Fréttablaðið - 21.04.2018, Page 75

Fréttablaðið - 21.04.2018, Page 75
ÉG VIL NJÓTA ÞESS, FERÐAST OG LIFA ÞVÍ. ÞAÐ ER NÚNA ORÐINN RAUN- VERULEGUR MÖGULEIKI. EF ÉG GAT ÞAÐ, ÞÁ GETA AÐRIR ÞAÐ. Alexandra þessu til þess að ég gæti hreyft mig. Kaldhæðnislegt, þar sem ég er íþróttafræðingur,“ segir Alexandra. „Ég man eftir því þegar ég fann til gleði. Fyrsta sinn í langan tíma. Það var eftir að mér hafði tekist að fara út að hlaupa. Ég varð hrædd, því ég vissi að þessi tilfinning myndi ekki vara lengi. En svo urðu góðu stund- irnar fleiri. Góðu dagarnir fleiri. Ég var búin að gleyma því hvernig það er að líða vel. Auðvitað koma alltaf slæmir dagar líka, það eiga þá allir. Stundum á ég slæma daga. Þá er allt í lagi að vera á náttfötunum.“ Opnaði sig á Snapchat Alexandra og kærasti hennar ákváðu að flytja heim. Þau pökkuðu niður búslóðinni. „Þá upplifðum við skelfilegan hlut. Einstaklingur sem bjó í húsinu framdi sjálfsmorð. Stökk niður. Hann gerði það sem ég hafði hugsað um að gera. Þetta var mikið áfall. En um leið þá opnaðist eitthvað fyrir mér,“ segir Alexandra sem ákvað í kjölfarið að ræða opin- berlega um líðan sína. „Ég valdi að ræða um líðan mína á opnum reikningi á Snapchat. Það var nokkuð sem hentaði mér. Það var ekki auðvelt fyrir aðstandendur og vini, en nauðsynlegt fyrir mig,“ segir Alexandra. „Þarna fékk ég áfall. Ég vissi ekki að þetta væri svona slæmt,“ segir Margrét. „Já, það er satt. Ég fékk skilaboð frá mömmu og nánustu vinum og aðstandendum. Ég hélt að allir vissu. En þannig var það ekki. Sumir höfðu ekki tekið eftir neinu, til dæmis vinur minn sem hafði unnið mikið með þunglyndum. Ég var alltaf að klára, gera, græja. Og var alltaf glaðleg. Það er örugglega virkilega erfitt að sjá þetta,“ segir Alexandra. Fyrsta skrefið í átt að bata „En um leið og maður byrjar að opna sig og tala um þetta, þá byrja sárin að gróa. Það er allt öðruvísi að ræða þetta upphátt við annað fólk en að eiga þetta samtal inni í höfð- inu á sér. Það skiptir mjög miklu máli að segja frá. Og að segja frá er fyrsta skrefið í átt að bata. Þegar maður upplifir kvíða og þunglyndi þá finnst manni maður vera einn. Fólk í sambandi, hjónabandi, það getur einangrað sig, verið einmana í sambandinu af því að það opnar ekki á þetta. Það hefur komið mér á óvart eftir að ég ákvað að ræða mál mín opinberlega hversu margir hafa haft samband og sagt mér að þeir hafi fengið sjálfsvígshugsanir,“ segir Alexandra. „Það er einmitt þess vegna sem ég ákvað að ganga til liðs við átak Rauða krossins, Útmeða. Og láta fólk vita að það er hægt að fá ráð- gjöf og ræða málin, bæði á netinu og með því að hringja í 1717. Það þarf ekkert að opna alveg. Það er í lagi að byrja á því að opna smá, eftir því sem maður er tilbúinn að takast á við,“ segir Alexandra. Kvíðinn rænir Alexandra segist upplifa að hún sé loksins að lifa lífinu lifandi eftir að hún fór að takast á við kvíðann, þunglyndið og rót þess. Eineltið sem hún varð fyrir í æsku. „Ég er loksins lifandi, kvíðinn rænir mann draumum. Maður gerir ekki í stað þess að gera. Ég var berskjölduð, það þurfti lítið til þess að finnast mér vera hafnað. Að ég væri ekki velkomin. Stundum