Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 47
sport 4723. mars 2018 leið á stærsta íþróttaviðburðinn af þeim öllum, sjálft heimsmeist- aramótið,“ sagði Carina þegar við höfðum fengið okkur sopa af kaffi og byrjað að ræða málin. „Hvernig getur þjóð sem heitir Ísland, land elds og íss, náð svona árangri? Þetta eru spurningar sem fólk í Brasilíu vill fá svör við. Hér er svo kalt, Ísland nær frá- bærum árangri í öllum íþrótt- um. Ég var því send hingað til að kynna landið fyrir fólki í Bras- ilíu, ég á að fanga stemminguna í kringum heimsmeistaramótið. Ég verð hér á meðan Ísland er að spila úti í Rússlandi og kem með öll viðbrögð frá landinu beint heim til Brasilíu. Við elskum vík- ingaklappið, það er hreint magn- að fyrirbæri. Ég verð hér fjóra mánuði. Ég var send hingað til að tala eingöngu um íþróttir en ef það kemur eldgos eða eitthvað slíkt þá hleyp ég inn í það líka. Ég á að einbeita mér að íþróttum og þá helst fótbolta.“ Hrósar ríkinu Carina er hrifin af því hvernig ís- lensk sveitarfélög og ríki hafa stutt við bakið á íþróttastarfi í landinu. „Þegar maður fer að kynna sér málin alveg ofan í kjölinn þá sér maður allan þann vöxt sem hefur verið í íþróttastarfi ykkar. Hvernig bæði sveitarfélög og ríkið hafa komið að því að byggja upp að- stöðu til að hægt sé að æfa við bestu aðstæður allan ársins hring. Unglingastarf ykkar í íþróttum er líka ótrúlegt, hér eru ungir krakk- ar að æfa undir handleiðslu þjálf- ara sem hafa mikla menntun. Þetta þekkist ekki alls staðar, krakkarnir byrja snemma og geta æft innanhúss. Eftir að hafa rætt við marga held ég að hún hafi hjálpað ykkur mikið, þessi bætta aðstaða, en þið virðist halda í ykk- ar gildi sem skilar sér í einstökum liðsanda. Hér eru allir samstíga á þeirri leið að ná árangri. Í karla- landsliðinu er til dæmis ekki nein stjarna í raun og veru, liðið heldur áfram að virka þótt einhver detti út. Þetta er liðsheild sem hefur skilað Íslandi þessum magnaða árangri í karlafótboltanum, það er mín skoðun.“ Elskar landið Carina kom til landsins í byrjun mars og er ástfanginn af því sem land og þjóð hefur upp á að bjóða. „Þetta er alveg magnað, það er svo fallegt allt hérna. Þetta er svo ólíkt því sem ég er vön, fólk hér er svo þolinmótt. Allir búa við mikið jafnrétti, þetta er ann- ar raunveruleiki en ég á að venj- ast. Á mínum fyrsta degi hérna sá ég norðurljósin, ég á eftir að ferð- ast betur um landið. Það sem ég hef séð er magnað, ég verð að fara í kringum landið og skoða staði sem eiga sér ríka sögu í íþróttum. Ég fer á Akranes og mun skoða þann magnaða árangur sem ÍA hefur náð í fótbolta, ég fer til Vest- mannaeyja á næstunni og mun þar skoða eyjuna þar sem Heimir Hallgrímsson ólst upp. Fyrirtækið vill að ég sýni allt frá Vestmanna- eyjum, ég ætla að reyna hitta fólk frá ÍBV og sjá þær aðstæður sem landsliðsþjálfari ykkar ólst upp við.“ Stuðningsmenn hreyfa við henni Íslenska landsliðið í fótbolta, sama hvort það er karla eða kvenna, á bestu stuðningsmenn í heimi að hennar mati. „Ég hef séð mörg myndbönd af stuðn- ingsmönnum ykkar, og hvernig þeir koma fram er alveg magn- að. Það var eitt myndband frá Evrópumótinu í knattspyrnu sem þar sem fólkið sem var í miðbæ Reykjavíkur var að horfa á leik- inn og taka víkingaklappið og gleðin skein úr hverju andliti. Þetta hreyfði við mér, ég vildi bara vera á staðnum þegar ég sá þessi myndbönd öll. Ég hef íhugað að halda bara með Íslandi á HM en ekki Brasilíu, en ætli ég verði ekki að styðja mína þjóð. Ég mun líka halda með Íslandi og vona að þið náið frábærum árangri í Rúss- landi. Ísland getur haldið áfram að bæta sig.