Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 61
23. mars 2018 61 Stefán Eiríksson: Ingólfur Gíslason: Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri, á fimm ára son sem er hrifinn af kjólum og bað um að fá að mála herbergið sitt bleikt en Stefán er einn þeirra sem tjáðu sig á Twitter. „Sonur minn hefur fjölbreytt og skemmtileg áhugamál eins og fleiri börn. Ég held að það sé mik­ ilvægt að sýna ekki vanþóknun á áhugamálum barna, hvort sem um er að ræða stráka eða stelpur enda er það ein leið til að viðhalda þessum steríótýpum. Mér fannst ágætt að blanda mér í þessa um­ ræðu á Twitter enda á þetta að vera fullkomlega eðlilegt og í lagi. Við eigum ekki að láta gamaldags hugmyndir um hlutverk kynjanna hefta börnin okkar,“ segir Stefán. „Við erum nógu heft sjálf og eigum ekki að færa það yfir á næstu kyn­ slóð,“ segir hann og hlær. LýðhEILSumáL að huGSa út í nEIkvæð áhrIf karL- mEnnSkunnar Lögreglan er ein þeirra starfsstétta þar sem karlmenn hafa lengi ver­ ið í miklum meirihluta en Stefán telur það vera að breytast smátt og smátt. „Árið 1997 var settur sérstakur fókus á að bæta stöðu kvenna og auka á jafnrétti innan lögreglunn­ ar. Það hefur reyndar gengið hægar en menn vonuðust eftir og enn er langt í land þar innan dyra þótt margt hafi gengið vel. Það sama gildir fyrir marga aðra geira sem eru hressilega kynbundnir í báðar áttir. Konur eru enn í mikl­ um meirihluta meðal hjúkrunar­ fræðinga, sjúkraliða og kennara svo fátt eitt sé nefnt og svo eru aðr­ ar stéttir þar sem karlmenn eru í meirihluta. Það er hagsmunamál að auka áhuga karlmanna innan þeirra starfsgeira sem hingað til hafa verið svo gott sem einokaðir af konum, – og öfugt.“ Hvað finnst þér um þá skilgreiningu á karlmennsku að það skipti máli að vera nagli og harka af sér? Og að það sé beinlín- is niðrandi fyrir karlmenn að vera líkt við konur samanber „hleypur eins og stelpa,“ „vælir eins og kerl- ing,“ og svo framvegis?    „Ég held að það sé mikilvægt lýðheilsumál að fólk velti aðeins fyrir sér neikvæðum áhrifum karl­ mennskunnar. Við höfum þurft að horfast í augu við það að ansi hátt hlutfall karlmanna sviptir sig lífi enda hefur það hingað til ekki ver­ ið viðurkennt í heimi karlmanna að tjá tilfinningar sínar; segja frá því ef þeim líður illa eða séu að glíma við andlega erfiðleika. Það að opna umræðuna og reyna að brjóta niður þessa ósýnilegu veggi, er ekki aðeins til hagsbóta fyrir konur heldur fyrir samfélag­ ið allt. Þessi harða karlmennskuí­ mynd heftir karla með margvís­ legum hætti.“ Óþarfi að láta gamaldags hug- myndir hefta komandi kynslóðir Erfiðleikar og angist „Það að karlmenn skuli nú játa á Twitter að þeim þyki gott a fá sér Baileys, eða kvarti undan því að þeim hafi verið illa tekið þegar þeir ákváðu að taka leiklist fram yfir fótbolta, þykja mér góðar frétt­ ir, – enda bendir það til að eitt­ hvað sé að draga úr hugsanlegum kreppueinkennum karlmennsk­ unnar,“ segir Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, en hann hefur stúderað karlmennskuhlutverkið frá því um miðjan tíunda áratuginn. Nú þurftu forfeður okkar að hafa talsvert meira fyrir lífinu en tíðkast í dag. Heldur þú að þessi krafa um að sýna engin merki um veikleika sé kannski gamall arfur? Menn fóru til dæmis í há­ karlaróðra í alls konar veðrum og væntanlega ekki vel séð að þeir væru að kveinka sér? „Fyrst þú nefnir hákarlaróðra … Það náttúrlega blasti við að menn voru látnir ganga undir ákveðið manndómspróf áður en þeir gátu farið á sjóinn enda lá lífið við að þeir gætu treyst hver á annan. Á sama hátt lá lífið við að menn hlýddu formanninum. Ef hann kallaði að nú væri lag og allir ættu að róa þá þýddi ekkert að fara að ræða það því þá enduðu þeir dauð­ ir. Það má alveg ímynda sér, að það sem virðist vera