Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 62
62 23. mars 2018 Þann 4. júní næstkomandi er fyrirhugaður fyrirlestur með kanadíska sálfræðiprófessornum Jordan Peterson í Hörpu en hann er höfundur bókarinnar 12 rules for life: An antidote to chaos, sem hefur setið á topplista Amazon undanfarnar vikur. Kenningar Pet- erson hafa höfðað sérstaklega til ungra karlmanna en Gunnlaugur Jónsson, sem átti frumkvæði að því að fá Peterson til landsins, tel- ur að ríflega 85 prósent miðanna hafi verið keypt af körlum. „Ég held að boðskapur Peter- son um að axla ábyrgð og sýna hugrekki höfði sérstaklega til karlmanna í dag. Mantra Vestur- landabúa síðustu áratugina hef- ur verið „all you need is love“ og vissulega þurfa allir á kærleika að halda. Hann er hins vegar ekki það eina sem menn þurfa,“ seg- ir Gunnlaugur. „Við þurfum líka ábyrgð og hæfni vegna þess að án hennar gerist lítið. Það sem unga menn hefur kannski vantað eru skilaboð um að taka sig saman í andlitinu og reka sig áfram,“ segir hann og bætir við að Jordan Peter- son hafi meðal annars verið þakk- að fyrir að hjálpa ungum mönnum að draga úr innibyrgðri reiði og gremju, sem til dæmis hafi mögu- lega orsakast af því að þeir hafi upplifað sig jaðarsetta vegna ým- issa birtingarmynda femínismans, meðal annars kynjakvóta. „Merkimiðapólitík sumra femínista hefur gert það að verk- um að þessir menn hafa upplifað það sem svo, að þeir þurfi að borga fyrir einhvers konar forréttindi annarra karlmanna, þótt þeir hafi sjálfir aldrei átt hlutdeild í þess- um forréttindum,“ útskýrir Gunn- laugur. „Gremja þeirra er sumpartinn skiljanleg, en hún er ekki gagn- leg, og það er því fagnaðarefni fyrir samfélagið í heild að þeir láti reiðina ekki hlaupa með sig í gön- ur og beini kröftum sínum heldur í uppbyggilegan farveg. Mig langar að taka fram að boðskapur Jord- ans Peterson höfðar líka sterkt til margra kvenna og hlutföllin hafa jafnast eftir að bókin kom út. Kannski vegna þess að konur lesa meira en karlar og kannski vegna þess að hlutfall karlmanna er mjög hátt meðal áhorfenda á Youtube- fyrirlestra, sem er upprunalegur markhópur Peterson utan háskól- ans.“ Hændust að karlkyns leikskólakennara Nú snýst þessi karlmennsku um- ræða á Twitter kannski um inn- komu karlmanna á það sem hingað til hafa talist kvenlegir eiginleikar og svið. Þeir eru til dæmis að játa viðkvæmni, aðdáun á bleika litn- um, ást sína á hannyrðum og þess háttar. Heldur þú að samfélagið hefði kannski gott af því að karl- ar kæmu meira að þessum hefð- bundnu kvennastörfum? „Jú, eflaust væri það æskilegra að karlmenn kæmu meira inn í skólakerfið svo dæmi séu tekin. Ég man eftir því að þegar ég var á Laufásborg, fyrir tæpum 40 árum, þá urðum við drengirnir mjög hændir að leikskólakennara sem var karlmaður. Svo urðum við ægi- lega svekktir og lýstum því yfir að við ætluðum að hætta á leikskól- anum þegar hann var að hætta. Stundum er hægt að réttlæta það að annað kynið sé ráðið fremur en hitt, það er í störf þar sem kyn skiptir beinlínis máli, en almennt séð tel ég það ekki æskilegt.“ karlar af gamla skólan- um blindir á færni kvenna Sjálfur hef ég setið í kynja- kvótastjórn hjá fyrirtæki og að mínu mati varð það algjört „ disaster“. Ef fólk er valið í stjórnir og forystuhlutverk, ekki út á hæfni heldur kyn, þá grefur það und- an hinum sem hafa eitthvað til brunns að bera einfaldlega vegna þess að hinir líta svo á að mann- eskjan hafi bara verið valin út af kyninu. Menn af báðum kynjum ganga jafnvel út frá því að konur hafi verið valdar út af kyni frem- ur en færni,“ segir Gunnlaugur og bætir við að vissulega hafi hann samt oft orðið vitni að því að karlar horfi framhjá hæfileikum og færni kvenna, einfaldlega vegna þess að þær séu konur. „Karlar, og þá sérstaklega af gamla skólanum, eru stundum blindir á hæfileika kvenna. Ég hef séð dæmi um það sjálfur. Hins vegar verð ég að segja að konur eru líka oft alltof fljótar að kenna gler- þakinu um. Við rekumst öll á alls konar ósýnilega veggi sem hægt er að kalla glerþök. Fólk getur verið á móti okkur út af ýmsum fordómum sem við getum kannski aldrei skilið til fulls. Þetta er erfitt fyrir alla enda er pláss fyrir mjög fáa á toppnum. Það er fjöldinn allur af körlum sem er að strögla á vinnumarkaðnum og þetta er langt frá því að vera ein- falt. Það sem við getum hins vegar gert er að auka á meðvitund okkar um eigin fordóma og hætta að nota þessa kvóta.“ Það gráta allir Að lokum. Hvað finnst þér um játn- ingarnar á Twitter?  „Það gráta allir einhvern tím- ann en að kveikna sér og setja sig í fórnarlambshlutverk er almennt ekki til þess fallið að skapa sér virðingu hjá karlmönnum. Auðvit- að er eðlilegt að gráta við jarðar- farir og stundum gráta menn gleðitárum en almennt held ég að konur laðist frekar að karlmann- legum mönnum sem eru hug- rakkir og kunna að bíta á jaxlinn. Annars getur það verið karlmann- legt í mínum augum að dansa ballett eða gera fleira sem almennt hefur ekki talist karlmannlegt. Hugrekki finnst mér vera karl- mennska.“ Skiljanleg gremja ungra karlmanna gunnlaugur Jónsson: Hlaupið ekki í hnút þótt ég líti svona út / bókin er oft betri en spjöldin / mín karlmennska dvín meðan dagsljósið skín / en ég er þrælgóður elskhugi á kvöldin. – þýð. Veturliði Guðnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.