Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 30
Íslensk hönnun 23. mars 2018KYNNINGARBLAÐ
Vorhús frumsýndi á Hönnunar-mars nýtt fullbúið matar- og kaffistell sem hannað er af
listamanninum Sveinbjörgu Hall-
grímsdóttur. Sveinbjörg hefur um
árabil starfað sem hönnuður undir
eigin nafni og er nú að frumsýna nýtt
matar- og kaffistell undir merkjum
Vorhúss. Stellið vakti mikla athygli á
Hönnunarmars og eru viðtökur að
sögn forsvarsmanna Vorhúss framar
vonum. „Það er greinilega mikil eftir-
spurn eftir vandaðri íslenskri hönnun
og við reynum að svara þeirri eftir-
spurn eins og við getum hverju sinni.
Viðskiptavinir okkar hafa um árabil
óskað eftir að við kæmum
með heilt stell á markað
og það er loks orðið
að veruleika,“ segir
Fjóla Karls, fram-
kvæmdastjóri
Vorhúss.
Stellið er
veglegt og
samanstendur
af matardiskum,
djúpum diskum,
kökudiskum, kaffi-
og tebollum, tekatli,
steikarfati, tertufati,
sósukönnu, rjómakönnu
og fylgiskálum í mismunandi
stærðum. Það er því heildstætt og
uppfyllir þarfir bæði stórra og lítilla
heimila. Stellið er unnið úr hágæða
hvítu postulíni og
því endingargott
og notendavænt
í daglegri notkun
sem og á hátíðisdögum.
Fallegt og stílhreint yfirbragð
mynstursins gefur stellinu klassískan
blæ sem er í senn norrænn og með
sterkum persónuleika hönnuðar.
Uppruna mynstursins er að finna
í myndlistaverkum Sveinbjargar sem
nefnast Garðveisla. Í listaverkunum
spilar reyniviðurinn aðalhlutverkið í
fæðuleit fuglanna í íslenskum görð-
um á haustin. Reyniviður óx villtur á
Íslandi við landnám og hefur djúpar
rætur í norrænni menningu. Tréð var
helgað Þór í norrænni goðafræði og
var heilagt að mati kristinna manna.
Á árum áður þótti til heilla að rækta
reynivið og var hann og er enn afar
vinsæll í íslenskum görðum. Nánari
upplýsingar um stellið er hægt að
nálgast á vorhus.is.
Nýtt matar- og kaffistell
Sveinbjargar vakti mikla
athygli á Hönnunarmars