Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Page 58
58 23. mars 2018 Ó trúleg upplifun, þetta var klikkað. Um sex hundruð manns komu á sýninguna í vikunni,“ segir Ari Eldjárn sem sýndi fyrir fullu húsi á hverj- um degi í vikutíma í Soho Theatre í London. Ara þarf vart að kynna en hann er einn allra vinsælasti uppi- standari þjóðarinnar. Það þykir mikil upphefð að fá að stíga á svið í Soho-leikhúsinu. Ari fékk boð frá leikhúsinu eftir að hafa slegið í gegn á The Fringe Festival í Ed- inborg í fyrrahaust sem er ein um- fangsmesta listahátíð í heimi. Þar sýndi Ari uppistand sitt, Pardon my Icelandic, um þrjátíu sinnum. Nú hefur Ara verið boðið til Ástr- alíu og tekur þátt í einni stærstu uppistandshátíð sem haldin er ár hvert í heiminum í Melbourne. „Viðbrögðin í London voru góð. Einnig var gaman að sjá hversu margir Íslendingar lögðu leið sína í leikhúsið. Tveir blaða- menn DV voru á síðustu sýningu Ara á laugardaginn og í salnum mátti sjá uppistandarann Jó- hann Alfreð úr Mið-Íslandi, Hilmar Pétursson, sem oft er kenndur við CCP, og söng- konuna Gretu Salome. Óhætt er að fullyrða að Ari er uppistandari á heimsmælikvarða og hróður hans hefur borist víða á skömm- um tíma. Mikil eftirvænting ríkti í salnum og Ari gætti sín á að tala til allra í salnum. Þannig gætti Ari sín á að horfa í augun á öllum gestum, hvort sem þeir sátu beint uppi við sviðið eða höfðu fengið sæti til hliðar í salnum eða úti í horni. Þegar sýningu lauk stóðu sumir gestir á fætur til að hylla Ara. Aðspurður hvort Bretar séu erfiðir áhorfendur svarar Ari neit- andi. „Þeir Bretar sem hafa leitað mig uppi eru flestir með Íslands- blæti og hafa margir komið til Ís- lands,“ segir Ari. Efnið sem Ari flutti á ensku hefur hann þróað smám saman. Þá hefur hann nýtt efni sem hann samdi fyrir er- lenda hópa á Íslandi. „Sýningin í London er framhald af ævintýrinu sem hófst í Edinborg. Á þá hátíð mætti maður sem sér um að bóka grínista í Soho Theatre. Ég geri ráð fyrir að framhald verði á þessu sam- starfi. Verður í mánuð í ástralíu Ari er nú með sömu umboðs- skrifstofu og heldur utan um hinn heimsfræga grínista Eddie Izzard. Lagði umboðsmaður Ara hart að honum að fara til Ástralíu og hefst ferðalag Ara á laugardaginn. „Ég verð í mánuð í Ástralíu. Það eru spennandi tímar framundan en hin heilaga þrenning í grín- heiminum fer fram í Edinborg, Melbourne og Montreal. Ég á Monteral eftir. Ég fékk boð núna þegar ég var úti í London og kom það boð ekki síst vegna þessa frá- bæra umboðsmanns sem er mér innan handar,“ segir Ari. Stefnir í að þú starfir jafnvel meira erlendis en hér heima á næstu árum? „Það er erfitt að segja. Ég er ánægður og þakklátur fyrir að það litla sem ég hef reynt fyrir mér á erlendri grundu hefur gengið afar vel og það án þess að ég hafi þurft að gera meiriháttar breytingar á lífi mínu.“ Kvíðir þú því að stíga á svið hin- um megin á hnettinum og þessari risahátíð? „Ég er ótrúlega spenntur að kynnast nýjum heimi. Þetta er ekki eins og England. Þeir hafa lítinn áhuga á fótbolta og kalla hann „soccer“. Einnig er þeim skítsama um Evrópumótið í knattspyrnu. Ég geri ráð fyrir að þeir viti lítið um búbbluna sem ég bý í.“ Ari kveðst ætla að gera grín að Áströlum. Hann er þó ekki byrj- aður að semja efni um þá. „Ég mun uppfæra efnið eitthvað en ég get sjálfsagt ekki byrjað á því fyrr en ég er mættur til landsins. Það kem- ur mér á óvart hvað ég veit í raun lítið um Ástralíu,“ svarar Ari. Fjölskyldan kemur Ari fer einn af landi brott en kona hans, Linda Guðrún Karlsdótt- ir, og dóttir þeirra slást fljótlega í hópinn. Þá ætla tengdaforeldrar Ara að heimsækja parið og dvelja í þrjár vikur í Ástralíu. Næsta verkefni hér á landi verð- ur með Mið-Íslandi sem kemur fram á stóra sviðinu í Háskólabíói laugardagskvöldið 28. apríl. Enn eru nokkrir miðar eftir á þá sýn- ingu. Mið-Ísland hefur í vetur sýnt í Þjóðleikhúskjallaranum og ætla piltarnir að ljúka vetrinum með risasýningu í Háskólabíói. „Ég er búinn að sína Pardon my Icelandic í tugi skipta og hlakka til að hitta vini mína og skemmta gestum á móðurmálinu í Há- skólabíói. Það verður sprengja.“ ari eldjárn gerði allt vitlaust í london  gestir hylltu ara  Frægir í salnum  Á leið til Ástralíu kristjón kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is „Það kemur mér á óvart hvað ég veit í raun lítið um Ástralíu. Ein stærsta hátíð ársins í uppistandi fer fram í Ástralíu. Fjöldi manns var í salnum og uppselt á nær allar sýningar Ara í London.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.