Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 35
Íslensk hönnun 23. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ
Hönnunarverslunin Lumex stendur fyrir stórmerku átaki til styrktar Krabbameinsfélagi
Íslands núna í Mottumars – átaki
sem um leið er viðburður í hönnun og
list. Í samstarfi við fyrirtækið Moooi
Carpets í Hollandi hefur Lumex hann-
að tvær mottur sem eru jafnframt
listaverk. Gripirnir verða aðeins gerðir
í takmörkuðu upplagi hvor og seldir
á uppboði sem stendur yfir á vef
Lumex, lumex.is, út marsmánuð.
Hjörtur Matthías Skúlason er hug-
myndasmiður að verkefninu: „Þetta
er mitt hugarfóstur. Ég sé um versl-
unina fyrir Lumex-fjölskylduna en ég
er lærður vöru- og konsepthönnuður.
Við fórum af stað með þetta verkefni
fyrir nokkru og kynntum afurðina
síðasta föstudag. Þau hjá Moooi
Carpets voru svo ánægð með þetta
að þau komu hingað og voru með
okkur um helgina,“ segir Hjörtur.
Tveir myndlistarmenn lögðu til
myndverk sín í verkefnið. „Myndirnar
þeirra eru prentaðar á mottur og
útkoman er frábær,“ segir Hjörtur.
Listamennirnir eru Ingimar Einarsson
og Kristinn Már Pálmason. Ingimar
lærði myndlist í Chelsea College of
Art and Design í London og China
Academy of Art í Hangzhou í Kína.
Undanfarin ár hefur hann lagt
áherslu á ljósmyndun í mjög víðum
skilningi og meðal verkefna hans er
klippimyndasería sem unnin er upp úr
ljósmyndum frá öllum höfuðborgum
Evrópu.
Kristinn Már Pálmason er fæddur
í Keflavík árið 1967. Hann stundaði
nám við Myndlista- og handíðaskóla
Íslands upp úr 1990 og The Slade
School of Fine Art, University College
London á seinni hluta sama áratugar.
Kristinn á að baki fjölda einkasýninga
auk þátttöku í samsýningum og sam-
vinnuverkefnum. Hann hefur komið
að ýmiss konar menningarstarfsemi
og skipulagningu listviðburða.
Tilvalið að kíkja í
sýningarsalinn í Skipholti
Sem fyrr segir stendur uppboðið
á mottunum út þennan mánuð og
rennur ágóðinn af sölunni af mottum,
þremur af hvorri, til Krabbameins-
félags Íslands. Þrír hæstbjóðendur í
hvora mottu fyrir sig hreppa eintak.
Hægt er að skrá sig í uppboðið á
vefsíðunni lumex.is undir efnisliðnum
Mottumars. Útbúinn hefur verið sýn-
ingarsalur með mottunum í verslun
Lumex að Skipholti 37 þar sem þær
njóta sín vel í allri sinni dýrð.
Lumex - Hjörtur
„Þetta fer aldrei í almenna sölu. Þetta
eru bara listaverk sem eru gerð í
takmörkuðu upplagi. En það er öllum
frjálst að taka þátt í uppboðinu og
það eru líka allir velkomnir í sýn-
ingarsalinn okkar í Lumex í Skipholti til
að skoða dýrgripina,“ segir Hörtur.
Sjá nánar á lumex.is og á Face-
book-síðunni Lumex.
Mottulistaverk til stuðnings
Krabbameinsfélagi Íslands