Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 61
16. mars 2018 61
að bæta stöðuna til muna, að
eins með því að kanna hvert pen
ingarnir fara og gera viðeigandi
breytingar,“ segir hann og vitnar
í rannsókn sem gerð var við Við
skiptaháskólann í Kaupmanna
höfn. Þar var gerður samanburð
ur á sparnaði þeirra sem skráðu
sig inn á smáforritið og héldu síð
an áfram að nota það, – og svo
þeim sem skráðu sig en notuðu
ekki áfram.
„Þeim reiknaðist til að þau sem
notuðu smáforritið reglulega,
spöruðu að minnsta kosti 300
krónur við hverja innskráningu.
Sparnaðurinn fékkst aðallega með
því að sleppa við að borga yfir
dráttargjöld, vexti og þess háttar.“
Sparaði 200.000 í áSkriftir
Finnur bendir á að mjög margir
séu nánast að kasta peningum
út um gluggann með því að fylgj
ast ekki með kortayfirliti hjá sér.
Fólk sé til dæmis að greiða alls
konar áskriftir af afþreyingarefni
á netinu án þess að njóta þess
en með því að segja einhverju af
þessu upp sé hægt að spara nokk
uð háar upphæðir á ári.
„Ég talaði til dæmis við einn
sem sparaði sér 200.000 krónur á
ári með því að segja upp alls konar
svona áskriftum. Þetta gerði hann
bara fyrir hádegi. Settist niður fyr
ir framan tölvuna. Skoðaði í hvað
peningarnir voru að fara og sagði
svo upp því sem enginn var að
nota,“ segir Finnur en sjálfur er
hann bara með áskrift að Net
flix og Spotify og hjólar yfirleitt í
vinnuna.
Notar 30.000 króNur í
leigubíla á máNuði
„Þegar ég fór að skoða bensín
kostnaðinn hjá mér komst ég að
því að ég var að eyða að minnsta
kosti 30 þúsund krónum í bensín
á mánuði. Ég ákvað því að prófa
að nota frekar 30.000 eða minna
í leigubíla og spara það sem fer í
rekstur og tryggingar á bílnum.
Nú nota ég aðallega reiðhjól til
að komast á milli staða, strætó
og leigubíla. Auðvitað er frekar
krefjandi að gera svona lífsstíls
breytingar og fólk þarf að peppa
sig svolítið upp í það, en það
margborgar sig þegar fram líða
stundir,“ segir Finnur og bætir við
að samkvæmt rannsóknum Men
iga séu flestir Íslendingar til í að
breyta venjum sínum þegar safn
að er upp í útborgun á nýju hús
næði.
„Flestir sem eru að safna sér
peningum á Íslandi eru að því
til að eiga fyrir nýrri íbúð. Þá er
fólk að leggja kannski helm
ing launanna fyrir, lifir spart og
þykir það ekkert til að skamm
ast sín fyrir. Hér á Íslandi hefur
hins vegar alltaf verið mikil lífs
stílspressa í gangi og fólk ber sig
kannski óþarflega mikið saman
við lífsstíl náungans en áttar sig
kannski ekki á því að mögulega
er lítil innistæða fyrir eignum
hans.“
fá Sjokk yfir því hverSu
mikið fer í matariNNkaup
Spurður að því hvað hann ráð
leggi venjulegu fólki að gera til
að ná tökum á peningamál
um sínum og koma sér úr mín
us í plús segir hann það í raun
frekar einfalt.
„Útgangspunkturinn er
auðvitað alltaf að eyða minna
en maður aflar. Svo er það al
gjört grundvallaratriði að vita
hver útgjöldin eru í hverj
um mánuði, hversu mikið af
peningum er væntanlegt um
mánaðamót, – og svo er bara
að passa að eyða ekki meira en
maður aflar. Næstu skref eru síðan
að brjóta neysluna niður. Skoða
í hvað peningarnir eru fara. Föt,
tryggingar, veitingastaðir? Hvað
ertu að gera við peningana þína?
Veistu það? Fólk fær stundum al
gjört sjokk þegar það áttar sig á
hverju það er að eyða í mat og
veitingastaði og mörgum finnst
erfitt að horfast í augun við það.“
peNiNgar meira
tabú eN kyNlíf
Að lokum ræðum við aðeins
leyndina sem vanalega er í háveg
um höfð þegar kemur að peninga
málum landans en að sögn Breka
Karlssonar, hjá Stofnun um fjár
málalæsi, er líklegra að íslenskir
foreldrar séu til í að ræða kyn
lífsmál við börnin sín frekar en
fjármálin. Flestir vinnuveitend
ur biðja starfsmenn að ræða ekki
launatölur sín á milli og persónu
leg fjármál eru ekki kennd í grunn
skólum.
„Þetta er undarlega mikið
feimnismál og sjálfur hef ég
stundum stuðað vinahópinn með
því að bera saman útgjöld okkar.
Vinafólk mitt varð til að mynda
ekkert sérstaklega sátt að heyra að
ég eyddi þrjátíu prósentum minna
í mat á mánuði bara með því að
plana matarinnkaupin fyrirfram.
Svo heyrði ég af einhverju kaffi
stofuspjalli þar sem tveir Meniga
notendur voru að bera saman töl
ur. Einn ók um á Yaris meðan hinn
átti tvo ameríska bensíntrukka. Sá
fékk áfall þegar hann heyrði hvað
eigandi Yaris var að nota í bens
ín á mánuði, rauk til og seldi ann
an bílinn og skellti sér svo í góða
utan landsferð.“
Sparaði 200.000
krónur fyrir hádegi
5 Skref til að ná betri
tökum á fjármálunum
finnur pálmi hjá meniga leggur til að við gerum
eftirfarandi til að ná betur utan um peningamálin.
1. tékkaðu á stöðunni tvisvar í viku
Hvað ertu með í tekjur og hver eru útgjöld þín? Skoðaðu þetta tvisvar sinnum
í viku. Ef þú gerir það þá er hægt að forðast að safna upp sektum og lenda í
óþarfa vandræðum.
2. eyddu minna en þú aflar
Þegar þú veist hvað þú ert með í tekjur og hver útgjöldin eru þá er næsta skref
að eyða minna en maður aflar.
3. Settu restina í sparnað
Ef þér tekst að eyða minna en þú aflar, þá skaltu taka afganginn og leggja inn á
sparnaðarreikning.
4. búðu til varasjóð
Safnaðu upp í ein eða tvö mánaðarlaun til að bregðast við óvæntum útgjöldum.
Ef þú gerir það þá þarftu ekki að taka yfirdrátt þegar ísskápurinn eða bíllinn
bilar.
5. breyttu um venjur
Skipuleggðu matarinnkaupin betur. Prófaðu að vera án tveggja bíla í einn
mánuð og sjáðu hvernig gengur. Finndu leiðir til að skora á
sjálfa/n þig og breyta út af vananum.
„hér á Íslandi
hefur hins
vegar alltaf verið mikil
lífsstílspressa í gangi
og fólk ber sig kannski
óþarflega mikið saman
við lífsstíl náungans en
áttar sig kannski ekki á
því að mögulega er lítil
innistæða fyrir eignum
hans.
Sparnaður
Finnur Pálmi segir
að með því að gera
örlitlar breytingar
á venjum og háttum
geti fólk sparað sér
háar fjárhæðir á
hverju ári. Sjálfur
á hann ekki bíl en
notar aftur á móti
um 30.000 krónur á
mánuði í leigubíla.
Mynd Sigtryggur Ari
fjármálapabbi Finnur Pálmi með dóttur sinni Sögu.