Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 33
Íslensk hönnun 23. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ Litla Hönnun-ar Búðin er staðsett í hjarta Hafnar- fjarðar en gamli miðbærinn þar er óneitanlega með fallegri þéttbýlis- svæðum á landinu. Litla Hönnunar Búðin, Strandgötu 17 í Hafnarfirði, var sett á stofn í byrjun september árið 2014. Versl- unin fellur vel inn í þann skemmtilega miðbæjaranda sem ríkir í Strandgötunni og Sigríður Mar- grét Jónsdóttir, sem rekur verslun- ina ásamt eiginmanni sínum, Elvari Gunnarssyni, segist ekki geta hugsað sér skemmtilegri stað til að starfa á. Í febrúar á þessu ári urðu tímamót í rekstrinum þegar verslunin var stækkuð úr 20 fermetrum upp í 100 fermetra og vöruúrvalið stóraukið í leiðinni. Verslunin hélt þó í fyrri gildi sín og stefnu sem er að bjóða mikið úrval af íslenskri hönnun í bland við erlendar vörur og hafa á boðstólum vörur sem eru rekjanlegar til upp- runa síns. „Þetta eru sniðugir og öðruvísi hlutir sem við bjóðum upp á, sem þú sérð ekki á hverju heimili,“ segir Sigríður: „Fjölbreytnin er mikil, en við erum ekki með ýkja mikið magn.“ Sigríður er hönnuður og hannar nokkuð af vörum verslunarinnar, auk þess sem fjölmargir íslenskir hönnuðir selja vörur sína í búðinni. Vöruúrvalið er afar fjölbreytt: snyrtivörur, garn, flothettur, barnavörur, skart, fatn- aður og gjafavara. Kannski má segja að Litla Hönnunar Búðin sé einhvers konar „Hönnunar Kaupfélag“ þar sem þú getur fengið alls konar. Sigríður finnur fyrir miklum áhuga á Hafnarfirði og sífellt fleiri leggja leið sína í fjörðinn. Einnig hefur síaukinn fjöldi erlendra ferðamanna gert sér ferð í verslunina undanfarin ár þó að Hafnarfjörður sé ekki eins algengur viðkomustaður ferðamanna og til dæmis Reykjavík. Það er skemmtileg upplifun að kíkja í Litlu Hönnunar Búðina og góður hluti af vel heppnaðri ferð í miðbæ Hafnarfjarðar. Verslunin er opin virka daga frá kl. 12 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Litla Hönnunar Búðin rekur einnig vefverslun á slóðinni litlahonnunar­ budin.is og vert er að líta inn á Face­ book­síðu og Instagram­síðuna. „Sniðugir og öðruvísi hlutir“ LitLa HönnunaR Búðin ER oRðin StóR:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.