gat ég ekki gert eðlilega hluti, farið í göngutúr, bíó eða út í búð. Eftir að ég fór að takast á við rót vandans hef ég upplifað svo góða hluti. Ég fór í ferðalag til Kúbu með kærastanum og þar var ég í fyrsta sinn áhyggjulaus. Ekk- ert að ofhugsa hlutina heldur bara njóta þess að vera til og horfa á fal- legar strendur. Ég bara var þarna, ég hélt ég myndi aldrei geta það,“ segir hún og hlær. „Og nú er ég á leiðinni til Sviss um helgina. Lífið er gott,“ segir hún. „Ég vil að hún njóti lífsins. Við höfum báðar lært af þessari glímu,“ segir Margrét móðir hennar. „Ég er enn meðvitaðri um hvað lífið er dýrmætt eftir að mamma veiktist og fór að missa máttinn,“ segir Alexandra. „Ég vil njóta þess, ferðast og lifa því. Það er núna orð- inn raunverulegur möguleiki. Ef ég gat það, þá geta aðrir það,“ segir Alexandra. „Ég fór á lyf. En það sem hjálpar mér mest er að hreyfa mig, halda tengingu við fjölskyldu og vini. Vera meðvituð um það hvernig mér líður. Stunda núvitund. Ég kom mér bara virkilega á óvart.“ Hitti einn gerandann Brot úr sögu Alexöndru var sýnt á styrktartónleikum í tengslum við fræðsluherferð Rauða krossins Útmeða. „Ég brotnaði algjörlega saman á þessum tónleikum. Ég er enn að vinna úr þessu og mér fannst þetta erfitt. En á sama tíma fannst mér ég hafa unnið sigur. Ég komst í gegnum þetta. Ég hitti líka einn gerandann á tónleikunum. Það var erfitt. Ég bjóst ekkert endilega við því að hún myndi tengja við sögu mína. Eða finnast hún ábyrg. En hún gerði það. Sendi mér skilaboð og vill hitta mig.“ „Alexandra er ennþá glaða barn- ið sem hún var. Það er gaman að sjá það aftur. Ég er viss um að þetta fer allt vel,“ segir Margrét, „en það kostaði mikla vinnu og var oft erf- itt. Og það er gæfa að það fór vel.“ Hjálpar kvíðnum krökkum „Mér finnst gott að gefa af mér. Ég er núna að vinna í fyrirtækinu Ekki gefast upp. Þar þjálfa ég krakka og unglinga sem glíma við kvíða og þunglyndi. Hreyfingin er svo mikið lykilatriði, við ætlum að bjóða upp á sumarnámskeið í maí en þessi þjálfun hefur skilað góðum árangri,“ segir Alexandra. „Ég veit að glíman hefði verið léttari ef ég hefði getað hringt eftir ráðgjöf. Ég hefði opnað mig fyrr,“ segir Alexandra og hvetur fólk, sem telur sig glíma við kvíða og þung- lyndi, til að láta það ekki bíða. „Núna, er fínn tími,“ segir hún með bros á vör. BRÚÐKAUPSBLAÐ GLAMOUR Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup! Lestu blaðið FRÍTT á GLAMOUR.IS 5 Topp VÖRUR fyrir brúðkaupið Augun, húðin, hárið, varirnar, líkaminn Hefðirnar afhverju erum við með brúðarvönd og hver er tilgangurinn með slörinu? Hildur Erla Gísladóttir ljósmyndari hefur myndað ófá brúðkaup og er góð í að fanga réttu augnablikin. Hún lumar á góðum ráðum fyrir brúðar­ myndatökuna. 100 BLAÐSÍÐUR um stóra daginn, veisluna, fötin, förðunina, hárið, skipulagið, skreyting- arnar og brúðkaupsferðina. Vefb lað ↣ H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 31L A U G A R D A G U R 2 1 . A P R Í L 2 0 1 8 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 8 3 -D 9 D 4 1 F 8 3 -D 8 9 8 1 F 8 3 -D 7 5 C 1 F 8 3 -D 6 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.