Fréttablaðið - 21.04.2018, Side 32

Fréttablaðið - 21.04.2018, Side 32
Ég er nú komin sex mánuði á leið með mitt fyrsta barn en lenti í því í fyrra að missa fóstur,“ segir Ingunn Huld sem vann sig út úr erfiðri lífsreynslu með því að semja lög og texta um fósturmissi og meðgöngu. Afraksturinn, ásamt öðrum lögum sem hún hefur samið í gegnum námið, ætlar Ingunn að frumflytja á útskriftartónleikum úr Listaháskólanum í dag. „Maður er kannski ekki tilbúinn að tala um fósturmissi við hvern sem er, sérstaklega þegar maður er enn að vinna úr því, en ég vann úr erfiðum tilfinningum á þennan hátt. Listsköpun er góður farvegur til að fá útrás fyrir tilfinningar og þess vegna tel ég dýrmætt fyrir börn að fá tækifæri til tónlistar­ iðkunar. Maður nær nefnilega ekki alltaf að koma öllu í orð, en þarf þó að koma því frá sér, og í tónlist, sem og íþróttum og annarri list, er oftar en ekki hægt að veita innibyrgðum tilfinningum farveg,“ segir Ingunn sem er grunnskólakennari að mennt og kenndi tónmennt og leiklist í sjö ár í Kelduskóla og Vesturbæjarskóla áður en hún söðlaði um og fór í meistaranám í Listaháskóla Íslands. „Ég skráði mig í alþjóðlegt meistaranám sem kallast á ensku NAIP en heitir á íslensku Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf. Mér þótti áhugavert að fá rými til að leggja áherslu á það sem ég vil í tónlistinni en líka að læra verk­ efnastjórnun og fleiri hagnýt námskeið sem nýtast munu vel í framtíðinni.“ Ingunn er sömuleiðis útlærð í djasssöng frá FÍH og kennir börnum á þverflautu. „Ég byrjaði í þverflautunámi þegar ég var níu ára. Það voru forréttindi að alast upp í Mosfells­ bænum því þar var í hvívetna hlúð að listsköpun barna og unglinga. Þannig var ég bæði í skólahljóm­ sveit Mosfellsbæjar, barnakór Varmár skóla og í leiklistarstarfi,“ segir Ingunn sem ólst upp á hefðbundnu heimili þar sem til voru hljómplötur með Whitney Houston og Ingunn hélt upp á. „Við systkinin lærðum öll á hljóðfæri og mamma og pabbi kunna bæði á gítar þó þau fari frekar leynt með það. Þó var okkur krökkunum ekki ýtt út í tónlistar­ nám heldur spratt það af áhuga okkar og löngun til að læra á hljóð­ færi. Það er hins vegar dýrmætt að finna hvatningu að heiman og þegar foreldrar manns njóta þess að hlusta á mann spila og æfa sig,“ segir Ingunn. Reynsluheimur kvenna Lokaverkefni Ingunnar Huldar við Listaháskólann tekur á tilfinninga­ legri úrvinnslu söngvaskálda við lagasmíðar og þá sér í lagi lögum kvenna sem fjalla um meðgöngu og fósturmissi. „Lögin sem flutt verða á tónleik­ unum taka á reynsluheimi kvenna, allt frá Maríu Magdalenu (Woman) til fósturmissis á 21. öldinni (In the hands of strangers), með­ göngu (Baby before you enter), lífi nýgiftrar eiginkonu (Candlelight & Porridge) og umbreytingartím­ anum þegar börnin fara að heiman (A bathroom gained), en hér eru upptalin fimm lög af fleirum,“ útskýrir Ingunn sem samdi öll Ingunn Huld samdi textana við lögin sem hún flytur í dag á ensku. „Þegar maður semur tónlist sem er svo mikið nærri hjarta manns myndast hæfileg fjarlægð þegar hún er ekki á móðurmáli hans.