Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 16
16 23. mars 2018fréttir Í slenskt dýralíf er frekar fábreytt í stóra samhenginu ef frá er talið fugla- og fiskalíf. Villt landspendýr eru hér aðeins sex auk tveggja selategunda sem kæpa með fram ströndum. Skrið- dýr og froskdýr eru hér engin. Þess vegna bregður fólki þegar erlenda gesti ber að garði líkt og þvottabjörninn sem skotinn var á Reykjanesi í vikunni. Dýrið er nú til rannsóknar í tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Þar verð- ur það aldursgreint, kyngreint og skimað fyrir sjúkdómum. Enn sem komið er er ekkert vitað um uppruna dýrsins. Kristinn Skarp- héðinsson hjá Náttúrufræðistofn- un Íslands segir: „Það eina sem hægt er að segja á þessari stundu er að þvottabjörninn hefur feng- ið einhvers konar aðstoð við að koma hingað. Við krufningu er hægt að sjá hvort dýrið sé örmerkt og hafi verið haldið sem gæludýr.“ Eru einhverjar hættur sem fylgja þvottabjörnum? „Það er alltaf hætta á veiru- og bakteríusýkingum á borð við hundaæði sem berast hingað með spendýrum. En þessi dýr eru ekki hættuleg mönnum að öðru leyti frekar en til dæmis hundar. Fólk sem hefur búið erlendis kannast við þá í kringum öskutunnur og víða. Þetta eru dýr sem búa í miklu nábýli við manninn og það er sjaldan kvartað undan þeim. En feldurinn er litaður eins og þeir séu með ræningjagrímur og þess vegna er ýmis þjóðtrú tengd þeim.“ Gætu þeir orðið landlægir hér? „Það er erfitt að segja. Þeir lifa á svæðum þar sem veturnir eru kaldari en á Íslandi og þetta eru alætur þannig að það er ekk- ert ólíklegt að þeir gætu lifað af hérna. En hérna vantar skóglendi sem þeir eru hrifnir af að lifa í og ég get full- yrt að þetta svæði á Reykjanes- inu var ekki heppilegasti staður- inn til að byrja búskap.“ Hérar Árið 1784 var gerð tilraun til að gera héra að landlægum dýrum á Íslandi. Ekki er mikið vitað um þá tilraun annað en að þeim var sleppt í ein- hverjum skógi en síðan fréttist ekk- ert meira af dýrunum. Sumir telja að hérarnir hafi orðið tófunni að bráð. Um miðja 19. öld var norskum hér- um sleppt í Færeyjum og gafst það vel. Hérar eru nú landlægir þar og vinsælir til skotveiða. Árið 1861 var færeyskum hérum sleppt í Viðey en þar ollu þeir svo miklum skaða í æðarvarpinu að gripið var til þess ráðs að skjóta þá alla. Ýmsar óstað- festar fregnir eru til af innflutningi héra eru til síðan þá en einu stað- festu tilraunina gerði Ársæll Árna- son bókbindari árið 1932. Hann fékk leyfi frá Alþingi til að flytja inn snæhéra frá Grænlandi en ekkert varð af innflutningnum. Þvottabirnir Ársæll Árnason flutti inn sjö þvottabirni frá Þýskalandi árið 1932 og hafði þá fyrst um sinn sem gæludýr á heimili sínu í Reykjavík. Þar fjölguðu þeir sér og voru loks flestir fluttir á loðdýrabú á Hofstöðum í Garða- bæ þar sem þeir voru hafðir til skemmt- unar í um áratug. Þrjá birni sendi Ársæll til systur sinnar í Vest- mannaeyjum en sú vist reyndist erfiðari. Birnirnir áttu það til að flýja vistarverur sínar og skömmu seinna drápust þeir allir. Þrír þvottabirnir voru fluttir til lands- ins árið 1975 til að vera sýningar- dýr á Sædýrasafninu en einn þeirra slapp og var skotinn í verksmiðju Lýsis og mjöls áður en hann komst á safnið. Nýlega fannst þvottabjörn á Reykjanesi og var samstund- is skotinn. Ekki er vitað hvernig björninn komst til landsins. Sauðnaut Árið 1928 fengu Ársæll Árnason og nokkrir aðrir áhugamenn um auðgun íslenskrar fánu leyfi og styrk frá ríkisstjórninni til að veiða og flytja inn sauðnaut frá Græn- landi. Gerðu þeir út bátinn Gotta og sigldu vestur ári síðar til að veiða dýrin. Fundu þeir hjörð og drápu öll fullorðnu sauðnautin en sneru heim með sjö kálfa. En inn- an tveggja ára voru þeir allir dauð- ir úr sjúkdómum. Íslendingar voru þó ekki af baki dottnir enda sauð- naut mjög vinsæl dýr til veiða. Sjö dýr voru flutt inn frá Nor- egi en þau fóru á sömu leið og þau grænlensku. Dýrin voru um tíma geymd á Austur velli og fólk safnaðist saman til að berja þessar furðuskepnur augum. Þá voru nokk- ur dýr send á Gunnars- holt í Rangárvallasýslu en öðrum sleppt í Skorradal. Þrátt fyrir þessar misheppn- uðu tilraunir er enn talað um að flytja inn sauðnaut, bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Froskar Árið 1895 flutti danski læknirinn Edvard Ehlers inn froska til Íslands er hann kom hingað til að athuga með heilsufar Íslendinga og gera úttekt á holdsveikisjúklingum. Ehlers hugðist sleppa froskunum við Þingvallavatn þar sem þeir áttu að aðlagast náttúrunni og halda niðri mývargi. Um var að ræða 40 danska og 100 þýska froska sem veiddir voru í tjörnum. Dönsku froskarnir drápust samstundis í skipinu en þeir þýsku voru sterk- ir og harðgerðir og lifðu ferðina af. Þegar ferðaplön Ehlers breyttust var ákveðið að sleppa froskunum frekar í Laugardalnum. Þangað stukku þýsku froskarnir en sáust svo ekki meir. Sennilega hafa ver- ið gerðar frekari misheppnaðar til- raunir til að gera froska að villtum dýrum á Íslandi enda eru þeir vin- sæl gæludýr í dag. Fashanar Fyrsta og síðasta íslenska fashana- búið var stofnað á Tókastöðum í Fljótsdalshéraði árið 1998. Það voru hjónin Skúli Magnússon og Anna Einarsdóttir sem komu bú- inu á legg eftir að hafa staðið í miklu stappi við yfirvöld. Hjónin sóttu 100 egg til Svíþjóðar og klökt- ust þau hér út. Skúli sótti einnig um leyfi til að sleppa fuglunum lausum út í náttúruna enda eru þeir einhverjir vinsælustu fuglar til skotveiði í Evrópu. Það gekk þó ekki eftir og þegar Skúli féll frá árið 2003 hætti Anna að rækta fashan- ana á búinu. Fashanar hafa sést af og til á Íslandi síðan, oftast ná- lægt sumarhúsabyggðum á Suður- landi. Enginn sambærileg tilraun og hjónanna hefur þó verið gerð. n gætu MÖguLEgA LifAð á ÍsLAndi Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is n Tilraunir með ýmis dýr n Þvottabirnir, hérar, sauðnaut, froskar og fashanar Þvottabjörn Skotinn við Hafnir á Reykjanesi. MYND TENGIS EFNI EKKI BEINT Fashani Bændablaðið 16. mars 1999Sauðnaut Ný saga 1. janúar 1998 Snæhéri svo allt gangi smurt l Öryggisvörur l Efnavörur l olíuvörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.