Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 56
56 23. mars 2018 Menning „Hér sitja þrjár manneskjur og á ca þrem mínútum reyna þær að setja norðurlandamet í að ryðja út úr sér einhverri „greiningu“ eða skoðun á listaverki sem tók þrjú ár að fjármagna og búa til.“ Leikstjórinn Vignir Rafn Valþórsson kvartaði á Facebook yfir því sem honum fannst vera snubbótt umfjöllun Menningarinnar í Kastljósinu á RÚV um verkið Hans Blær eftir Eirík Örn Norðdahl, sem sett er upp í Tjarnarbíói af leikhópnum Óskabörn Ógæfunnar. Í gegnum aldirnar er varla hægt að segja að nokkur Íslendingur hafi haft sérstök áhrif á, eða eigi hlutdeild í, sögu vestrænnar heimspeki. Heimspekihefðin hef­ ur að langmestu leyti þróast og dafnað á meginlandinu úr seil­ ingarfjarlægð frá íslenskum áhrif­ um, og tengsl Íslendinga við helstu hugsuði heimspekinnar verið lítil sem engin. Guðfræðingur­ inn Magnús Eiríksson er líklega einn af örfáum menntamönnum frá eyjunni sem getur talist hafa átt í fræðilegum skoðanaskiptum við einhvern af risum vestrænnar heimspeki, en hann var samtíma­ maður, samnemandi og gagn­ rýnandi danska guðfræðings­ ins og tilvistarspekingsins Sørens Kierkegaard. Vegna óvenjulegra og frum­ legra trúarskoðana sinna var Magnús jaðarsettur og hunsað­ ur í lifanda lífi og lengi vel minnst sem nokkuð harmrænnar fígúru. Á undanförnum árum hefur áhugi á framsæknum kenning­ um Magnúsar og tengslum hans við Kierkegaard hins vegar aukist á ný. Nýlega kom út safn ritgerða um guðfræði Magnúsar á ensku og á föstudag verður haldið mál­ þing í Háskóla Íslands um þenn­ an gleymda samtíðarmann Sørens Kierkegaard. Blaðamaður DV kynnti sér Magnús Eiríksson og ræddi í þeim tilgangi við Guðmund Björn Þor­ björnsson, doktorsnema í heim­ speki og einn fyrirlesara á mál­ þinginu. Gegn meginstraumnum Magnús Eiríksson fæddist árið 1806, bóndasonur frá Skinnalóni á Melrakkasléttu, elstur fimm syst­ kina. Hann stundaði nám við Lat­ ínuskólann á Bessastöðum og starfaði um nokkurra ára skeið sem skrifari stiftamtmanns áður en hann hélt til Kaupmannahafn­ ar árið 1831 til að nema guðfræði, með stuðningi fyrrverandi vinnu­ veitanda síns. Hann stóð sig vel í skóla og eftir að hann útskrifaðist árið 1837 varð hann vinsæll einka­ kennari, annálaður fyrir mikla þekkingu á bæði Nýja og Gamla testamentinu og færni í ritskýring­ um. Magnús var í hringiðunni á því sem hefur verið kallað „danska gullöldin,“ en svo hefur fyrri hluti 19. aldarinnar oft verið nefndur vegna hinnar miklu grósku sem var í menningar­ og menntasam­ félagi Danmerkur á tímabilinu. Eins og annar nýútskrifaður guð­ fræðingur frá Háskólanum í Kaup­ mannahöfn, Søren Kierkegaard, var hann reyndar gagnrýninn á þá hugmyndastrauma sem voru ríkj­ andi í danskri menningarumræðu undir lok fjórða áratugarins, en þá voru áhrif þýska heimspekingsins G.W.F. Hegel orðin alltumlykjandi. „Guðfræðin í Kaupmannahöfn á þessum tíma var undir mikl­ um áhrifum frá Hegel og var köll­ uð spekúlatíf guðfræði. Þetta var mjög kerfisbundin hugsun og fólst í því að reyna að setja allan veruleikann – og þar með talinn Guð – í ákveðið kenningakerfi,“ segir Guðmundur Björn um hug­ myndalega landslagið í Kaup­ mannahöfn á þessum tíma. „Ráðandi fígúrur í dönsku menntalífi aðhylltust þessa hugs­ un, í guðfræðinni voru það Hans Lassen Martensen, og Mynster biskup og í bókmenntaranninum voru menn eins Johan Ludvig Hei­ berg undir miklum áhrifum frá Hegel.