Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 4
4 23. mars 2018fréttir BuBBi falinn „Ef illskan í þér verður vak- in mun rótakerfi hjartans fúna,“ sagði Bubbi Morthens í Twitter-færslu rétt áður en DV fór í prentun. Það voru mikilvæg skilaboð til full- trúa fjórða valdsins. Eins og í undanförnum blöðum er andlit Bubba vandlega falið á síðum blaðsins. Í síðasta blaði leyndist hann meðal landsliðsmanna á bls. 46. Allmörg svör bárust þar sem lesendur töldu að Bubbi væri iðnaðarmaður á öðrum stað í blaðinu eða glæpamaðurinn Manny Pardo yngri á saka- málasíðu blaðsins. Dregið var úr réttum lausnum og hlaut Rannveig Möller verðlaun- in sem eru gjafabréf á valinn veitingastað. DV óskar Rann- veigu til hamingju en hvetur einnig lesendur til að leita að Bubba í þessu blaði. Lesend- ur geta sent réttar lausn- ir á netfangið bubbi@dv.is Finndu Bubba í blaðinu n Simpson-fjölskyldan lítur dagsins ljós í þætti Tracey Ullman. Þetta er þó tveimur árum áður en þættirnir hefja formlega göngu sína hjá Fox og sama ár og jarðarbúar verða fimm milljarðar. n Margaret Thatcher byrjar sitt þriðja kjörtímabil sem forsætisráðherra Bretlands. n Lethal Weapon og Wall Street eru í hópi vinsælustu kvikmynda ársins. n Tekin er ákvörðun á haustmánuðum um að byggja nýtt ráðhús í Reykjavík. n Pétur Ormslev er valinn besti leik- maður 1. deildar karla í knattspyrnu en Rúnar Kristinsson er valinn sá efnilegasti. Hvaða ár? Svar: 1987 f jóla Kim Björnsdóttir og fjöl- skylda voru að njóta lífsins í sumarbústað í síðustu viku. Kambur, hundurinn þeirra, var með í för og fékk hann að ganga laus í kringum lóðina stutta stund sem átti eftir að verða fjölskyldunni dýrkeypt og skelfileg reynsla. „Fimmtudagurinn í síðustu viku er síðasti dagurinn sem hann var líkur sjálfum sér. Á föstudags- morgni vildi hann ekki morgun- matinn sinn sem er mjög óvenju- legt. Síðan byrjaði hann að kasta upp,“ segir Fjóla í viðtali við DV. Eftirlitslaus í örskamma stund Kambur var virkilega geðgóður og hlýðinn hundur sem fékk reglu- lega að ganga laus með eigendum sínum. „Hann var eftirlitslaus í kannski tíu til fimmtán mínútur þarna á miðvikudagskvöldinu. Seint á föstudeginum gat ég fengið hann til að borða örlítið nammi, en annars borðaði hann ekkert þang- að til hann dó. Við fórum með hann á laugardagsmorgni til lækn- is sem var óviss hvort þetta væri út af  eitri sem hann hefði komist í eða vegna magapestar.“ Kambur fékk sýklalyf og vítamín hjá dýralækninum og var að auki settur í blóðprufu þar sem í ljós kom að nýrun voru ekki góð og því nokkuð ljóst að um eitrun væri að ræða. „Okkur var bent á að reyna að fá hann til þess að drekka vatn og soð en allt sem við gátum komið ofan í hann kom aftur upp úr hon- um. Eftir kvöldmat á laugardegin- um kastaði hann upp þrisvar sinn- um. Við höfðum miklar áhyggjur af honum og ákváðum að kalla út lækni. Hann fékk lítra af vökva í æð þá nótt og við fengum annan lítra með okkur heim. Hann var svo veikburða að það var ekkert mál fyrir okkur að tengja sjálf vökva í æðalegginn.