“ Allir í Brasilíu styðja Ísland Carina segir að hver einasti Brasil íumaður muni styðja Ísland í fyrsta leik okkar á heimsmeist- aramótinu þegar við mætum Argentínu, erkifjendum Brasilíu. „Ég veit nú ekki hvernig ykkur mun ganga á HM, það er svo erfitt að spá fyrir um slíkt. Þetta er svo sterkt mót og óvæntir hlutir geta gerst, það sem ég get þó sagt er að hver einasti Brasilíumaður mun styðja ykkur í fyrsta leik. Það væri magnað ef þið mynduð vinna Argentínu og það myndi gleðja okkur mikið. Þið getið treyst á okkur, við munum styðja ykkur. Ég vona bara að Ísland komist upp úr riðli sínum, það væri frá- bært. Ef þú kemst upp úr riðlinum þá getur allt gerst. Fólk í Brasilíu byrjaði að hafa áhuga á Íslandi eftir jafntefli ykkar við Portúgal á EM í Frakklandi, þar gerðuð þið frábært jafntefli og svo kom sigur- inn á Englandi og fólk bara skilur ekki hvernig svona lítil þjóð get- ur náð þessum árangri. Ég er að reyna að útskýra það fyrir fólki heima með því að vera hérna og kynna mér landið og hefðir ykkar betur.“ Samfélagið stöðvast Brasilía hefur unnið heimsmeist- aramótið í knattspyrnu, fimm sinnum og krafan í heimalandi Carinu er að liðið vinni í sjötta sinn í Rússlandi. „Krafan á liðið er frekar einföld, það er ætlast til að liðið vinni HM. Það tala allir í Brasilíu um þann sjötta, fólk elskar liðið og okkar nýja þjálfara. Liðið hefur náð fyrri vinsældum eftir að Dunga var rekinn sem þjálfari, hann var alveg hræðilegur. Núna hefur Tite tekið við liðinu og liðið vinnur nánast alla leiki. Fólkið elskar hann og hvernig liðið er að spila. Þegar það er leikur á HM þá stoppar allt í Brasilíu, fólk þarf ekki að mæta til vinnu, skólum er lok- að og það eiga allir að horfa á leik- inn. Fólk sem hefur lítinn áhuga á fótbolta horfir á leikina því það er ekkert annað að gera. Mamma mín sem dæmi, hún hefur ekki neinn áhuga á fótbolta en hún horfir á leikina á svona móti. Það er ekk- ert annað að gera, allt er lokað nema staðir sem eru að sýna leik- ina. Fólk hefur miklar væntingar til liðsins í sumar. Það verður erfitt að vinna og ég held að Þýskaland sé líklegast til árangurs.“ Elskar jafnréttið á Íslandi Carina segist hrífast af því hvern- ig jafnrétti er hér á landi en það er langt frá því að vera raunin í Bras- ilíu. „Í Brasilíu eru miklar hefðir, miklir fordómar og fólk er mjög kassalaga. Fólk er hrætt við nýj- ungar og er ekki opið fyrir neinu nýju, það er allt öðruvísi hér. Hér eru ekki neinir fordómar og jafn- réttið hér á landi er alveg magnað. Ég hef verið að fjalla um jafnrétti ykkar, konur og karlar fá öll sömu réttindi. Ég heyrði til dæmis af því að nú fá karla- og kvennalands- liðið sama bónus fyrir árangur í undankeppni. Það er magnað miðað við það sem við þekkjum, þetta er ekki svona í Brasilíu. Í íþróttum í Brasilíu hefur enginn áhuga á kvennaknattspyrnu, það veit enginn hvað leikmenn heita eða að það séu leikir að fara fram. Þegar HM hjá körlunum fer fram þá stoppar allt, en þegar konurn- ar taka þátt á HM þá veit enginn af því, fólki er bara alveg sama. Þetta er ekkert sýnt í sjónvarpi, hér les ég blöð og fjölmiðla og hér er fjall- að um kvennafótbolta á hverjum degi. Þannig er það ekki í Brasilíu, við erum vonandi að taka skref í þessa átt en það gerist hægt. Kynjajafnrétti er ekki til staðar.“ n „Í Brasilíu eru miklar hefðir, miklir for- dómar og fólk er mjög kassalaga. Fólk er hrætt við nýjungar og er ekki opið fyrir neinu nýju. Topcon X-22 2D vélastjórn fyrir belta-gröfur: • Útilokar óþarfan gröft • Fljótlegt í uppsetningu • Einfalt í notkun • Bjartur og skýr snertiskjár • Þráðlausir halla-skynjarar Verð aðeins 590.000 kr. + vsk. Topcon X-73i 3D vélastjórn fyrir belta-gröfur: • Þrívíddar gröfu-stjórnun • Skerið halla fljótt og vel • Jafnið lárétta eða þríviða fleti • Uppfæranlegur að öllu leiti • Eykur öryggi á vinnustað • Réttur halli kemur fram á ljósaröð auk viðvörunar-hljóðmerkis Verð frá 3.700.000 kr. + vsk. miðað við 4. skynjara. Eigum fyrirliggjandi á lager planlasera og móttakara í miklu úrvali. Verð frá 139.000 kr. + vsk. 5. ára ábyrgð á laserum. Tilboð í mars: Þrífótur og stika fylgja með öllum planlaserum. Topcon TP-L5G röralaserar. Grænn geisli. Verð aðeins 359.000 kr. + vsk. 5 ára ábyrgð á laserum. Hiper V Rover & FC-5000. Verð aðeins 1.950.000 kr. + vsk. Verkfæri ehf. Hlíðasmári 3, 201 Kópavogur Sími: 544 4210 info@verkfaeriehf.is verkfaeriehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.