Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Side 50
50 23. mars 2018lífsstíll - bleikt „Hann rændi mig æskunni“ Elma Sól var fórnarlamb ofbeldis: Vinsælast í vikunni á Bleikt Hóf að hreyfa sig almennilega fyrir 4 vikum Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig að ráði í tæp þrjú ár vegna taugaáfalls sem hún fékk. Í kjölfar taugaáfallsins varð hún mikið and- lega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyr- ir Bylgju var að vegna greiningar hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia“ sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. „Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönn- uðust á mig kílóin. Ég hef aldrei nokkurn tímann  verið jafn þung og ég var á þessum tíma eða allt þar til ég tók þessa U-beygju.“ Í dag stundar Bylgja cross- fit þrisvar sinnum í viku, fer í ræktina þrisvar sinnum í viku og hjólar 10–20 kílómetra þrisvar í viku. „Það ótrúlega við þetta allt saman er að ég byrjaði allt í einu að funkera, andleg heilsa mín hefur ekki verið jafn stöð- ug í að verða tvö ár og ég trúi varla muninum á mér. Ekki misskilja mig, ég á mína slæmu daga en ég er allt í einu byrjuð að höndla þá mun betur.“ Katrín deilir reynslu sinni af fegurðar- samkeppnum Katrínu dreymdi um að taka þátt í fegurðarsamkeppni allt frá því að hún var ung stúlka. Árið 2015 fékk Katrín loksins tækifæri til þess að taka þátt en þá var búið að afnema hæðartak- mörkun í keppnun- um. „Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í og voru sumar stelpurnar alltaf svo fínar á meðan ég var bara í gallabuxum og bol með ógreitt hárið.“ Katrín segir að það sem hafi komið henni hvað mest á óvart var hversu mikið af niðrandi athugasemdum var skrifað um keppendurna á netinu. „Persónulega myndi ég aldrei tala illa um aðra mann- eskju þrátt fyrir að ég sé kannski ekki sammála því sem hún er að gera, en svona erum við misjöfn.“ Meira um málið á Bleikt.is Hráefni n 2–3 kjúklingabringur n 3 hvítlauksrif, söxuð n Hálf krukka sólþurrkaðir tómatar n Hálfur pakki sveppir, skornir í bita n Hálfur laukur, grófsneiddur n 1 dós kókosmjólk n 1 bolli pasta, ég notaði penne-pasta n 1 dl kjúklingasoð (hálfur teningur af kjúklingakrafti og 1 dl soðið vatn) n ca. 15 blöð af ferskri basilíku, skorin smátt n Sletta af kókosolíu n Salt og pipar eftir smekk Kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og basilíku Hildur Hilmarsdóttir, bloggari á síðunni Mamiita, deilir upp- skrift að hollari útgáfu af pasta í rjómasósu. Fyrir þá sem ekki borða kjöt eða kjötvörur er einfalt mál að sleppa kjúklingi og kjúklinga- soði og nota í staðinn sojakjöt eða jafnvel láta pastað duga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.