Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 41
Íslensk hönnun 23. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ Inklaw er framsækið hönnunar­fyrirtæki og fataverslun sem sérhæfir sig í þægilegum, vönduð­ um og flottum fötum fyrir karlmenn. Bómullarbuxur, hettupeysur, bolir og gallabuxur, jakkar og úlpur eru áber­ andi í fataúrvalinu og eitt sérkenni á fötunum er máluð tákn sem njóta sín frábærlega. Inklaw selur eingöngu eigin hönnun. Þeir félagarnir Róbert Ómar Elmarsson og Guðjón Geir Geirsson stofnuðu fyrirtækið árið 2014 og hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt síðan. Guðjón Geir er fatahönnuður en Róbert Ómar sér um viðskipta­ hliðina. Vinna þeir báðir í fullu starfi hjá fyrirtækinu og eru síðan með tilfallandi starfsfólk eftir verkefnum og álagspunktum. Það er dálítið merkilegt að í fyrstu seldist meira af fötum Inklaw erlendis, en undanfarið hefur merkið verið að sækja í sig veðrið á Íslandi og fötin að verða vinsæl meðal íslenskra karl­ manna. „Fyrst og fremst eru þetta föt sem við sjálfir viljum vera í. Stærri hluti markhópsins er ungir karlmenn en það hafa líka eldri menn keypt sér föt hjá okkur og þetta höfðar til nokkuð margra. Við erum líka með fjölbreytta vörulínu þar sem annars vegar er um að ræða dálítið krassandi föt og hins vegar fínlegri hönnun sem eldri kyn­ slóðin tengir betur við,“ segir Róbert. „Einkennismerkið okkar er hand­ málunin, þar sem máluð eru verk eða tákn á fötin. Að öðru leyti leggjum við áherslu á að bjóða eingöngu upp á séríslenska hönnun frá Íslandi.“ Fötin frá Inklaw eru seld í gegnum vefverslun á heimasíðunni inklaw­ clothing.com. Þar má skoða fjölbreytt úrvalið og fötin njóta sín vel á góðum ljósmyndum. „Það er mikið ferli á bak við það að búa til eina flík og við eyðum miklum tíma í að finna réttu efnin og full­ komna sniðin,“ segir Róbert og það er auðvelt að trúa því þegar maður skoðar fötin á vefnum, þau bera með sér þaulhugsaða hönnun og eru virki­ lega aðlaðandi og flott. Róbert telur að verðið hjá Inklaw sé mög hagstætt miðað við gæðin, því í framleiðslunni liggja mjög vönduð efni og mikil hugsun og vinna varðandi hönnun. Sjón er sögu ríkari og það er um að gera að skoða úrvalið á vefsíðunni inklawclothing.com. Flott íslensk hönnun fyrir karlmenn InklAw:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.