Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 27
fólk - viðtal 2723. mars 2018
Vinkonur hvöttu hann áfram
„Ég finn það þegar ég tala við menn
sem eru ekki femínistar að þeir
skynja þetta ekki. Þetta er ekki í
heilabúinu þeirra, þannig að það
er ekkert skrítið að þegar ég tala
um að eitthvað sé kynjað þá átta
þeir sig ekki á hvað ég er að tala
um. Þeir þurfa að hafa lært það eða
fengið einhvers konar snertingu af
því. Ég hvet þá menn sem eru efins
um kynjakerfið og ógnartök feðra-
veldisins á okkur karlmönnunum
að prófa að naglalakka sig. Þá finna
þeir þetta vonandi á eigin skinni.“
Í kjölfar átaksins með nagla-
lakkið kynntu vinkonur Þorsteins
femínisma fyrir honum og hvöttu
hann áfram í að tala um karl-
mennskuna. „Ég hef unnið í því í
fjögur ár að móta hvernig ég á að
tala um karlmennskuna og femín-
isma við ungt fólk og aðra karl-
menn. #Karlmennskan gerist ekki
í neinu tómi, þetta á sér forsögu
þótt þetta hafi sprungið út núna á
samfélagsmiðlum. Margar konur
eiga skilið miklar þakkir. Þórdís
Elva Þorvaldsdóttir hefur hvatt
mig áfram og klárlega Sóley Tóm-
asdóttir. Sigga Dögg kynfræðingur
hefur pressað á mig að koma karl-
mennskunni frá mér, líka Unnur
Gísla, kennari í Borgó. Hanna Björg
Vilhjálmsdóttir var með mér á ráð-
stefnu 2014 þar sem hún útskýrði
almennilega fyrir mér femínisma.
En sennilega hefur unnusta mín,
Hulda Tölgyes, kennt mér hvað
mest um karlmennskuna í tengsl-
um við femínisma
Ég verð líka að nefna Hildi
Lillien dahl. Til að byrja með skildi
ég ekki hvers vegna Hildur var
að koma óorði á femínisma, en
þegar ég vaknaði til vitundar átt-
aði ég mig á því hversu mikið þrek-
virki og kraftaverk hún hefur gert í
femínisma á Íslandi. Hún og þess-
ar konur sem ég hef nefnt hafa
orðið til þess að ég get tekið þessa
umræðu núna.“
Hvað er femínismi í þínum huga?
„Femínismi fyrir mér snýst
um að viðurkenna að veruleikinn
sé kynjaður, femínismi snýst um
að karlar og konur séu ekki í eðli
sínu ólík. Ég hafna því að karlar
séu „svona“ og konur séu „svona“.
Femínismi gengur út á að viður-
kenna feðraveldið og áhrif þess á
okkar líf. Feðraveldið bitnar mest
og verst á konum, en það bitnar á
öllum, líka á körlum. Feðraveldið
elskar hefðbundna karlmannlega
karla og jaðarsetur allt sem ekki
er ráðandi karlmennska, þess
vegna er svo ótrúlega mikilvægt að
taka umræðuna um hvað sé karl-
mennska.“
Frjáls undan oki feðraveldisins
Þorsteinn segir erfitt að skilgreina
karlmennsku, það sé hins vegar
auðvelt að skilgreina hvað sé ekki
karlmennska. „Það er að nagla-
lakka sig, vera of kvenlegur, vera
með of lítið typpi, vera óhand-
laginn, þarna er ekki karlmennska.
Það er þessi skaðlega eitraða karl-
mennska, að ætla öllum körl-
um að uppfylla kröfuna um að
hina ráðandi karlmennskuímynd.
#Karlmennskan fjallar akkúrat um
að fá meira frelsi.“
Þorsteinn leggur hendurnar á
kaffibollann sinn. „ Karlmennskan
í dag rúmast í þessum bolla. Mark-
mið mitt er að brjóta þennan
bolla, því karlmennskan getur ver-
ið alls konar,“ segir Þorsteinn og
leggur hendurnar á borðið.
„Karlmennskan er að mínu viti
það að lifa í sátt við sjálfan þig, til-
finningar þínar, hugmyndir þínar
um sjálfan þig og lifa í sátt við það
sem þú ert. Og gera það í sátt og
samlyndi við þá sem eru í kring-
um þig. Karlmennskan mín felst í
að vera ábyrgur, tveggja barna faðir,
taka ábyrgð á heimilinu, sýna kon-
unni minni ást og einlægni þannig
að hún geti verið einlæg við mig.
Karlmennskan mín snýst um að
vera frjáls undan oki feðraveldisins.“
Hann segist alls ekki vera að
fordæma „masculine“ karla. „Ég
er ekki að segja að allir karlmenn
sem uppfylla þessa staðalmynd af
karlmennskunni séu skaðlegir. Ég
er hins vegar á móti því að það eigi
að vera ráðandi viðmið um hvern-
ig ég eigi að haga mér. Það að ég
sé óhandlaginn, kunni ekki á bíla,
sé ekki með sixpakk og hafi ekki
áhuga á fótbolta og elski Celine
Dion, þá sé ég ekki nógu mikill
maður, ég er að hafna því.“
Karlmenn eru ekki eitraðir
Skrif Þorsteins hafa vakið nokkra
athygli að undanförnu, þar á með-
al pistill hans um teiknimyndina
Lói – þú flýgur aldrei einn. Hann
hefur fengið á sig harða gagnrýni,
þar á meðal í útvarpsþættinum
Harmageddon á X-inu þar sem
gert var óspart grín að pistlinum.
