Fréttablaðið - 21.04.2018, Síða 30

Fréttablaðið - 21.04.2018, Síða 30
Ég á þér svo margt að þakka,“ segir Alex-andra Herleifsdóttir við móður sína, Margréti Guðmundsdóttur. Þær eru að ræða um fortíð- ina, uppvaxtarár Alexöndru. Margrét, sem þarf núna að nota hjólastól vegna taugahrörnunar- sjúkdóms, lagði allt kapp á að fara með dóttur sína á körfuboltaæf- ingar þegar hún var unglingur. „Ég keyrði hana úr Breiðholti í Kópa- vog nærri því á hverjum degi. Ég vissi að það væri mikilvægt að hún færi á æfingar. Að það gerði henni gott. Innst inni var ég hrædd um að ef ég gerði það ekki, þá færi hún í Lokins er ég lifandi Sársaukinn sem Alexandra Sif Herleifsdóttir fann fyrir þegar hún varð fyrir grófu einelti sem barn þróaðist í kvíða og alvarlegt þung- lyndi eftir því sem hún eltist. Hún og móðir hennar, Margrét Guð- mundsdóttir, ræða um glímuna við kvíðann og leiðina til bata. Alexandra Sif Herleifsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir, móðir hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK eiturlyfjaneyslu. Sársaukinn var svo mikill,“ segir Margrét. Var lífsglatt og kátt barn Sársaukinn sem móðir Alexöndru talar um varð vegna eineltis. Hann leiddi af sér kvíða sem óx á full- orðinsárum. Varð á tímabili nærri því óyfirstíganlegur. Lífshættulegur. „Hún var svo lífsglatt barn. Svo kát, svo félagslynd. Svo óhrædd,“ segir Margrét frá. Alexandra tekur undir. „Ég á góðar minningar frá barnæsku. Þær eru grunnurinn, ég er glöð að eðlisfari.“ Alexandra er alin upp í Breiðholti og undi vel við sitt. Fjölskyldan flutti í lítið bæjarfélag þegar hún var tíu ára gömul. „Mér var hafnað frá fyrsta degi og eineltið hófst strax. Ég á margar minningar um sára höfnun og gróft andlegt ofbeldi. Stundum varð það líkamlegt líka,“ segir Alexandra frá. Eineltinu fylgdi sársauki „Ég fékk ljót símaskilaboð, það voru stofnaðar sérstakar síður um mig á netinu þar sem var gert grín að mér. Ef ég kom inn þar sem börn sátu, þá færðu þau sig frá mér ef ég nálgaðist. Þessari höfnun og ofbeldi fylgdi sársauki sem varð líkamlegur. Ég fékk sára magaverki. Ég var ell- efu ára gömul þegar ég náði mér í hníf úr eldhúsinu og hugsaði um að skaða mig,“ segir Alexandra frá. Hún segist ekki hafa sett þessar tilfinn- ingar í nokkurt samhengi fyrr en hún varð fullorðin. „Það er ekkert langt síðan ég gat sett í samhengi kvíða og þunglyndi og þessi áföll sem ég varð fyrir sem barn.“ Ekki velkomin í bæjarfélaginu Margrét móðir hennar tekur undir. „Það er sárt að hugsa til þess að í fyrstu var ég að pína hana til að fara í skólann. Á morgnana var hún oft lasin. Sárlasin, en hresstist til muna eftir að ég hafði hringt hana inn veika. Ég áttaði mig þó fljótt og reyndi að ræða við skólann. Þar rakst ég á vegg. Í þessu litla bæjarfélagi voru allir tengdir. Við vorum aðkomu- fólk. Ég var litin hornauga fyrir að kvarta yfir eineltinu. Ég fékk líka að finna að við værum ekki velkomin utan skólans. Það var ekkert gert í málunum og ég þurfti að taka hana úr skólanum. Á endanum ákváðum við hreinlega að pakka saman og fara. Líf dóttur minnar var of verð- mætt,“ segir Margrét. Reiði á unglingsárum „Ó, það var svo mikill léttir,“ segir Alexandra og horfir brosandi á móður sína. „Já, það er alltaf hægt að kaupa nýtt hús og flytja. En maður fær ekki aftur þessi ár, þau er ekki hægt að kaupa,“ segir Margrét. Unglingsárin liðu. Margrét keyrði Alexöndru á æfingar. Sannfærð um að dóttir hennar myndi njóta góðs af æfingunum. „Sem ég gerði, ég er viss um að hreyfingin gagnaðist mér. Forðaði mér frá því að lenda í vanda.