“ Kambur svaf í gegnum allan sunnudaginn og gerði ekkert annað. Líffærin gáfu sig fljótt „Á mánudagsmorguninn fórum við með hann aftur upp á spítala þar sem hann fór í röntgen, blóðprufu og fékk aftur sýklalyf og vökva. Sprautað var blautmat með skuggaefni upp í hann til þess að sjá hvernig maturinn færi um meltingarveginn. Þá kom í ljós að hann stoppaði við þarmana og grunaði lækninn að einhver aðskotahlutur gæti verið fastur. Hann ákvað að skera hann upp og athuga.“ Í aðgerðinni kom í ljós að þarmar Kambs voru lamaðir og skrítnir á litinn vegna eitr- unar. „Þeim á spítalanum leist ekkert á hann og mæltu með því að við færum á neyðarvakt hjá dýralækni á meðan hann jafnaði sig eftir aðgerðina. Rétt fyrir mið- nætti fékk hann að koma heim og var hann orðinn verulega veik- burða. Strax á þriðjudagsmorgni fórum við aftur með hann upp á spítala þar sem hann fékk enn eina  ferðina  vökva og sýklalyf og var settur í röntgen og blóðprufu aftur.“ Í þetta skipti kom blóðprufan mjög illa út og greinilegt var að fleiri líffæri voru farin að gefa sig. „Við fengum verkjalyf frá spítal- anum til þess að taka með okkur heim en á þessum tímapunkti var orðið nokkuð ljóst að hann myndi ekki ná sér. Við ákváðum að hafa opið hús fyrir vini og ætt- ingja  til  þess að gefa þeim tæki- færi til að kveðja Kamb. Hann var einstaklega vel liðinn og vinsæll hjá öllum í kringum okkur. Þetta var erfitt en fallegt kvöld, við vorum nokkuð ákveðin í að fara með hann á miðvikudagsmorguninn og leyfa honum að sofna endanlega.“ Um nóttina fór Kambur að væla mikið og dugðu verkjalyfin skammt. Dó á leiðinni á spítalann „Við hringdum í neyðarvaktina og fengum ráð. Ég fékk leyfi til þess að gefa honum öll þau verkjalyf sem ég átti og ætluð voru dýrum. Morguninn eftir vorum við mætt fyrir utan spítalann áður en hann var opnaður og okkur var hleypt fljótt inn og þar gat Kambur feng- ið róandi. Hann fór aftur í röntgen og blóðprufu svo við gætum verið alveg viss um stöðuna áður en við létum svæfa hann. Þá kom hann skyndilega vel út úr öllum próf- um og ákveðið var að gefa honum daginn. Hann fékk vökva, sýklalyf og mat með sondu.“ Um hádegið sama dag var Kambur hins vegar orðin uppgef- inn og fór að kasta öllu upp aftur. „Ég talaði við dýralækninn í síma og við ákváðum að ég kæmi með hann, kveddi hann og leyfði honum að sofna. Á því korteri sem tók mig að komast á spítalann dó hann. Einkenni og blóðprufur sýndu alltaf merki um eitrun en ekki er hægt að segja til um hvað- an eða hvernig eitrið er. Við teljum líklegast að hann hafi kom- ist í eitur í umhverfinu í kringum sumarbústað- inn. Maður veit ekki neitt og gerir ekki ráð fyrir ein- hverju svona alvarlegu.“ Líklegasta orsök eitrun- ar Kambs er músaeitur eða baktería frá hræi. „Ef það var hræ á svæð- inu þá gæti til dæmis hafa verið baktería í því en við vit- um ekkert um það. Kamb- ur var einstaklega geðgóður hundur, hann fór með mér í vinnuna í mörg ár en ég hef starfað á sambýli fyrir fjölfatl- aða. Ég ætla ekkert að skafa utan af því að þetta hefur verið skelfilegur tími. Við fórum á Dýra- læknamiðstöðina í Grafarholti í öll skiptin nema þegar við þurftum að leita á neyðarvaktina og við feng- um toppþjónustu frá starfsfólkinu. Þau gáfust aldrei upp, ekki einu sinni þegar við gerðum það. Kamb- ur var algjör mömmustrákur og treysti mér ótrúlega vel, hans verð- ur sárt saknað.