Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 57
menning 5723. mars 2018 Metsölulisti Eymundsson Vikuna 11. til 17. mars Vinsælast í bíó Helgina 16. til 18. mars 1 Mið-Austurlönd - Magnús Þorkell 2 Þorsti - Jo Nesbø 3 Vegurinn heim lengist - Fredrik Backman 4 Krítarmaðurinn - C. J. Tudor 5 Flúraða konan - Mads Peder Nordbo 6 Konan sem át fíl og grenntist (samt) 7 Það sem að baki býr - Merete Pryds Helle 8 Uppruni - Dan Browm 9 Áttunda dauðsyndin - Rebeck Edgren Aldén 10 Köld slóð - Emelie Schepp 1 Tomb Raider 2 Black Panther 3 Lói - Þú flýgur aldrei einn 4 Andið eðlilega 5 Game Night 6 Death Wish 7 Early Man - Steinaldarmaðurinn 8 The Shape of Water 9 Fullir vasar 10 Red Sparrow 1 God's plan - Drake 2 SAD! - XXXTentacion 3 Aldrei heim - Aron Can 4 Önnur tilfinning - Rari boys 5 Psycho - Post Malone og Ty Dolla $ign 6 Dúfan mín - Logi Pedro og Birnir 7 Look alive - Blackboy JB og Drake 8 Út í geim - Birnir 9 Ungir strákar (deep mix) - Floni 10 Moonlight - XXXTentacion Vinsælast á Spotify Mest spilað 21. mars 2018 svo krítísera þeir líka kirkjuna sem stofnun. Þeim finnst báðum að hún hafi farið verulega af leið. Magnús gengur raunar svo langt að hann vill uppræta kirkjuna sem stofnun en vill að fagnaðarerindið lifi bara áfram í mjög einfaldri mynd,“ segir Guðmundur. Þrátt fyrir að vera illa staddur fjárhagslega leyfði samviska og sannfæring Magnúsar hon- um ekki að taka að sér virðuleg og vel launuð prestsembætti sem honum buð- ust á Íslandi, enda fannst honum það vera í andstöðu við trúarskoðanir sínar. Kierkegaard ósáttur við hólið Magnús og Kierkegaard vissu vel af hvor öðrum, en þrátt fyrir að hafa átt sam- eiginlega andstæðinga og báðir goldið fyrir gagn- rýni sína, lítur ekki út fyrir að þeir hafi verið nánir vin- ir – eða að minnsta kosti tók Kierkegaard ekki vel í vinahót Magnúsar. „Magnús innritaðist í guð- fræðideildina einu ári á eftir Kierkegaard og þetta var ekki stór deild á þeim tíma. Ég held þó að það séu ekki til neinar heimildir um að þeir hafi hangið mikið saman. Við vitum þó að þegar halla fór undan fæti hjá Magnúsi í kringum 1840 og hann fór að leita til vina og vandamanna um fjárhagsaðstoð, þá leitaði hann meðal annars til Kierkegaard. Í bréfi til hans seg- ir hann að nú sé kominn tími til að Kierkegaard sýni í verki hvern- ig kærleikurinn virki – sem manni finnst nú frekar passíf-agressíf bón um peninga. Kierkegaard neitar honum á frekar snubbótt- an hátt, en hann var sjálfur svo- lítill pabbastrákur sem fékk arf og þurfti ekki að hafa miklar áhygg- ur af peningum, að minnsta kosti fyrst um sinn,“ segir Guðmundur. Í fyrstu sá Magnús bandamann í Kierkegaard og vísaði með- al annars í verk hans Óvísinda- legur eftirmáli (d. Afsluttende uvidenskabelig efterskrift) í gagn- rýni sinni gegn Martensen, en Kierkegaard vildi hins vegar ekk- ert kannast við túlkun Magnúsar á verkinu. Hann var ósáttur við að vera dreginn inn það sem hann sá sem krossferð Magnúsar til að fá Martensen rekinn og undirbjó svar sem hann titlaði „Sjálfsvörn gegn óumbeðnu hóli.