Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 58
58 23. mars 2018 Ó trúleg upplifun, þetta var klikkað. Um sex hundruð manns komu á sýninguna í vikunni,“ segir Ari Eldjárn sem sýndi fyrir fullu húsi á hverj- um degi í vikutíma í Soho Theatre í London. Ara þarf vart að kynna en hann er einn allra vinsælasti uppi- standari þjóðarinnar. Það þykir mikil upphefð að fá að stíga á svið í Soho-leikhúsinu. Ari fékk boð frá leikhúsinu eftir að hafa slegið í gegn á The Fringe Festival í Ed- inborg í fyrrahaust sem er ein um- fangsmesta listahátíð í heimi. Þar sýndi Ari uppistand sitt, Pardon my Icelandic, um þrjátíu sinnum. Nú hefur Ara verið boðið til Ástr- alíu og tekur þátt í einni stærstu uppistandshátíð sem haldin er ár hvert í heiminum í Melbourne. „Viðbrögðin í London voru góð. Einnig var gaman að sjá hversu margir Íslendingar lögðu leið sína í leikhúsið. Tveir blaða- menn DV voru á síðustu sýningu Ara á laugardaginn og í salnum mátti sjá uppistandarann Jó- hann Alfreð úr Mið-Íslandi, Hilmar Pétursson, sem oft er kenndur við CCP, og söng- konuna Gretu Salome. Óhætt er að fullyrða að Ari er uppistandari á heimsmælikvarða og hróður hans hefur borist víða á skömm- um tíma. Mikil eftirvænting ríkti í salnum og Ari gætti sín á að tala til allra í salnum. Þannig gætti Ari sín á að horfa í augun á öllum gestum, hvort sem þeir sátu beint uppi við sviðið eða höfðu fengið sæti til hliðar í salnum eða úti í horni. Þegar sýningu lauk stóðu sumir gestir á fætur til að hylla Ara. Aðspurður hvort Bretar séu erfiðir áhorfendur svarar Ari neit- andi. „Þeir Bretar sem hafa leitað mig uppi eru flestir með Íslands- blæti og hafa margir komið til Ís- lands,“ segir Ari. Efnið sem Ari flutti á ensku hefur hann þróað smám saman. Þá hefur hann nýtt efni sem hann samdi fyrir er- lenda hópa á Íslandi. „Sýningin í London er framhald af ævintýrinu sem hófst í Edinborg. Á þá hátíð mætti maður sem sér um að bóka grínista í Soho Theatre. Ég geri ráð fyrir að framhald verði á þessu sam- starfi. Verður í mánuð í ástralíu Ari er nú með sömu umboðs- skrifstofu og heldur utan um hinn heimsfræga grínista Eddie Izzard. Lagði umboðsmaður Ara hart að honum að fara til Ástralíu og hefst ferðalag Ara á laugardaginn. „Ég verð í mánuð í Ástralíu. Það eru spennandi tímar framundan en hin heilaga þrenning í grín- heiminum fer fram í Edinborg, Melbourne og Montreal. Ég á Monteral eftir. Ég fékk boð núna þegar ég var úti í London og kom það boð ekki síst vegna þessa frá- bæra umboðsmanns sem er mér innan handar,“ segir Ari. Stefnir í að þú starfir jafnvel meira erlendis en hér heima á næstu árum? „Það er erfitt að segja. Ég er ánægður og þakklátur fyrir að það litla sem ég hef reynt fyrir mér á erlendri grundu hefur gengið afar vel og það án þess að ég hafi þurft að gera meiriháttar breytingar á lífi mínu.“ Kvíðir þú því að stíga á svið hin- um megin á hnettinum og þessari risahátíð? „Ég er ótrúlega spenntur að kynnast nýjum heimi. Þetta er ekki eins og England. Þeir hafa lítinn áhuga á fótbolta og kalla hann „soccer“. Einnig er þeim skítsama um Evrópumótið í knattspyrnu. Ég geri ráð fyrir að þeir viti lítið um búbbluna sem ég bý í.“ Ari kveðst ætla að gera grín að Áströlum. Hann er þó ekki byrj- aður að semja efni um þá. „Ég mun uppfæra efnið eitthvað en ég get sjálfsagt ekki byrjað á því fyrr en ég er mættur til landsins. Það kem- ur mér á óvart hvað ég veit í raun lítið um Ástralíu,“ svarar Ari. Fjölskyldan kemur Ari fer einn af landi brott en kona hans, Linda Guðrún Karlsdótt- ir, og dóttir þeirra slást fljótlega í hópinn. Þá ætla tengdaforeldrar Ara að heimsækja parið og dvelja í þrjár vikur í Ástralíu. Næsta verkefni hér á landi verð- ur með Mið-Íslandi sem kemur fram á stóra sviðinu í Háskólabíói laugardagskvöldið 28. apríl. Enn eru nokkrir miðar eftir á þá sýn- ingu. Mið-Ísland hefur í vetur sýnt í Þjóðleikhúskjallaranum og ætla piltarnir að ljúka vetrinum með risasýningu í Háskólabíói. „Ég er búinn að sína Pardon my Icelandic í tugi skipta og hlakka til að hitta vini mína og skemmta gestum á móðurmálinu í Há- skólabíói. Það verður sprengja.“ ari eldjárn gerði allt vitlaust í london  gestir hylltu ara  Frægir í salnum  Á leið til Ástralíu kristjón kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is „Það kemur mér á óvart hvað ég veit í raun lítið um Ástralíu. Ein stærsta hátíð ársins í uppistandi fer fram í Ástralíu. Fjöldi manns var í salnum og uppselt á nær allar sýningar Ara í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.