Fréttablaðið - 21.04.2018, Síða 70

Fréttablaðið - 21.04.2018, Síða 70
Það er svo mikið um að vera á Barna- menningarhátíð og fólk er á hlaupum að ná sem mestu á dagskránni og þá verður gott að geta stung- ið sér inn í Tjarnarbíó í smástund og kastað mæðinni. Aude Busson, framkvæmdastjóri Unga Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Ungi er sviðslistahátíð fyrir unga áhorfendur og það er ASSITEJ á Íslandi sem heldur hátíðina,“ segir Aude og bætir því við að ASSITEJ á Íslandi sé hluti af samnefndum alþjóðasamtökum um sviðslistir fyrir börn. „Þetta er í fimmta sinn sem við höldum hátíðina. Við höfum valið bæði innlendar og erlendar leiksýningar til að taka þátt í hátíðinni og svo er einnig nú.“ Aðgangur að sýningum og námskeiðum á hátíðinni er ókeypis. „Það eina sem þarf að gera er að mæta klukkutíma fyrr á þann stað sem sýningin er, í Tjarnarbíó eða þjóðleikhúsið, og ná sér í, ekki miða heldur dúplólegókubb sem þarf svo að afhenda við innganginn og við byggjum eitthvað fallegt úr kubbunum.“ Hátíðin hófst á sumardaginn fyrsta og fer fram bæði í Tjarnarbíói og Þjóðleikhúsinu. „Um helgina verður mikið um að vera,“ lofar Aude. „Við byrjum daginn í dag með því að sýna brúðuleikritið Á eigin fótum í Tjarnarbíói. Þetta er sýning sem hefur verið í gangi í vetur og fengið mjög góða dóma. Hún er um litla stelpu sem er send í sveit á stríðsárunum og þarf að standa á eigin fótum, eignast vini og passa að verða ekki of einmana. Stelpan er leikin af brúðu og svo er leikari sem leikur á móti henni alla sem hún hittir.“ Klukkan hálf tvö verður svo bryddað upp á nýjung. „Við höfum verið með leikhúsball en núna ætlum við að bjóða upp á hvíldar- tónleika,“ segir Aude. „Það er svo mikið að gera á Barnamenningar- hátíð og fólk er á hlaupum að ná sem mestu á dagskránni og þá verður gott að geta stungið sér inn í Tjarnarbíó í smástund og kastað mæðinni. Við ætlum að vera með dýnur á gólfinu og smá ljósasýn- ingu og Sóley tónlistarkona verður með tónlistina. Þessi hvíldarstund verður tvisvar, í hálftíma í senn.“ Eins og áður sagði er Þjóðleik- húsið samstarfsaðili Unga og þar verður líka boðið upp á sýningar. Ég get er sýning fyrir tveggja ára og eldri eftir Peter Engkvist þar sem tveir leikarar prófa sig áfram með að vinna saman. Hin ást- sæla sýning Pétur og úlfurinn eftir Bernd Ogrodnik verður á Brúðu- loftinu og svo verður boðið upp á ýmis námskeið. „Við verðum með sirkusnámskeið þar sem við látum börn kenna börnum,“ segir Aude. „Krakkar í Æskusirkusnum ætla að kenna í klukkutíma og kennslu- stundin verður þannig að börnin læra grunnatriðin í einhverri sirkuslist og læra líka að sviðsetja atriðið sitt svo þau geti sýnt það heima eða fyrir vinina. Þetta verður í Tjarnarbíói klukkan þrjú í dag. Nemendur í listkennsludeild LHÍ bjóða krökkum sjö ára og eldri og foreldrum einnig upp á skynjunar- námskeið í Þjóðleikhúskjallar- anum.“ Hátíðinni lýkur svo á sunnudag- inn með sýningum í Þjóðleikhúsinu á leikritinu Oddur og Siggi. „Þetta verk hefur ekki verið í opnum sýningum áður heldur verið sýnt fyrir skólana,“ segir Aude. „Oddur og Siggi eru leikarar við leikhúsið, leiknir af Sigurði Þór Óskarssyni og Oddi Júlíussyni, sem voru bakradd- irnar í Kúst og fæjó. Verkið er fyrir tíu ára og eldri og fjallar um sam- skipti, vináttu og fleira í þeim dúr.“ Aude er framkvæmdastjóri Unga og hefur verið síðan 2014. „Ég er leikstjóri og sviðslistakona og hef áhuga á barnamenningu og barnasýningum. Ég fer sjálf á allar barnasýningar, þarf ekkert barn með mér,“ segir hún og hlær. Allar upplýsingar um hátíðina má finna á vefsíðu Barnamenn- ingarhátíðar og á assitej.is og svo er Ungi líka á Facebook. „Og svo verðum við í Tjarnarbíói alla Barna- menningarhátíðina svo það er um að gera að koma bara að spyrja okkur hvað er á döfinni,“ segir Aude að lokum. Legókubbur kemur í stað aðgöngumiða á sýningu Þessa dagana er mikið um að vera og miðbærinn iðar af dansi, listsköpun, lífi og leikhúsi. Aude Busson er framkvæmdastjóri Unga, barnaleiklistarhátíðar sem fer fram í Tjarnarbíói og Þjóð- leikhúsinu samhliða og í samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Aude Busson, framkvæmdastjóri Assitej sviðslistahátíðarinnar Unga, í miðjum blöðruregnboga. MYND/SigtrYggUr Ari Aðgangur að Unga er ókeypis en mikilvægt er að koma klukkutíma fyrir sýningu og fá aðgangslegókubb hjá Aude og félögum. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Fimmtudaginn 26. apríl gefur Fréttablaðið út sérblaðið ÚTIVIST Í þessu glæsilega blaði verða skemmtileg viðtöl við allskonar fólk sem hefur smitast af útvistarbakteríunni. Fjallgöngur, hlaup, hjólreiðar eða skokk um göngustíga borgarinnar. Markmið blaðsins er grípa athygli allra þeirra sem stunda útivist af einhverju marki. Því til viðbótar verður ýmis gagnle ur og hvetjandi fróðleikur fyrir þá sem vilja fara af stað og stunda meiri útiveru og útvist. Nán ri upplýsi ar um auglýsingar og kynningarumfjallanir veitir Ólafur H. Hákonarson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 512 5433 / olafurh@frettabladid.is 8 KYNNiNgArBLAÐ FÓLK 2 1 . A p r í L 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 8 4 -1 E F 4 1 F 8 4 -1 D B 8 1 F 8 4 -1 C 7 C 1 F 8 4 -1 B 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.