“ Textinn kom þó aldrei út og er hann að- eins að finna í dag- bókum hans. „Kierkegaard vildi alls ekki sam- sama sig Magnúsi. Í þessu bréfi sem birtist aldrei opin- berlega tekur hann fram að Magnús hafi misskilið sig alveg stórkost- lega. Þetta er þó ekki endilega al- veg rétt hjá hon- um. Vissulega tók Magnús sér svolítið skáldaleyfi þegar hann las Kierkegaard, en viðbragð Kierkegaard byggir kannski líka á því að hann var sjálfur frekar hé- gómlegur og vildi ekki láta tengja sig við einhvern óvinsælan jaðar- Íslending,“ útskýrir Guðmundur. Einn fyrsti gagnrýnandi Kierkegaard Síðar átti Magnús eftir að snúa sér að því að gagnrýna trúarheim- speki Kierkegaard í bókinni Er trúin þverstæða? (d. Er troen paradox?)  en þar gagnrýnir hann þann skilning sem er settur fram í bókinni Uggur og ótti á trúnni sem þverstæðu – þvert á móti leggur hann áherslu á að skynsemin eigi að ná utan um það sem kallast trú: „Johannes de Silentio, sem er dulnefnið sem Kierkegaard gefur út bókina Uggur og ótti undir, segir að það að komast til trúar- innar sé að mæta þverstæðunni sem felst í frið- þægingunni og krossfestingunni, þverstæðunni sem felst í því að Guð deyr. Í hans huga er eina leiðin til að komast yfir þessa þverstæðu ein- faldlega að trúa. Magnús segir hins vegar að það sé ekk- ert absúrd við trúna, heldur þurfi maður bara að gera þetta einfalt, ein- beita sér að réttu hlutunum. Hugmyndirnar um hvað felst í þessari einföldu trú er hann svo að þróa allan höfundar- feril sinn,“ segir Guðmundur. Einnig er áhugavert að Magnús gagnrýndi þær hug- myndir sem Kierkegaard setur fram um kærleikann í riti sínu Ástargjörningar (d. Kærlighedens gærn- inger) „Hann gagnrýnir harð- orða sýn Kierkegaard á kær- leikann, en það er eiginlega sú sýn að þú eigir að elska af því að Guð segir þér það gera það. Gagn- rýni Magnúsar minnir um margt á gagnrýni Theodors Adorno og  Knuds Løgstrup  sem benda á það löngu seinna hversu ómanneskjuleg sýn á kærleikann þetta er. Þarna er hann því langt, langt á undan sinni sam- tíð.“ Framsækinn og róttækur Viðbrögð þeirra sem Magnús gagnrýndi lýsa ekki mikilli virðingu fyrir hugsun hans, og má af þeim skilja að þeim finnist hann hálfgerður vitleysingur og klikk- haus, en Guðmundur Björn segir þetta þó alls ekki hafa verið raun- ina – þvert á móti hafi hann verið á undan sinni samtíð. „Magnús Eiríksson var veru- lega framsækinn guðfræðingur. Hann vildi fyrst og fremst einblína á boðskapinn í trúnni og neitaði að taka gildar þær kennisetningar kirkjunnar sem stangast á við reynsluheim okkar í dag. Að þessu leyti er hann líkur 20. aldar guð- fræðingum á borð við þýska ex- istentíalistann Rudolf Bultmann, sem talaði um að við þyrftum að „af-mýtólógísera“ Nýja testa- mentið, taka það úr þeim krafta- verkaveruleika sem hafði verið daglegt brauð á þeim tíma sem það var skrifað – en á ekki endilega erindi við okkur í dag – og einblína á kjarnann. Magnús var að segja þetta hundrað árum áður. En auðvitað má líka benda á að Magnús var á sama tíma í hálf- gerðri mótsögn við sjálfan sig. Hann lagði svo mikla áherslu á þessa skynsemistrú, en hafði hins vegar komist að þeirri niðurstöðu í gegnum einhverjar vitranir sem hann fékk í draumi,“ segir Guð- mundur. Á móti guðdómi Krists „Magnús ræðst líka gegn þrenningarkenningunni. Hann neitar guðdómi Jesú, segir að hann sé ekki Guð, heldur bara spámaður og kennari. Faðirinn er bara Guð. Þetta var algjört guð- fræðilegt sjálfsmorð á þessum tíma – það var ekki hægt að halda þessu fram í þessu landslagi þar sem áhrif dönsku þjóðkirkjunnar voru svo mikil. Þetta var svo fram- sækin hugmynd að enginn hlust- aði