þess að ég fór í fitness. Ég er með óheil­ brigða ímynd gagnvart mat og líkamsrækt. Ég á yfir höfði mér margra ára meðferð til þess að fá allt í jafnvægi aftur. Ef ég hefði hlustað á sjálfa mig frá byrjun og viðurkennt um leið að ég ætti við átröskun að stríða og hefði tekið á því áður en ég tók þátt í fitness þá hefði ég öðlast meiri frama,“ segir Guðrún. Dóttir Sigrúnar fæddist andvana eftir fulla meðgöngu Sigrún Ásta Brynjarsdóttir varð ólétt að dóttur sinni í júní árið 2016. Meðgangan gekk vel, dóttir þeirra stækkaði mikið og allt stefndi í að lífið yrði full­ komið fyrir þau hjónin. Þegar Sigrún var gengin fulla meðgöngu áttaði hún sig á því að hún hafði ekki fundið neinar almennilegar hreyfingar og fór að hafa áhyggjur. Sigrún og maðurinn hennar ákváðu að fara upp á deild og láta skoða hana. „Í ljós kom að þessar áhyggj­ ur áttu rétt á sér. Það fannst engin hjartsláttur og í staðinn fyrir að eignast lítið kríli eign­ uðumst við lítinn engil. Það kom í ljós í fæðingunni sjálfri, sem gekk að flestu leyti mjög vel að hún hafði „bara“ flækt sig í naflastrengnum. Hún var fullkomin að öllu öðru leyti og þetta var bara slys, því miður.“ Sigrún segir virkilega erfitt að vinna úr áfallinu en hún varð barnshafandi fljótlega aft­ ur og nú eiga þau hjónin 10 vikna gamla stúlku. Vinsælast í vikunni á Bleikt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.