“ Fjóla og fjölskylda hennar vildu greina frá sögu Kambs til að vara annað fólk við þeim hættum sem geta leynst í umhverfinu. n Eitrun varð Kambi að bana „Hann var eftirlitslaus í kannski tíu til fimmtán mínútur“ aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is M y n D ir E y D íS E yj ó Lf SD ó t ti r R eimar Pétursson lögmað- ur hefur fyrir hönd skjól- stæðings síns, Matthíasar H. Johannessen, farið fram á fjárnám hjá Róbert Wessman, til tryggingar skuldar upp á tæplega 1,4 milljarða. Þetta herma áreið- anlegar heimildir DV. Skuldin er tilkomin vegna dóms Hæstarétt- ar sem féll um miðjan febrúar þar sem Róbert og viðskiptafélagar hans, Árni Harðarson og Magnús Jaroslav Magnsson, voru dæmdir til að greiða Matthíasi 640 milljón- ir króna fyrir að hlunnfara hann í viðskiptum. Að auki reiknast upp- hæðin með vöxtum frá júlí 2010 og dráttarvöxum frá árinu 2011. Skuldin stendur því í tæpum 1,4 milljörðum króna í dag og er enn ógreidd. Dómurinn féll 15. febrúar síð- astliðinn í Hæstarétti en með honum var staðfestur dómur Héraðs dóms Reykjavíkur um að þremenningarnir hefðu bak- að sér skaðabótaskyldu gagnvart Matthíasi. Matthías fór fram á 3,1 milljarð í bætur en gerði til vara kröfu um áðurnefndar 640 millj- ónir. Hæstiréttur féllst á síðari kröf- una. Málið snerist um kaup fjór- menninganna á félagi sem síðar fékk nafnið Aztiq Pharma Partners ehf. Átti félagið, í gegnum dóttur- félög sín, 30% hlut í lyfjafyrirtæk- inu Alovogen. Átti Róbert 94% í fé- laginu en hinir mennirnir 2% hver. Síðar eignaðist Árni hlut Róberts en Matthías taldi sig eiga forkaups- rétt á þriðjungi hlutabréfa Róberts. Matthías taldi að þremenn- ingarnir hefðu brotið á honum og komið í veg fyrir að hann nyti ágóðans af kaupunum í Alvogen. Þeir báru á móti að hann hefði ráðið sig til keppinautarins Actav- is og neitað að undirrita trúnaðar- yfirlýsingu. Löglega hefði verið staðið að ákvörðunum stjórnar. Hæstiréttur var á öðru máli og taldi einsýnt að stjórn Aztiq Pharma Partners hefði tekið hag- muni einstaks eða jafnvel einstakra hluthafa fram yfir hagsmuni félags- ins og þar með fram yfir hagsmuni annarra hluthafa. Sagði í dóms- orði að stjórnarmenn ættu að setja hagsmuni félagsins í öndvegi þegar hætta væri á slíkum árekstrum en það hefðu þeir ekki gert í þetta sinn. Þess vegna hefðu þremenningarnir skapað sér skaðabótaskyldu gagn- vart Matthíasi. Rúmum mánuði síðar eru skaða- bæturnar enn ógreiddar og því hef- ur verið farið fram á áður nefnt fjár- nám til tryggingar skuldinni. Fyrst hjá Róbert en því næst hjá Árna Harðarsyni og að lokum Magnúsi. DV hafði samband við lögmann Matthíasar, Reimar Pétursson, en hann kvaðst ekki tjá sig við fjöl- miðla um mál sem hann ynni að. Í skriflegu svari til DV sagðist Árni ekki hafa neinar upplýsingar um að beiðni um fjárnám væri komin fram. Sagði hann þremenningana vera í ágætum samskiptum við lög- mann kröfuhafa og að uppgjörið færi fram næstu dögum. n bjornth@dv.is 1,4 milljarða skaðabætur ógreiddar Krefst fjárnáms hjá róbert Wessman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.