heldur meiri sókn karla en kvenna í svona „hírarkísk“ sambönd, sé einhvers konar arf­ leifð eða afleiðing af þessu. Karl­ ar hafa í gegnum aldirnar verið bæði í störfum og/eða her þar sem menn verða að hlýða sínum for­ ingja. Nú eru konur komnar inn á öll þessi svið karlanna, bæði í her, á vinnumarkaði og víðar. Að mörgu leyti hefur þróunin síðustu áratugi verið í þá átt að lífsmynstur og lífs­ ferill karla og kvenna hefur nálgast verulega. Fyrst og fremst þannig að konur hafa nálgast hefðbundin lífsferil karla en í æ ríkari mæli eru karlar að koma inn á hefðbundin svið kvenna. Þátttaka þeirra í heim­ ilisstörfum hefur til dæmis auk­ ist mjög verulega, þeir eru virkari í barnaumhyggju en áður og svo framvegis,“ segir Ingólfur og bætir við að honum þyki þetta fagnaðar­ efni á báða bóga. „Það er hins vegar enginn vafi á því að þessar breytingar geta valdið bæði erfiðleikum og ang­ ist. Þegar breytingar eiga sér stað með svona skjótum hætti þá verð­ ur svo mikill munur á reynslu kyn­ slóðanna.“ íSLEnSkIr fEður þEIr bEStu í hEImI „Ef maður skoðar þróunina á skóla­ kerfinu í heild þá hefur hlutfall þeirra barna, sem eru einvörðungu í umsjón kvenna, trúlega aldrei ver­ ið hærra. Börn eru á leikskóla frá tveggja ára aldri og þar eru kennar­ ar 97 eða 98 prósent konur. Í grunn­ skólakerfinu eru þær ríflega 80 pró­ sent og hlutfallið fer vaxandi. Það sama er að gerast í framhaldsskól­ um. Þetta gerir að verkum, að fyrir utan feður sína, þá umgangast börn nánast enga fullorðna karla sem koma að mótun þeirra,“ útskýrir Ingólfur og nefnir að hins vegar hafi breytingar á lögum um fæðingar­ orlof, sem gengu í gildi um síðustu aldamót, haft jákvæð áhrif á að­ komu feðra að uppeldi barna sinna. Svo góð að íslenskir feður teljast nú þeir allra bestu í heimi. „WHO (World Health Org­ anisation) hefur á nokkurra ára fresti gert könnun meðal barna þar sem spurt er út í samband þeirra við foreldra sína. Í niðurstöðum sem komu frá fyrstu árgöngunum sem nutu góðs af nýju fæðingaror­ lofslögunum kom á daginn að ís­ lenskir feður eru í fyrsta sæti með tilliti til þess hversu auðvelt börn­ in (ellefu, þrettán og fimmtán ára) eiga með að koma til þeirra og tala um eitthvað sem þeim þykir erfitt. Íslenskar mæður hafa reyndar lengi verið í fyrsta sæti en það er ánægjulegt að íslenskir feður hafi nú tekið sér sæti við hlið þeirra.“ fjöLSkyLdan var Saman aLLan daGInn Ingólfur segir að þótt allt virðist stefna í rétta átt megi þó enn gera betur. Þótt feður séu í fæðingar­ orlofi í þrjá mánuði og eitthvað áfram eftir það sé þetta tiltölulega stuttur tími og sérstaklega í fram­ haldinu þegar krakkar koma inn í skólakerfið. „Þau hitta stundum enga karl­ menn allan daginn þar sem þau eru umkringd konum í skólakerf­ inu og samvera með feðrum til­ tölulega stuttur hluti af vökutím­ anum. Maður þarf hins vegar ekki að líta lengra en aftur til íslenska bændasamfélagsins þar sem fjöl­ skyldan var saman allan daginn. Það var ekki fyrr en með iðn­ byltingunni að þessi mikli aðskiln­ aður milli feðra og barna átti sér stað, þegar feður þurftu að mæta til vinnu fyrir allar aldir og komu heim seint á kvöldin en það fyrir­ komulag hefur verið tiltölulega stuttur kafli í mannkynssögunni. Mér finnst mikilvægt að börn sjái að hver sem er getur unnið við hvað sem er án tillits til kyns en það þýðir ekkert að segja strák­ um að auðvitað geti þeir orðið leikskólakennarar þegar þeir sjá einungis konur í þeim hlutverk­ um. Almennt séð vil ég meina að tilveran verði betri eftir því sem hún verður fjölbreyttari og hún verður það ef bæði karlar og konur sinna börnum í samfélaginu.“ karlmennska: Geta pabbar ekki grátið? Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsvísindum við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.