“ Bæði Magnúsi og Kierkegaard fannst ómögulegt að troða Guði og trúnni í díalektískt kerfi Hegel, en þó af ólíkum ástæðum. Trúarheimspeki Magnúsar gekk út að trúna væri hægt að nálgast með skynsemi og hún þyrfti aldrei að stangast á við reynsluheim okkar, en í huga Kierkegaard var spurn­ ingin um Guð og sannleikann ekki einhver heilaleikfimi heldur fór hún að hans mati fram á sviði til­ vistarinnar sjálfrar. Yfirgefinn, fátækur, kærður Magnús Eiríksson var frjálslynd­ ur og aðhylltist frelsi í trúarlegri hugsun. Í deilum sem hófust á fimmta áratugnum um barna­ skírn í Danmörku tók hann til að mynda afstöðu á móti harka­ legum refsiaðgerðum gegn þeim sem ekki vildu láta skíra börn sín. Ekki nóg með að honum fannst ómögulegt að kirkjan neyddi fólk til að stunda trúna á tiltekinn hátt heldur komst hann að því að þessi tiltekni háttur átti við engin biblíu leg rök að styðjast – postul­ arnir höfðu hvorki stundað barna­ skírn eða boðað hana. Í þessum deilum fór hann fljótt að beina ritum sínum að Hans Lassen Martensen, sem var þá orðinn vinsæll og áhrifamik­ ill prófessor við guðfræðideildina og hafði tekið þátt í að réttlæta að­ gerðir yfirvalda gegn baptistun­ um svokölluðu. Næstu árin gerði Magnús lítið annað en að gagn­ rýna guðfræði (og persónu) Mar­ tensen, með æ heiftúðlegri skrif­ um, en viðfangið hunsaði skrif hans nær algjörlega – Magnúsi til mikillar gremju. Þessi skrif bökuðu Magnúsi miklar óvinsældir og urðu meðal annars til þess að nemendur hættu að sækja í kennslu hjá hon­ um. Þar með missti hann stóran hluta tekna sinna og sökk smám saman í skuldafen okurlánara. Gagnrýnin fór einnig að beinast að biskupi og kóngi og var Magn­ ús loks kærður fyrir orð sín. Mál­ ið var reyndar látið niður falla eft­ ir að Kristján 8. konungur lést og sonur hans, hinn frjálslyndi Frið­ rik 7., tók við. „Þeir eiga það sameiginlegt Magnús og Kierkegaard að þeir voru mjög jaðarsettir af dönsku menningarelítunni á þessum tíma – enda ráðast þeir báðir gegn ríkjandi öflum, bæði gegn hinni hegelísku nálgun á guðfræði og Á spássíu heimspekisögunnar Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is n Guðfræðingurinn Magnús Eiríksson tókst á við samnemanda sinn, Søren Kierkegaard n Framsækinn hugsuður sem var hunsaður og jaðarsettur „Þeir eiga það sam­ eiginlegt Magnús og Kierkegaard að þeir voru mjög jaðarsettir af dönsku menningar­ elítunni. Guðmundur Björn Þorbjörnsson Doktorsnemi í heimspeki. Gullöld mennta og menningar í Danmörku Herbergi lærdómsmanns í Kaupmannahöfn á svipuðum tíma og Magnús Eiríksson stundaði guðfræðinám í borginni. Málverk frá 1829 eftir Wilhelm Bendz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.