Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 19
23. mars 2018 fréttir 19 aðstæðum sem virka ógnvekjandi hverju sinni“? Já, vegna þess að frá vöggu til grafar höfum við það ómeðvit- aða viðbragð að vernda okkur sjálf. Við lærum að gera hluti sem hafa jákvæðar afleiðingar en sneiða hjá hlutum sem hafa neikvæðar afleiðingar. Klassíska dæmið um þetta er barnið sem setur litlu höndina sína á heita eldavélarhellu, brennir sig og kippir höndinni hratt til  baka. Það er nær öruggt að þessi litla hönd gerir þetta aldrei aftur … aldrei! Á þennan hátt kortleggj- um við þær athafnir og hegðun sem er æskileg fyrir okkur. Þetta gerði frummaðurinn og þess vegna erum við mannfólkið ekki útdauð heldur dýrategund í stöð- ugri þróun. Frummaðurinn gekk ekki berskjaldaður, án vopna, út á gresjurnar og beint í ljónskjaft. Hann forðaðist lífshættulegar að- stæður og beitti skynsemi og rök- hugsun sem varð til þess að hann lifði af. Hann valdi að gera það sem hafði jákvæðar afleiðingar fyrir hann. Flestar lífverur hafa þessa getu, getu til að velja og hafna og lifa af. Það er til nafn yfir þetta. Það er viðbragð sem kallast „bar- átta eða flótti“ (e. fight or flight). Gasellur á sléttum Afríku nota flóttaviðbragðið þegar þær verða ljónsins varar og fyrir vikið sleppa þær gjarnan. Fólk sem stendur andspænis ísbirni þarf að ákveða hvort það ætlar að leggja á flótta eða berjast, til dæmis með bys- su að vopni. Þetta viðbragð er ómeðvitað og gerist ósjálfrátt. Líkamleg einkenni eins og þung- ur hjartsláttur, sviti í lófum, og hormón eins og adrenalín, nora- drenalín og kortisól pumpast út í líkamann og undirbúa okkur fyr- ir það sem við ákveðum að gera, hvort sem það er barátta eða flótti. Þegar við finnum þessi streitu- einkenni þá vitum við að hætta er á ferðum, líkaminn er að segja okkur það. Þetta getur forð- að okkur úr bráðri hættu. Þetta viðbragð blossar upp þegar við heyrum bílflaut rétt aftan við okkur með þeim afleiðingum að við stökkvum til hliðar og forð- um okkur mögulega frá slysi, eða þegar við vöknum við reyk- skynjara um miðja nótt, rjúk- um á fætur og vekjum aðra fjöl- skyldumeðlimi sem stuðlar að lífsbjörg. En þetta viðbragð hefur því miður skuggahliðar líka. Það blossar stundum upp þegar ná- kvæmlega ekkert er að óttast. Það lætur okkur halda að við séum í hættu þegar engin hætta er á ferðum. Við trúum því hins vegar að það sé eitthvað vont að fara að gerast og förum því ekki í aðstæðurnar sem tengjast við- bragðinu og tilfinningunni. Við forðum okkur og höldum okk- ur heima, í öruggu skjóli. Við trúum því ekki að stingurinn í maganum, þurrkurinn í  munn- inum eða vöðvaspennan sé til- kominn að ástæðulausu … Þegar kvíðaviðbragðið er farið að hafa þessi áhrif þá er það farið að hamla því að við lifum eðlilegu lífi. Hamlandi kvíði er viðmiðið. Það er viðvörunarbjallan sem við þurfum að fara eftir. Nú þarf að skoða hvað er í gangi, hvers vegna og hvað hægt sé að gera í því. Úrræði við kvíða? Úrræðin fela ekki í sér forðun, það er að sleppa því að gera hluti sem valda kvíða. Þveröfugt, þá er eingöngu hægt að halda kvíða niðri með því að sleppa því EKKI að gera hinn kvíðavaldandi hlut. Við sem ábyrgir foreldrar get- um þannig haft ótrúlega mik- ið um það að segja hversu kvíðin börnin okkar verða. Ef við leyfum barninu að sleppa því að fara í skólann vegna þess að það er með kvíðaeinkenni, eins og maga- verk, þá erum við einfaldlega að viðhalda forðuninni og viðhalda kvíðanum. En þá spyrja sig líklega margir þeirrar spurningar hvort þeir eigi bara að pína barnið til að fara … fara með það hágrátandi í skólann og skilja það eftir? Svar- ið við því er nei … en samt já og hér tala ég af eigin reynslu frekar en sérfræðingur í barnasálfræði (sem ég er alls ekki). Okkar reynsla Við fjölskyldan bjuggum erlendis um tæplega tveggja ára skeið og eitt barna okkar upplifði mikinn kvíða í tengslum við upphaf skóla þar sem það skildi ekki tungu- málið, þekkti ekki neinn og upp- lifði sig algjörlega berskjaldað. Þetta eru vissulega aðstæður sem myndu valda flestum einhverj- um kvíða. Í góðri samvinnu við kennara fengum við að taka „lítil skref“ til að hjálpa barninu að