“ MYND/EYÞÓR Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is lögin nema eitt á meðan hún var í meistaranáminu. „Í tengslum við lokaritgerðina hef ég skoðað hvað aðrir tónlistar­ menn hafa gert í sambandi við úrvinnslu tilfinninga og hvaða lög það eru sem konur hafa samið um meðgöngu og fósturlát. Þar má nefna lagið „Heartbeat“ sem Beyoncé samdi um fósturmissi en eiginmaður hennar Jay Z gerði slíkt hið sama í laginu „Glory“, sem er óður til konu hans og dóttur en kemur einnig inn á sorgina í tengslum við fyrri fósturmissi. Þá samdi Ólöf Arnalds lagið „Inni undir skinni“ um meðgöngu og Lily Allen og Tori Amos sömdu báðar lög um fósturlát,“ upplýsir Ingunn. Hún segir lag Beyoncé ekki hafa komið út á plötu en að það komi fyrir í heimildarmyndinni Life is but a dream. „Í myndinni talar Beyoncé um að Heartbeat hafi verið hennar með­ ferðarúrræði til að vinna úr erfiðri lífsreynslu. Allt er þetta auðvitað mjög persónuleg tónlist. Sumar lagasmíðar eru enda þess eðlis að maður semur þær ekki til útgáfu heldur vegna þess að maður þarf að vinna úr tilfinningum og það er dýrmætt fyrir mann. Einhver lögin eru því tregafull en önnur eru ástarlög eða lög um hamingju og mikla eftirvæntingu.“ Leyndardómsfullt verk Ingunn hefur mestmegnis samið þjóðlagapopp og ballöður. Árið 2015 gaf hún út plötuna Fjúk með ellefu íslenskum lagasmíðum. „Lögin sem ég flyt í dag eru samin á ensku því mér finnst áhugavert að taka eitt tungumál fyrir í einu. Þegar maður semur tónlist sem er svo mikið nálægt hjarta manns myndast líka hæfileg fjarlægð þegar hún er ekki á móðurmáli manns,“ segir Ingunn og er full tilhlökkunar. Með Ingunni verður valinn maður í hverju rúmi. Sjálf sér hún um söng, gítar­, píanó­ og þver­ flautuleik en Árni Magnússon spil­ ar á rafbassa, Páll Cecil Sævarsson á trommur og hljóðgervil, Sigurður Halldórsson á selló, Héðinn Ziska Davidsen á gítar og Anna Bergljót Böðvarsdóttir syngur bakraddir. „Í dag verða ákveðin kaflaskil og eftir langan og strangan undir­ búning verður gaman að flytja lögin frammi fyrir áheyrendum. Á eftir mun ég svo örugglega taka því rólega og gera eitthvað skemmti­ legt með fjölskyldu og vinum, en svo er bara að vinda sér í að klára ritgerðina,“ segir hún og hlær. Önnur áhugamál Ingunnar eru útivist, hannyrðir, ljóðagrúsk og bragfræði. „Ég hef yndi af því að kenna börnum og langar að gera það áfram. Mér þykir svo áhugavert að gefa þeim tækifæri til að tjá sig í gegnum tónlist. Ég stefni því á að klára skólann, njóta þess að verða móðir og halda svo áfram að kenna, semja og gefa út tónlist.“ Á tónleikunum í dag verður skemmtilegt leyninúmer sem Ingunn vill ekki ljóstra upp. „Segjum bara að áheyrendur fái heyrt óvænt verk fyrir rödd og óhefðbundið hljóðfæri,“ segir hún leyndardómsfull og brosir. Tónleikar Ingunnar Huldar verða í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, í dag, laugardaginn 21. apríl, klukkan 15. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis. Maður er kannski ekki tilbúinn að tala um fósturmissi við hvern sem er, en ég vann úr erfiðum tilfinningum á þennan hátt. Ingunn Huld Sævarsdóttir Markaðurinn fylgir Fréttablaðinu á miðvikudögum » Nýjar viðskiptafréttir daglega á frettabladid.is/markadurinn » Þú getur einnig nálgast Markaðinn í Fréttablaðs appinu Vettvangur viðskiptafrétta 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . A p R í L 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 8 3 -C 6 1 4 1 F 8 3 -C 4 D 8 1 F 8 3 -C 3 9 C 1 F 8 3 -C 2 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.