Þorsteinn tekur það ekki nærri
sér þótt hann viðurkenni að hon-
um þyki neikvætt umtal óþægi-
legt. „Við þurfum, nei, við verðum,
að afpólarísera umræðuna um
femínisma og um það þegar við
erum ósammála í grunninn. Við
verðum að læra að tala saman um
hlutina.
Ég hef aldrei talað við Frosta á X-
inu um femínisma, ég hef bara feng-
ið sendar upptökur af honum þar
sem hann er stóryrtur um það sem
ég stend fyrir. Ég fór í Harmageddon
á mánudaginn og talaði þar við
Mána. Þá gat ég skilið hvaðan hann
er að koma, ég skil að menn rísi upp
á lappirnar þegar þeir upplifa árás
á eigin sannfæringu. Þegar ég tala
um eitraða karlmennsku, þá er ég
ekki að tala um að allir karlmenn
séu eitraðir eða karlmennskan yfir-
höfuð sé eitruð. Ef við hins vegar
afneitum því að við búum í kynjuð-
um veruleika þá verðum við bara að
lesa aðeins betur.
Það er eitthvað skrítið að þegar
um 90% þeirra sem leita til Stíga-
móta eru konur og 96% gerenda
eru karlar. Kynbundið ofbeldi
er plága í heiminum, við sjáum
það svo augljóslega í kjölfarið á
#MeToo-byltingunni.“
Tengdi mest við Vinstri græn
Þorsteinn var óskrifað blað í
stjórnmálum þangað til fyrir
þremur árum þegar hann gekk
til liðs við Vinstri græn, en í dag
er hann varaþingmaður flokks-
ins. „Ég hitti fólk, las stefnur, er ég
Sjálfstæðismaður, Framsóknar-
maður, Pírati? VG átti við mig,
meðal annars vegna þess að það
var eini flokkurinn sem var með
femínisma sem grunngildi og ég
gat tengt mín eigin grunngildi við
gildi hreyfingarinnar.“
Stefnir þú á þing?
„Ég fann það að sem starfs-
maður í félagsmiðstöð komst ég
ekki alla leið með að mæta vanda
ungs fólks. Ég stefndi að því að
verða forstöðumaður, svo varð
ég deildarstjóri þar sem ég fór
að vinna meira með stjórnmála-
mönnum. Þá fékk ég hugmyndina
um að það gæti orðið áhugavert að
fara í stjórnmál. Eitt hefur leitt af
öðru, þannig að í dag, þá sé ég fyrir
mér að ég gæti lagt eitthvað að
mörkum á pólitískum vettvangi.“
Ekki boðberi heilags sannleika
Átakið #Karlmennskan hefur
vakið mikla athygli síðustu daga,
átakið byrjaði með færslu á Face-
book þann 13. mars. Færslunni
hefur verið deilt á Facebook meira
en 270 sinnum og hefur einnig
vakið mikla athygli á Twitter.
„Konur elskuðu þetta til að byrja
með, voru að „læka“ og deila. Karl-
ar fara ekki að deila fyrr en aðeins
seinna og þá aðallega á Twitter.
Síðustu daga hafa komið fleiri
hundruð dæmi þar sem karlmenn
segja hvernig það er að vera heftir
eða upplifa hvernig þeir hafa ekki
þorað að sýna tilfinningar eða ást.“
Ein sagan er um karlmann sem
fór upp í sumarbústað ásamt vin-
um fimm mánuðum eftir að hann
missti barnið sitt. Hann grét og
syrgði barnið sitt. Daginn eftir bað
hann fólkið sem hann var með í
bústaðnum afsökunar á „vælinu í
sér“. „Þetta er málið í hnotskurn.
Þetta er svo sturlað. Hann fann sig
knúinn til að biðjast afsökunar á
að hafa syrgt barnið sitt.“
Þorsteinn er fullviss um að það
sé hægt að breyta staðalmynd karl-
mennskunnar. „Fyrirbærið karl-
mennska er bundið við menningu
og tíðaranda. Ímynd karlmennsk-
unnar hefur breyst í gegnum tíð-
ina og er ekki eins alls staðar. Það
hvetur mig til að trúa því að það
sé hægt að breyta þessari ráðandi
skaðlegu karlmennsku.“
Hann kveðst hins vegar ekki
vera boðberi heilags sannleika um
karlmennsku. „Ég er ekki mað-
urinn sem ætla að bera út hinn
heilaga sannleika um hina einu
réttu eða röngu karlmennsku. Það
sem ég vil gera er að eiga sam-
tal við karlmenn um hvernig þeir
upplifa hlutverk sitt. Þessar sögur
sem hafa komið fram lýsa hinni
eitruðu karlmennsku. Að þurfa að
uppfylla kröfuna um karlmennsku
þrátt fyrir að líða illa með það. Og
því þarf að breyta. Þess vegna þurf-
um við að ögra hefðbundnum ráð-
andi karlmennskuímyndum.“ n
Litadýrð Þorsteinn með naglalakkið árið 2014. Mynd úr EinKasaFni.
Jaðarsettur Prófaði að vera
jaðarsettur Þorsteinn hvetur alla karla
sem eru efins um feðraveldið að prófa
að naglalakka sig. Mynd sigTryggur ari„Karlmennskan
mín snýst um
að vera frjáls undan oki
feðraveldisins.