að- lagast. Við fórum með því í skól- ann fyrstu vikuna. Fyrsta daginn var annað okkar (foreldranna) með barninu allan daginn. Næsta dag vorum við í klukkustund og svo fórum við í burtu í 15 mín- útur. Það var barninu vissulega erfitt en við fullvissuðum það um að það yrði í lagi og við kæmum aftur og svo væri kennarinn með símanúmerin okkar ef eitthvað kæmi upp á. Við komum svo aftur í skólann og vorum með barninu í 30 mínútur þar til við yfirgáfum svæðið aftur í 30 mínútur. Þetta gerðum við í nokkra daga með því að lengja tímann sem barnið var án okkar, uns það treysti sér til að vera eitt, rétt eins og gert er þegar börn eru í aðlögun á leikskóla. Á þennan hátt lærði barnið (og heili þess) að það sem áður var ógn- andi var ekki raunveruleg ógn. Það var búið að sanna það og færa rök fyrir því. Til að þetta virki, að taka lítil skref, þá mega skrefin hins vegar ekki vera of löng og þarf að sníða þau eftir getu hvers og eins. Það sem gerðist í kjölfarið var að barnið okkar yfirfærði þennan persónulega sigur yfir í aðrar að- stæður og fór að þora að gera hluti sem það þorði ekki áður. Þennan „sigur“ barnsins not- um við óspart þegar upp koma kvíðaeinkenni. Þá segjum við: „Manstu þegar þú sigraðist á kvíð- anum gagnvart skólanum og varst farin að fara út sjálf og jafnvel leika við skólafélaga eftir skóla? Heldurðu þá ekki að þú getir alveg prófað að gera þetta?“ (Fara í ferð- ir með skóla, gista annars staðar o.s.frv.). Barnið okkar var ekkert sátt við okkur á þessum tíma. Því fer fjarri! Við vorum mjög vondir foreldrar og okkur var greinilega alveg sama þótt barnið væri með magaverk (kvíðaeinkenni) og liði svona skelfilega illa. Okkur hefur hins vegar verið fyrirgefið og í dag ræðum við kvíðann á hversdags- legum nótum og finnum lausnir þegar hann lætur á sér kræla. Þetta getum við foreldrar nefnilega gert, við getum ýtt án þess að hrinda. Við getum hvatt börnin okkar til að takast á við erfiða hluti með því að stíga eitt skref í einu. Skrefin þurfa stund- um að vera mörg þar til takmarki er náð en það er bara allt í lagi. Við höfum alveg nægan tíma sem uppalendur. Við getum tekið dæmi um barn sem langar að gista hjá vini en þorir það ekki vegna þess að það er hrætt við að vakna og fá mikla heimþrá (af því að það gerðist einu sinni og tilhugsun- in ein veldur kvíðaviðbrögðum). Þarna gætu foreldrar (og foreldr- ar vinar) hjálpað barninu að taka lítil skref og setja upp plan: 1. Barnið dvelur hjá vini fram á kvöld (og finnur að það er í lagi). 2. Barnið dvelur hjá vini fram á kvöld og klæðir sig í náttföt/ burstar tennur (og finnur að það er í lagi). 3. Barnið dvelur hjá vini fram á kvöld og klæðir sig í náttföt/ burstar tennur og dvelur lengur í þetta sinn. 4. Barnið prófar að gista og veit að það getur talað við foreldra vinarins ef það vaknar upp með heimþrá. Það veit líka að það get- ur hringt heim og talað við for- eldra sína. Þarna veit barnið af bjargráðum sem það getur gripið til ef því líður illa. 5. Þarna er mjög líklegt að barnið geti gist án þess að verða kvíðið því það hefur lært að óttinn hafði ekki raunveru- lega slæmar afleiðingar. Óttinn var bara hugsun en ekki alvara. Barnið beitti rökum: Það sem var ekki vont er ekki hættulegt og þess vegna get ég get gert þetta aftur. Á meðan 5 „skref“ duga mörg- um börnum þá gætu önnur þurft helmingi fleiri skref. Allt eftir því hversu alvarlegur kvíðinn er. Við foreldrar þurfum alla daga að vera meðvitaðir um það hversu miklar fyrirmyndir við erum í einu og öllu. Ef við sjálf erum kvíðin eða hrædd við eitt- hvað (kóngulær, að hitta ókunn- uga, tala fyrir framan aðra) þá er afar líklegt að börnin okkar verði það líka. Ef við sjálf forðumst hluti eða gefumst auðveldlega upp án þess að prófa, þá læra börnin okkur auðvitað að gera hið sama. Þannig að, ýtum aðeins á börnin okkar með að takast á við það sem er erfitt og óþægilegt og ger- um það sjálf. Gamla góða hugtak- ið „Það læra börn sem þau búa við“ á ennþá við í dag og er gott veganesti fyrir okkur öll. n „Við foreldrar þurfum alla daga að vera meðvitaðir um það hversu miklar fyrirmyndir við erum í einu og öllu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.