“ „Á sama tíma hafðir þú ekki ráð- rúm til þess að takast á við vanda- málin. Það var ekki tími til þess,“ segir móðir hennar. „Unglingsárin voru erfið. Það sem var einkennandi við hana er hversu fljótt hún rauk upp. Við vorum kannski að spjalla saman og þá kannski var eitthvað sem kom illa við hana og þá missti hún stjórn á skapi sínu. Nú skil ég af hverju. Það hefur breyst. Hún er með jafnaðar- geð. Það var vanlíðan hennar sem braust út og tengdist ekki okkur eða því sem við vorum að ræða.“ Fór á hnefanum „Það var líka eflaust einhver flótti í því hversu mikið hún vann og kepptist við og keyrði sig áfram,“ heldur hún áfram. „Ég leyfði mér ekki að vera til. Að slaka á. Það er líka mikil sam- félagsleg pressa á ungt fólk. Maður á að vera í flottu formi með allt á hreinu. Þarf að eiga marga vini, gera eitthvað í lífinu svo þú sért marktækur. Auðvitað fer maður og fylgir straumnum, ómeðvitað,“ segir Alexandra. „Ég fór á hnefanum eftir því sem ég fullorðnaðist. Ég fór í háskólann og lærði íþróttafræði, ég fór á æfing- ar og vann mikið með. Álagið varð of mikið á lokaári mínu í háskól- anum. Og kvíðinn blossaði upp,“ segir hún frá. Fékk sjálfsvígshugsanir Alexandra segir að á þessum tíma, þegar álagið hafi verið sem mest, hafi hún fengið sjálfsvígshugsanir. Stundum þegar hún hafi verið að keyra bíl hafi hún hugsað um að keyra bara út af. Margrét segist þá hafa orðið illa bylt við. „Hún kom til okkar um miðja nótt. Hágrét, vissi ekki sitt rjúkandi ráð, sat á rúmstokknum og grét. Þarna vissi ég að vandinn væri djúpstæður,“ segir hún frá. Alexandra kláraði lokaprófin. Hún átti kærasta frá Kanada og ákvað að flytja með honum út. „Ég hélt að ég myndi skilja kvíðann eftir á Íslandi. Ég kenndi álaginu um, prófunum, vinnunni, meiðslum sem ég var að glíma við í körfuboltanum. Ég leiddi aldrei hugann að rótinni. Áföllunum í æsku. Þarna var ég ekki búin að tengja,“ segir Alexandra. Hún og kærasti hennar bjuggu í háhýsi. Á átjándu hæð. „Þarna úti uppgötvaði ég að kvíðinn varð ekki eftir á Íslandi. Hann fylgdi mér og stigmagnaðist. Ég gat ekki notið útsýnisins. Ég hafði löngun til að hoppa niður. Ég eyddi heilu dög- unum í rúminu. Kvíðinn var orðinn að djúpu þunglyndi. Ég ákvað að ég þyrfti að gera eitthvað róttækt í málunum,“ segir Alexandra frá. Sagði engum frá „Ég vissi ekkert um hversu vond líðan hennar var á þessum tíma,“ segir móðir hennar frá. „Það var margt fleira sem bætti við álagið. Pabbi hennar greindist með krabbamein daginn sem hún flutti út.“ „Ég sagði heldur ekki frá,“ segir Alexandra. „Ég las mér til á netinu, tók próf og komst að því að ég ætti hreinlega að vera inniliggjandi á geðdeild. Þarna hefði það gert mér gagn að geta hringt og fengið hjálp og ráðgjöf. En ég gerði það ekki því ég hafði ekki hugmynd um að neitt slíkt væri til. Útmeða hefði gagnast mér á þessum tíma. Samstarfsverk- efni Geðhjálpar og Rauða krossins. Og Hjálparsíminn 1717, ég hefði hringt ef ég hefði vitað. Ég gerði áætlun. Hún náði til ein- faldra atriða. Svo sem að drekka vatn. Klæða mig. Tannbursta mig. Það var svo langur vegur frá Útmeða Er samstarfsverkefni Rauða krossins og Geðhjálpar og gengur út á vitundarvakningu. Að hvetja ungt fólk til að tala um líðan sína og leita sér hjálpar. 1717 Er Hjálparsími og netspjall Rauða krossins en árlega berast um 15.000 mál inn á borð 1717 sem eru jafn ólík og þau eru mörg. EF ÉG KOM INN ÞAR SEM BÖRN SÁTU, ÞÁ FÆRÐU ÞAU SIG FRÁ MÉR EF ÉG NÁLG- AÐIST. ÞESSARI HÖFNUN OG OFBELDI FYLGDI SÁRS- AUKI SEM VARÐ LÍKAM- LEGUR. ÉG FÉKK SÁRA MAGAVERKI. ÉG VAR ELL- EFU ÁRA GÖMUL ÞEGAR ÉG NÁÐI MÉR Í HNÍF ÚR ELD- HÚSINU OG HUGSAÐI UM AÐ SKAÐA MIG. Alexandra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ↣ 2 1 . A P R Í L 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 8 3 -D 9 D 4 1 F 8 3 -D 8 9 8 1 F 8 3 -D 7 5 C 1 F 8 3 -D 6 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.