Fréttablaðið - 21.04.2018, Side 10

Fréttablaðið - 21.04.2018, Side 10
MÁLÞING UM GRÆNNI BYGGÐ Fimmtudaginn 26. apríl kl. 13.00-16.30 í Veröld, húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1 VIÐSNÚNINGURINN Í UMHVERFIS- OG LOFTSLAGSMÁLUM HVERNIG EIGUM VIÐ AÐ BYGGJA FYRIR GRÆNNI FRAMTÍÐ? Á málþingið um grænni byggð koma erlendir og innlendir fagsérfræðingar um grænar lausnir og áherslur í byggingariðnaði og skipulagi. Málþing um Grænni byggð/Vistbyggðardagurinn er skipulagður af Vistbyggðarráði í samstarfi við Framkvæmdasýslu ríkisins, Mannvirkjastofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Skráning á vbr@vbr.is. Verð 6.000 kr. fyrir aðila að Vistbyggðarráði, 9.000 kr. fyrir aðra og 2.000 kr. fyrir háskólanema. Sjá má alla dagskrána á www.vbr.is Mette Qvist framkvæmdasjóri Green Building Council Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Gísli Marteinn Baldursson, borgarfræðingur Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins Eric Holding, arkitekt og borgarhönnuður Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður Rb. Hjá NMI Helga Jóhanna Bjarnadóttir, efnaverkfræðingur hjá EFLU MjanMar Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. Þeir ættu að lokka þá á veitingastað með því að lofa þeim leyniskjölum og svo handtaka þá. Þetta fullyrti lögreglu- stjórinn Moe Yan Naing í skýrslu- töku fyrir dómi í máli gegn Reuters- blaðamönnunum Wa Lone og Kyaw Soe Oo í gær. Réttarhöldin yfir Lone og Oo hafa staðið yfir frá því í janúar en blaða- mennirnir eru ákærðir fyrir að brjóta upplýsingalög. Þeir eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm en umfjöll- unin sem þeir unnu að snerist um þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Blaðamennirnir höfðu sagt frá því að þeir hefðu verið handteknir sek- úndum eftir að þeir fengu skjölin í hendurnar. Lögreglumennirnir tveir sem handtóku Lone og Oo hafa ekki enn borið vitni í málinu. Myo Thu Soe, ofursti og talsmaður lögreglunnar, sagði vitnisburð Naing byggðan á tilfinningum lögreglu- stjórans. Ekki væri hægt að gera ráð fyrir því að frásögnin væri sönn. Amal Clooney, einn verjenda blaðamannanna, sagði í yfirlýsingu í gær að ákæruvaldið ætti að fella niður ákæru sína. Annars myndi dómari vísa málinu frá. – þea Blaðamennirnir leiddir í gildru Meðferð blaðamanna Reuters hefur verið mótmælt. NoRdicphotos/AFp FjÖLMIÐLar Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun að tekjutap ríkisins vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur og breytinga á fjölmiðlaum- hverfi þýði tekjutap sem nemur rúmum hálfum milljarði á næstu árum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist horfa til alþjóðlegs umhverfis við vinnu á breytingum vegna starfs- skilyrða fjölmiðla. „Ég er að horfa á öll Norðurlöndin og ég er líka að horfa á Breta sem eru með sterkt ríkissjónvarp, BBC. Nálgunin er alþjóðleg og það er alveg ljóst að við hlutfallslega erum að styrkja okkar einkareknu fjöl- miðla minna en þau lönd sem við miðum okkur við. Þetta verður stór þáttur í þeirri niðurstöðu sem við komumst að,“ segir Lilja. Nefnd sem Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningar- málaráðherra, skipaði um breytt rekstrarumhverfi fjölmiðla skilaði Lilju Alfreðsdóttur, núverandi ráð- herra, skýrslu í lok janúar. Þar er meðal annars lagt til að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna framleiðslu á frétt- um og fréttatengdu efni, að Ríkis- útvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta verði 11 prósent, að áfengis- og tóbaks- auglýsingar verði heimilaðar, að einkareknir fjölmiðlar fái endur- greiðslu á hluta kostnaðar vegna textunar og talsetningar á efni, að undanþáguheimildir verði gefnar vegna textunar og talsetningar og að tryggt verði gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Dönsk stjórnvöld kynntu um daginn tillögur til að bregðast við rekstrarstöðu fjölmiðla. Lilja segist vera búin að kynna sér þær og að þær hafi verið ræddar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Eftir að fréttir birtust af tillögunum í dönskum fjölmiðlum sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, að í Evrópu væru menn að átta sig á hversu mikil tímaskekkja ríkisreknir ljósvaka- og netmiðlar eru. „Og ekki bara tímaskekkja held- ur fullkomlega óeðlilegt út frá jafn- ræðis-og samkeppnissjónarmiðum. Eins og oft áður eru Danir fyrstir að rakna úr rotinu. Á Íslandi eru menn- ingar- og öryggisrökin fyrir tilvist RUV úr sér gengin sem og rökin fyrir aðgengi allra að ljósvakamiðlum. Kannski að hollvinir RUV reyni að beita lýðheilsusjónarmiðum eins og við hollvinir ÁTVR gerum fyrir einka- sölu ríkisins á áfengi,“ sagði Brynjar á Facebook. jonhakon@frettabladid.is Tekjutap í breyttu umhverfi Mennta- og menningarmálaráðherra horfir til Norðurlandanna og Bretlands vegna breytinga á starfs- umhverfi fjölmiðla. Dönsk stjórnvöld hafa kynnt tillögur til að bregðast við rekstrarstöðu fjölmiðla. Breytingar á fjölmiðlaumhverfinu þýða töluvert tekjutap fyrir hið opinbera. NoRdicphotos/Getty 2 1 . a p r í L 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r10 F r é t t I r ∙ F r é t t a B L a Ð I Ð 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 8 3 -F 7 7 4 1 F 8 3 -F 6 3 8 1 F 8 3 -F 4 F C 1 F 8 3 -F 3 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.