Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 31
Íslensk hönnun 23. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ Mikil gróska er í íslenskri hönnun þessa dagana og hún farin að vekja æ meiri athygli erlendis. Þetta á ekki síst við um húsgagnahönnun sem nú virðist vera að vakna til lífsins á ný. Fáir vita hins vegar að íslensk húsgagna- hönnun átti sér mikið blómaskeið á 6. og 7. áratugnum þar sem íslensk húsgögn vöktu jafnvel athygli á sýningum erlendis. Sum þessara húsgagna eru að fara í framleiðslu á ný og ættu að vera sjálfsagðir hlutir á íslenskum heimilum í bland við það nýjasta og besta. Tvö þessara húsgagna eru stól- arnir Skata og Þórshamar, sem voru hannaðir árið 1959 og 1961 og voru þá fyrstu íslensku stólarnir úr form- beygðum krossvið. Báðir státa þeir síðan af því að vera elstu íslensku stólarnir sem enn er í framleiðslu, en framleiðslan á þeim hófst að nýju árið 2007 eftir 35 ára hlé. Hönnuður stólanna var Halldór Hjálmarsson, húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt, en sonur Halldórs, arkitektinn Örn Þór Halldórsson, hóf framleiðsluna að nýju og hefur auk þess verið að þróa útfærslu á þessari klassísku hönnun föður síns í takt við samtímann. Örn segir að Skata sé tímalaus hönnun, þó að grunnformin séu klassísk sé stóllinn líka viðfangsefni nýjustu strauma í húsgagnahönnun: „Ýmsir arkitektar og hönnuðir hafa auk þess komið að máli við mig og viljað aðlaga stólana að sínum verkefnum. Þetta hefur fætt ýmis- legt skemmtilegt af sér og má með- al annars nefna að hönnunar- og arkitektastofurnar Tvíhorf og Gagarín hafa þróað sérstaka útfærslu fyrir sín verkefni, meðal annars fyrir sameig- inlegu kaffistofuna sína. Sú útgáfa er afskaplega skemmtileg og talar beint inn í nútímann með sínum fjöl- breytileika og ætti eiginlega að heita Gagarín- og Tvíhorf-stólarnir.“ Skata og Þórshamar eru því til í mörgum útgáfum og nýjustu út- gáfurnar er hægt að skoða og kaupa í nýrri verslun Geysis-heima að Skólavörðustíg 12. Allar útgáfurnar af Skötu og Þórshamri, bæði nýjar og gamlar, eiga þó enn sitt sameiginlega útlit, sem er í senn stílhreint og list- rænt og segir Örn að þetta séu ljóð- rænir stólar: „Þetta ljóðræna kemur ekki síst fram í því að festingarnar undir Skötustólnum minna á „egg“, en fiskurinn skata verpir einmitt eggjum.“ Fyrir áhugasama þá er best að hafa samband við Örn beint með því að senda skilaboð í gegnum heima- síðuna http://skata.is/, á netfangið info@skata.is. eða senda skilaboð á Facebook-síðunni Skata. „Í kjölfarið kemur fólk í heimsókn á verkstæðið mitt hérna í Vesturbæn- um og kaupir stólana beint frá býli,“ segir Örn að lokum. Skata-stóllinn er bæði klassískur og splunkunýr Við hönnum allar okkar söluvörur sjálf og kappkostum að nota ein-göngu hágæðaefni og gætum þess að framleiðslan sé umhverfisvæn. Mikil hugsun og vinna býr að baki öllum okkar vörum og við seljum eingöngu há- gæðaframleiðslu. Vörurnar eru hann- aðar hérna heima af hönnunarteymi okkar en framleiddar í Kína og við heim- sækjum verksmiðjurnar þar reglulega til að fylgjast með framleiðsluferlum og gæta þess að okkar kröfur um gæði og umhverfisvæna framleiðslu séu upp- fylltar,“ segir Ágústa Gísladóttir, annar eigenda fyrirtækisins Lín Design. Ágústa rekur fyrirtækið ásamt systur sinni, Guðrúnu Gísladóttur. „Við leggjum mikla áherslu á íslenska menningu, arfleið og náttúru í okkar vör- um og er markmið okkar að hanna vöru sem gleður og veitir vellíðan. Ný vörulína kemur að jafnaði þrisvar til fjórum sinn- um á ári. Flestar vörur Lín Design eru pakkaðar í bómullarumbúðir sem eru endurnýtanlegar. Nýjasta pakkningin okkar er þannig að rúmfötunum er pakk- að inn í glæsilegt púðaver (40x40) sem eykur fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Eitt af markmiðum okkar er að láta náttúruna njóta vafans og henda engu. Umbúðirnar utan um barnarúmfatn- aðinn frá Lín Design eru hannaðar sem dúkkurúmföt. Í rúmfötunum notum 100% pimabómull sem er ein vandaðasta gerð bómullar á markaðnum. Við notum aldrei gerviefni og leggjum alltaf höfuð- áherslu á gæði. Sængur og koddar eru úr 100% andadún, ekkert fiður, eingöngu vistvænar sængur.“ Kósíföt sem láta þér líða vel Vellíðan, mýkt og gæði einkenna fatalínuna frá Lín Design. „Þessi föt eru hönnuð með það að markmiði að fólki líði vel í þeim,“ segir Ágústa, en fötin í kósílínunni eru í senn afar þægileg og afskaplega smekkleg. Lín Design býður kósíföt fyrir börn, unglinga og fullorðna af báðum kynjum. Heildverslun Veigamik- ill þáttur í starfsemi Lín Design er heildverslunin. „Við seljum mikið til hótela og ferðaþjónustuaðila. Í þeim geira eru sængurverin okkar mjög eftirsótt vegna þess að þau endast svo vel, enda mikil gæði í þeim,“ segir Ágústa. Sængurverin eru afskaplega falleg og mynstrin eru sótt í heim íslenskrar náttúru. Fyrirtækjaþjónusta Lín Design þjónustar fyrirtæki með jólagjafir, tækifærisgjafir og sérmerktar vörur fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Netfang fyrir þá sem vilja panta úr heildversluninni eða senda fyrirspurn er sala@lindesign.is Lín Design er með verslun á Smára- torgi í Kópavogi, í Kringlunni og á Akur- eyri. Öflug vefverslun er síðan rekin á vefsíðunni lindesign. is og er sent frítt á næsta pósthús hjá viðtakanda. Viðskiptavinir Lín Design eru ánægðir en Facebook-síða verslunar- innar hefur yfir 43.000 fylgjendur. Lín Design gerði skoðanakönnun meðal þeirra fyrir skömmu og kom í ljós að 95% eru ánægð eða frekar ánægð með vörur fyritækisins. Umhverfisvænar hágæða- vörur á hagstæðu verði LÍN DESiGN – ÍSLENSK HÖNNUN:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.