Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 50
50 23. mars 2018lífsstíll - bleikt „Hann rændi mig æskunni“ Elma Sól var fórnarlamb ofbeldis: Vinsælast í vikunni á Bleikt Hóf að hreyfa sig almennilega fyrir 4 vikum Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig að ráði í tæp þrjú ár vegna taugaáfalls sem hún fékk. Í kjölfar taugaáfallsins varð hún mikið and- lega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyr- ir Bylgju var að vegna greiningar hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia“ sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. „Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönn- uðust á mig kílóin. Ég hef aldrei nokkurn tímann  verið jafn þung og ég var á þessum tíma eða allt þar til ég tók þessa U-beygju.“ Í dag stundar Bylgja cross- fit þrisvar sinnum í viku, fer í ræktina þrisvar sinnum í viku og hjólar 10–20 kílómetra þrisvar í viku. „Það ótrúlega við þetta allt saman er að ég byrjaði allt í einu að funkera, andleg heilsa mín hefur ekki verið jafn stöð- ug í að verða tvö ár og ég trúi varla muninum á mér. Ekki misskilja mig, ég á mína slæmu daga en ég er allt í einu byrjuð að höndla þá mun betur.“ Katrín deilir reynslu sinni af fegurðar- samkeppnum Katrínu dreymdi um að taka þátt í fegurðarsamkeppni allt frá því að hún var ung stúlka. Árið 2015 fékk Katrín loksins tækifæri til þess að taka þátt en þá var búið að afnema hæðartak- mörkun í keppnun- um. „Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í og voru sumar stelpurnar alltaf svo fínar á meðan ég var bara í gallabuxum og bol með ógreitt hárið.“ Katrín segir að það sem hafi komið henni hvað mest á óvart var hversu mikið af niðrandi athugasemdum var skrifað um keppendurna á netinu. „Persónulega myndi ég aldrei tala illa um aðra mann- eskju þrátt fyrir að ég sé kannski ekki sammála því sem hún er að gera, en svona erum við misjöfn.“ Meira um málið á Bleikt.is Hráefni n 2–3 kjúklingabringur n 3 hvítlauksrif, söxuð n Hálf krukka sólþurrkaðir tómatar n Hálfur pakki sveppir, skornir í bita n Hálfur laukur, grófsneiddur n 1 dós kókosmjólk n 1 bolli pasta, ég notaði penne-pasta n 1 dl kjúklingasoð (hálfur teningur af kjúklingakrafti og 1 dl soðið vatn) n ca. 15 blöð af ferskri basilíku, skorin smátt n Sletta af kókosolíu n Salt og pipar eftir smekk Kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og basilíku Hildur Hilmarsdóttir, bloggari á síðunni Mamiita, deilir upp- skrift að hollari útgáfu af pasta í rjómasósu. Fyrir þá sem ekki borða kjöt eða kjötvörur er einfalt mál að sleppa kjúklingi og kjúklinga- soði og nota í staðinn sojakjöt eða jafnvel láta pastað duga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.