á þetta,“ segir Guðmundur, en nokkrum áratugum síðar urðu svipaðar hugmyndir að grunn- stefi únitarismans, sem átti eftir að verða áhrifamikil trúarhreyfing í Bandaríkjunum og víðar. Til þess að færa rök fyrir þeirri sannfæringu sinni að Jesús hafi verið maður en ekki Guð taldi Magnús sig þurfa að afneita Jó- hannesarguðspjallinu sem hann sagði falsaða síðari tíma viðbót, og þurfti svo smám saman að draga sannleiksgildi æ stærri hluta Nýja testamentisins í efa. En hann hélt þó alltaf í ákveðinn grunnboðskap kristninnar. „Hann lagði áherslu á þetta sem hann kallar einfalda trú, trú á einn ósýnilegan Guð sem varð aldrei maður. Boðskapurinn er í raun bara kærleiksboðorðið: elsk- aðu náungann og elskaðu Guð, og það er bara það. Guð sem er mis- kunnsamur og fyrirgefur syndina. Og hann áleit að Íslendingar hafi að vissu leyti ennþá trúað á þenn- an einfalda hátt. Ég held að þetta sé ein ástæðan fyrir því að hann ákvað að þýða nokkur verka sinna – meðal annars um Jóhannesar- guðspjallið – á íslensku og gefa út sjálfur. Hann var orðinn nokkuð svartsýnn á að geta talað um fyr- ir Dönum, en var vongóður um að Íslendingar myndu hlusta á sig og viðhalda þessari trú,“ segir Guð- mundur. Það var þó einnig bjartsýni að halda að Íslendingar myndu hampa róttækum kenningum Magnúsar, og voru viðbrögðin við ritum hans raunar miklu nei- kvæðari á Íslandi en nokkurs staðar annars staðar. Hann naut nokkurra vinsælda í Svíþjóð, í Danmörku var hann þagaður í hel, en á Íslandi var honum svar- að harkalega. Enn eitt dæmið um frjálslynda og nútímalega hugsun Magnúsar er að í upphafi sjötta áratugar 19. aldar talaði hann opinberlega fyr- ir jafnrétti kynjanna í ritdeilu sem kennd er við bókina Bréf Clöru Raphael eftir Mathilde Fiebiger. Röksemd hans í þeim efnum þyk- ir minna um margt á rök breska heimspekingsins Johns Stuart Mill sem skrifaði áhrifamikið rit sitt, Kúgun kvenna, nokkrum áratug- um síðar. Þetta er eitt af þeim efn- um sem verður fjallað um á mál- þinginu á föstudag. Guðmundur játar því að á vissan hátt sé Magnús Eiríksson að fá uppreist æru um þessar mundir, með endurskoðun á verkum hans í riti og ræðu: „Með þessari bók og málþingum eins og þessu á föstu- dag er að minnsta kosti verið að gangast við því að hann hafi verið hörkufræðimaður og haft ýmislegt að leggja til málanna. Mér finnst reyndar ólíklegt að guðfræði hans komi til með að hafa nein sérstök áhrif úr þessu. Mikið af því sem hann sagði hefur síðar komið fram frá öðrum og frægari fræðimönn- um. En það er ljóst að hann var var mjög frumlegur og framúrstefnu- legur hugsuður.“ n Magnús Eiríksson Fæddur: 1806 á Skinnalóni á Melrakkasléttu. Látinn: 1881 í Kaupmannahöfn. Menntun: Guðfræðingur frá Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1837. Nokkur helstu verk: Om Baptister og Barnedaab (1844), Tro, Overtro og Vantro (1846), Er Troen et Paradox? (1850), Om Johannes- Evangeliet (1863), Jøder og Christne (1873). Á spássíu heimspekisögunnar n Guðfræðingurinn Magnús Eiríksson tókst á við samnemanda sinn, Søren Kierkegaard n Framsækinn hugsuður sem var hunsaður og jaðarsettur Søren Kierkegaard „Hann vildi fyrst og fremst einblína á boðskapinn í trúnni og neitaði að taka gildar þær kennisetningar kirkjunn- ar sem stangast á við reynsluheim okkar í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.