Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 6
6 23. mars 2018fréttir
F
ramkvæmdastjórar og
aðrir toppar á Landspítal-
anum eru með kreditkort
á vegum spítalans, fram-
kvæmdastjórnin sjálf ákveð-
ur hvaða starfsmenn eru með
kreditkort. DV hefur fengið það
staðfest að kreditkort spítalans
séu notuð á veitingastöðum
og séu notuð til að greiða fyrir
vinnufundi á Nauthóli. Veltan
á kreditkortum Landspítalans
nam rúmlega 25 milljónum
króna í fyrra. Í svari Landspítal-
ans við fyrirspurn DV segir að
tilgangurinn með kreditkortum
framkvæmdastjóra og forstjóra
„tengist almennri stjórnun á
þeirra sviði“.
Sex klukkutíma
bið á bráðamóttöku
Á sama tíma eru aðstæður á
Landspítalanum erfiðar og álagið
mikið. Svandís Svavarsdóttir heil-
brigðisráðherra gerði ríkisstjórn-
inni grein fyrir stöðunni á bráða-
móttöku spítalans í síðustu viku.
Þar kom fram að vegna skorts á
hjúkrunarfræðingum væru 35
rými lokuð á spítalanum. Staðan
var hvað erfiðust aðfaranótt 13.
febrúar þegar 63 sjúklingar voru
á bráðamóttökunni þar sem rúm-
stæði eru fyrir 32 sjúklinga og bið
eftir læknisskoðun því allt að sex
klukkutímar.
17 kreditkort
Kreditkort Landspítalans eru alls
17, handhafar þeirra eru forstjóri,
13 framkvæmdastjórar, deildar-
stjóri Heilbrigðis-og upplýsinga-
tæknideild á Rannsóknarsviði,
einn fjármálaráðgjafi og eitt kort
er hjá gjaldkera á Fjárstýringu,
sem er hluti af fjármálasviði spít-
alans. Veltan á kortunum 17 var
samtals 24.694.653 krónur árið
2017.
Framkvæmdastjórn spítal-
ans ákveður hvaða starfsmenn
fá kreditkort og eru kortin afhent
hjá fjárstýringu. Sigrún Guðjóns-
dóttir, deildarstjóri fjárstýringar,
segir í svari við fyrirspurn DV
að notkunarreglurnar á kortun-
um séu eftirfarandi: „Korthafi
er ábyrgur fyrir því að taka kvitt-
un (staðgreiðslureikning) í hvert
skipti sem kortið er notað og gera
skil á gögnum til fjármálaráð-
gjafa í lok hvers úttektartímabils.
Fjárhagsbókhald sér svo um inn-
lestur færslna í bókhald.“ Varð-
andi kort deildarstjóra sé það not-
að fyrir erlend innkaup á netinu
og kort fjárstýringar sé notað fyrir
greiðslu á ferðakostnaði.
Ríkiskaup voru með umsjá
yfir kreditkort opinberra
stofnana til ársins 2012. Halldór
Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkis-
kaupa, segir að það sé stofnan-
anna að setja reglur um innkaup
og ákveða hverjir séu með kort.
Halldór segir að tilgangur með
kreditkortunum sé að halda utan
um smærri innkaup stofnana.
„Eins og þegar keyptir eru far-
miðar þá er það fært á innkaupa-
kort þess sem sér um innkaup-
in, þetta er bara til að halda betur
utan um viðskiptin, til að það séu
ekki pappírar að koma inn í hús.“
Eiga mikil viðskipti við Nauthól
Anna Sigrún Baldursdóttir að-
stoðarmaður forstjóra Landspít-
alans. Mynd: stjornarradid.is
DV ræddi við nokkra starfs-
menn á Landspítalanum en allir
komu af fjöllum þegar spurt var
um fundi á Nauthóli, einn lækn-
ir sagðist hafa heyrt af því að
stjórnendur funduðu utan spít-
alans en gat ekki sagt til um hvar.
DV sendi fyrirspurn á nokkra
framkvæmdastjóra sem eru með
kreditkort frá Landspítalanum
um í hvað þeir notuðu kortið en
enginn svaraði. Þess í stað kom
svar frá deildarstjóra á sam-
skiptadeild um að spurningunni
yrði svarað með miðlægum
hætti. Kom þá svarið að notkun á
kreditkortum framkvæmdastjóra
og forstjóra „tengist almennri
stjórnun á þeirra sviði“.
Anna Sigrún Baldursdóttir, að-
stoðarmaður Páls Matthíassonar
forstjóra Landspítalans, stað-
festi að kreditkortin væru notuð
á veitingastöðum í borginni, þar
á meðal Nauthól. „Við erum með
reglulega vinnufundi á Nauthól
með starfsfólki. Við eigum mikil
viðskipti við Nauthól.“ Aðspurð
um hvaða vinnufundir þetta væru
sagði Anna Sigrún að um væri
að ræða Lean-námskeið í tengsl-
um við nýjan meðferðarkjarna á
Hringbraut, en Lean er svoköll-
uð straumlínustjórnun sem draga
á úr tapi og sóun. Anna Sigrún
sagði jafnframt að það væri öfl-
ugt eftirlit með notkun kortanna.
„Þetta er opinbert fé sem við för-
um með, auðvitað þarf að hafa
eftirlit með því hvernig það er
notað, að það sé örugglega rétt.
Þetta eru það miklir peningar sem
við erum með.“ n
n Veltan nam 25 milljónum í fyrra n Alvarleg staða á bráðamóttöku
Ari Brynjólfsson
ari@dv.is
Anna Sigrún Baldursdóttir
Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans.
Topparnir með kort
spítalans á Nauthól
Tvífarar
vikunnar
Tvífarar vikunnar að þessu sinni
eru Birgir Ármannsson, þing-
flokksformaður Sjálfstæðis-
flokksins, og Kermit froskur,
prúðuleikari. Það er helst
munn- og augnsvipurinn á
þeim Birgi og Kermit sem er
líkur, en það er helst litarháttur-
inn og hárgreiðslan sem skilur
þá að, fyrir utan gleraugun.
Hver er
hann
n Alinn upp í Árbæn-
um og Kópavoginum og
Bliki í húð og hár
n Aðdáandi rapptón-
listar og heldur sérstak-
lega upp á Drake og Kanye West
n Á tvær Mercedes Benz-bifreiðar
og hund sem heitir Nino
n Er með betri Counter-Strike-
spilurum landsins
n Landsliðsmaður í knattspyrnu og
hefur slegið í gegn í enska boltan-
um í vetur
SvAr: JóhANN BErg guðmuNdSSoN
Það er staðreynd að …
Rúmur meirihluti
Íslendinga
trúir á tilvist álfa.
Álfatrúin er mest
hjá Framsóknar-
konum, rúmlega
81 prósent.
Fólk leysir vind að
meðaltali 14
sinnum á dag.
Eitt prósent
af gasinu er
brennisteins-
vetni sem gefur
því slæma lykt.
Kaststjörnur, eða svokallaðar ninju-
stjörnur, eru ólöglegar á Íslandi. Heimilt
er þó að víkja frá banni ef stjarnan hefur
söfnunargildi eða sérstakar ástæður
mæla með eigninni.
Við landnám var Vatnajökull langt-
um minni en hann er í dag og hét þá
Klofajökull.
Moskítóflugur lifa á Grænlandi,
Bretlandi, Noregi en ekki á Íslandi
eða í Færeyjum.
„Þetta er opinbert fé sem við förum
með, auðvitað þarf að hafa eftirlit
með því hvernig það er notað.
Landspítalinn