Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Síða 33
Íslensk hönnun 23. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ Litla Hönnun-ar Búðin er staðsett í hjarta Hafnar- fjarðar en gamli miðbærinn þar er óneitanlega með fallegri þéttbýlis- svæðum á landinu. Litla Hönnunar Búðin, Strandgötu 17 í Hafnarfirði, var sett á stofn í byrjun september árið 2014. Versl- unin fellur vel inn í þann skemmtilega miðbæjaranda sem ríkir í Strandgötunni og Sigríður Mar- grét Jónsdóttir, sem rekur verslun- ina ásamt eiginmanni sínum, Elvari Gunnarssyni, segist ekki geta hugsað sér skemmtilegri stað til að starfa á. Í febrúar á þessu ári urðu tímamót í rekstrinum þegar verslunin var stækkuð úr 20 fermetrum upp í 100 fermetra og vöruúrvalið stóraukið í leiðinni. Verslunin hélt þó í fyrri gildi sín og stefnu sem er að bjóða mikið úrval af íslenskri hönnun í bland við erlendar vörur og hafa á boðstólum vörur sem eru rekjanlegar til upp- runa síns. „Þetta eru sniðugir og öðruvísi hlutir sem við bjóðum upp á, sem þú sérð ekki á hverju heimili,“ segir Sigríður: „Fjölbreytnin er mikil, en við erum ekki með ýkja mikið magn.“ Sigríður er hönnuður og hannar nokkuð af vörum verslunarinnar, auk þess sem fjölmargir íslenskir hönnuðir selja vörur sína í búðinni. Vöruúrvalið er afar fjölbreytt: snyrtivörur, garn, flothettur, barnavörur, skart, fatn- aður og gjafavara. Kannski má segja að Litla Hönnunar Búðin sé einhvers konar „Hönnunar Kaupfélag“ þar sem þú getur fengið alls konar. Sigríður finnur fyrir miklum áhuga á Hafnarfirði og sífellt fleiri leggja leið sína í fjörðinn. Einnig hefur síaukinn fjöldi erlendra ferðamanna gert sér ferð í verslunina undanfarin ár þó að Hafnarfjörður sé ekki eins algengur viðkomustaður ferðamanna og til dæmis Reykjavík. Það er skemmtileg upplifun að kíkja í Litlu Hönnunar Búðina og góður hluti af vel heppnaðri ferð í miðbæ Hafnarfjarðar. Verslunin er opin virka daga frá kl. 12 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Litla Hönnunar Búðin rekur einnig vefverslun á slóðinni litlahonnunar­ budin.is og vert er að líta inn á Face­ book­síðu og Instagram­síðuna. „Sniðugir og öðruvísi hlutir“ LitLa HönnunaR Búðin ER oRðin StóR:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.