Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 18
18 23. mars 2018fréttir K víði er hugtak sem við heyrum oft minnst á nú til dags. Við heyrum og les- um um fólk á öllum aldri sem þjáist af kvíða, jafnvel svo alvarlegum að það dregur sig í hlé frá athöfnum hins daglega lífs. Stundum er kvíðinn einskorðaður við ákveðnar athafnir eða staði, til dæmis kvíði yfir því að fara í flug- vél eða að lesa upphátt fyrir fram- an bekkinn. Þegar kvíðinn er svona afmarkaður er auðveldara að vinna með hann. Þá er hægt að vinna hægt og rólega að því að vera í aðstæðunum, lengur og lengur í hvert sinn uns kvíðaein- kennin minnka og kvíðinn kem- ur ekki í veg fyrir að maður geri þessa hluti. Eitt skref í einu, hægt og bítandi. Sálfræðingar eru sá faghópur sem einna helst er leitað til þegar kvíði er orðinn hamlandi. Alls kyns hjálpleg úrræði eru jú í boði fyrir stóra sem smáa og unga sem aldna sem vilja ná að halda kvíð- anum niðri og er þá oft notast við hugræna atferlismeðferð (HAM). Umræðan um kvíða Getur verið að í ljósi aukinnar umræðu um kvíða í samfélaginu síðustu misseri hafi augu margra opnast fyrir eigin kvíðaeinkenn- um? Já, það leikur ekki nokkur vafi á því að umræðan hefur hjálpað mörgum að átta sig á eigin stöðu, rétt eins og „mee too“-byltingin olli keðjuverkandi áhrifum í formi opinnar umræðu sem hefur bætt líðan margra brotaþola kynferðis- ofbeldis. Brotaþolar fundu fyrir áður óþekktum stuðningi frá öll- um heimshornum, frá fólki sem upplifði skömmina, reiðina, hræðsluna og sektarkenndina. Í kjölfarið stigu margir fram og opnuðu á sína reynslu. En getur kvíðaumfjöllunin þá verið hjálpleg … án þess þó að all- ir sem finna fyrir kvíða leiti sér sér- fræðiaðstoðar? Já, ég er sannfærð um það. Ég held nefnilega að það hafi gleymst, já allavega týnst í um- ræðunni, að áhrifamestu úr- ræðin við algengum kvíða eru, í grunninn, ekki svo flókin í fram- kvæmd. Við skulum þó ekki gleyma því að kvíði er í rauninni eðlilegur hluti hins daglega lífs. Við megum ekki halda að kvíði sé nýtilkom- ið fyrirbæri 21. aldarinnar. Þetta hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Öll þurfum við einhvern tí- mann að gera hluti sem valda kvíðahnút í maga eða finnum fyrir miklum áhyggjum. Við látum það hins vegar yfirleitt ekki stoppa okkur og „látum okkur hafa það“ að gera það sem erfitt er. Þegar við þurfum svo að endurtaka þessa hluti þá er það minna mál af því að við vitum að það skaðaði okkur ekki að framkvæma þá. Þegar kvíðinn hins vegar er orðinn almennari, birtist í fleiri aðstæðum, er málið ör- lítið flóknara. Dæmi um þetta er til dæmis barn eða ungling- ur sem vill ekki fara í skólann. Barnið vill ekki að foreldrarnir fari að heiman og skilji það eftir með barnapíu og það vill mögu- lega ekki taka þátt í neinu sem á sér stað utan heimilisins eins og íþróttaæfingum eða afmælum. Þarna blandast félagskvíði saman við aðskilnaðarkvíða og barnið upplifir sig óöruggt ef það er ekki heima í örygginu hjá foreldrum sínum eða umönnunaraðilum. Kvíði hjá fullorðnum Fullorðið fólk upplifir þetta líka. Það upplifir kvíða tengdan vinnu eða skóla og félagslegum athöfn- um eins og vinahittingi eða því að mæta í ræktina. Þegar kvíða- viðbragðið birtist í huga og lík- ama er algeng lausn að hætta við að fara í fyrirhugaðar aðstæður og halda sig heima þar sem öryggið er. Með aragrúa afsakana í hand- raðanum fer maður létt með að afboða bíóferð með vinkonum, hópvinnu í skólanum, eða sleppa því að mæta í vinnu. Eðlileg við- brögð við kvíða eru jú að draga sig út úr og frá þeim aðstæðum sem eru ógnvekjandi hverju sinni. Hérna skulum við staldra aðeins við … „eðlileg viðbrögð að draga sig út úr og frá þeim Kristín Heimisdóttir Sálfræðingur skrifar Kvíði Hvað getum við foreldrar gert? „Við skulum þó ekki gleyma því að kvíði er í rauninni eðlilegur hluti hins daglega lífs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.