Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 4
4 13. apríl 2018FRÉTTIR Það er staðreynd að … Skjaldbökur eru gæddar þeim eiginleika að geta andað í gegnum rassinn. Bananar flokkast sem ber. Jarðarber flokkast hins vegar ekki sem ber. Hægt er að brenna 150 hitaeiningum með því að lemja höfðinu í vegg í eina klukkustund. Í Michigan-fylki í Bandaríkjunum er giftum konum óheimilt að klippa sjálfar á sér hárið án þess að fá leyfi til þess frá eiginmönnum sínum. Í Vermont-fylki þurfa konur skriflegt leyfi eiginmannsins ef þær vilja ganga með falskar tennur. Charlie Chapl- in tók einu sinni þátt í keppni um „Besta tvífara Charlie Chapl- in.“ Hann lenti í þriðja sæti. Árið 2015 létu fleiri lífið í tenglsum við sjálfu („selfie“) myndatökur heldur en í hákarlaárásum. BUBBI FALINN „Minning. Hótel. Vakna við að hótelstjórinn stend- ur fyrir framan mig. Opnar skyrtuna. Húðflúr blasir við. Páfagaukur. Hann segir viltu sjá hann stökkva niður á prikið og benti á klofið. Ég sagðist brjóta prikið en fyrst myndi ég rota hann. Hann fór.“ Þessu minningarbroti deildi Bubbi Morthens með þjóðinni á Twitter-síðu sinni í vikunni. Bubbi var falinn á blaðsíðu fjögur í síðasta blaði. Sá sem fann Bubba og var dreginn út sem vinn- ingshafi heitir Stefán Stein- grímur Bergsson. Sendir DV honum innilegar hamingju- óskir. Nú sem endranær er ásjóna Bubba falin í blaðinu. Ef lesendur finna kappann þá geta þeir sent lausnirnar á bubbi@dv.is. Verðlaunin að þessu sinni eru árituð bók eftir rithöfundinn Ágúst Borgþór Sverrisson og afhendast í eigin persónu. Finndu Bubba í blaðinu Þ essi óvissa fer ekki vel í mig. Það kýs enginn að vera í hrakningum með húsnæði á þessum aldri,“ segir Svava Gunnlaugsdóttir, leigjandi í Boðaþingi í Kópavogi. Húsið er í eigu Naustavarar ehf. sem er félag í eigu Sjómanna- dagsráðs og er ætlað einstakling- um sem eru 60 ára eða eldri. DV fjallaði á dögunum um þá stað- reynd að fimm leigutakar hefðu fengið bréf þess efnis að þeim væri gert að yfirgefa leiguíbúðir sínar fyrir 1. október næstkom- andi. Þar á meðal er Svava, sem verður níræð í október á þessu ári. Staða hennar er þó enn verri því á meðan aðrir leigjendur þurfa að yfirgefa íbúðir sínar í haust þá átti Svava að yfirgefa húsnæðið sitt fyrir 1. apríl. „Ég fékk eins mánað- ar frest því ég fór til útlanda til þess að vera viðstödd brúðkaup dóttursonar míns. Ég veit ekkert hvað tekur við,“ segir Svava.  Hún segir að vegna mistaka hafi hún í raun verið leigusamningslaus í mörg ár og að það hafi Naustavör nýtt sér til að henda henni fyrr á götuna en ella. Fékk 570 þúsund krónur í skaðabætur Upphaf málsins má rekja til deilna varðandi innheimtu húsaleigu sem hófust árið 2011. Naustavör á og leigir 95 íbúðir í Boðaþingi 22 og 24. Um árabil innheimti félagið húsaleigu að viðbættu sérstöku húsgjaldi. Húsgjaldið átti aðeins að fara í að greiða kostnað við rekstur sam- eignar húsanna en í ljós kom að ýmis annar kostnaður, meðal annars stjórnunarkostnaður, var greiddur með húsgjaldinu.  Það fór illa í leigjendur sem kröfðust úrbóta. Ekki náðist sátt í málinu milli deiluaðila. Það endaði með því að fjölmennur fundur íbúafélags- ins ákvað að leita réttar síns fyrir dómstólum. Fimm stjórnarmenn fóru í mál fyrir hönd annarra fé- lagsmanna og svo fór að þeir unnu málið í héraði. Niðurstað- an varð sú að Naustavör bar að endurgreiða leigutökum sínum hundruð þúsunda króna á hverja íbúð. „Ég fékk endurgreiddar um 570 þúsund krónur,“ segir Svava. Nokkrum dögum eftir að dómur- inn féll þá var henni, eins og öðr- um leigutökum, boðið að skrifa undir nýjan leigusamninginn. Þar kom fram að húsaleigan myndi hækka sem næmi hús- gjaldinu ólöglega og að leigjend- ur yrðu að afsala sér skaðabótun- um. „Það gat enginn með sjálfs- virðingu skrifað undir slíkan samning,“ segir Svava. Skömmu síðar hafi starfsmaður Nausta- varar haft samband og spurt hana hvort hún hefði lesið samn- inginn. „Ég sagðist ekki hafa les- ið neitt enda væri ég með öllu sjónlaus,“ segir Svava. Nágranni hennar hafi þó lesið fyrir hana skilmálana og sagði hún að ekki kæmi til greina að skrifa undir. Þá fékk hún þau skilaboð frá starfs- manninum að samningnum yrði sagt upp og hún yrði að leita sér að öðru húsnæði. „Ég sagði henni þá að það myndi ekki gerast þegj- andi og hljóðalaust,“ sagði Svava. Valdbeiting og niðurlæging Í fyrri frétt DV um málið lýsti Ólafur Guðmundsson, einn þeirra leigutaka Naustavarar ehf. sem neitaði að skrifa undir hinn nýja samning, að íbúar hafi upp- lifað mikla valdbeitingu og niður- lægingu. „Það vill enginn vera í húsnæðishrakningum á gamals aldri, að leita sér að nýrri íbúð til þess að leigja með tilheyrandi óvissu og raski. Það voru margir íbúar grátandi hérna á göngun- um því fólk vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. Það er erfitt að sætta sig við að einhver hafi brotið á manni í mörg ár og þegar dóm- ur er kveðinn upp þá hafi við- komandi ekki meiri sómakennd en svo að hann hótar manni hús- næðismissi nema maður skrifi undir skjal þar sem maður afsal- ar sér skaðabótunum. Þetta er ekkert annað en fjárkúgun,“ sagði Ólafur. Hann og eiginkona hans, Súsanna O. Jónmunds dóttir, hafi haft of ríka réttlætiskennd og neitað að skrifa undir þennan viðauka við leigusamninginn, líkt og Svava. Eins og áður segir er staða Svövu verst af þeim sem senn missa húsnæði sitt. Hún flutti upphaflega inn í Boðaþing 24 árið 2012 en nokkru síðar skipti hún um íbúð og fluttist yfir í hús númer 22. „Ég vildi fá meira sól- arljós inn til mín,“ segir Svava. Aldrei var gerður við hana nýr leigusamningur vegna flutnings- ins. „Það uppgötvaðist bara ný- lega þegar hringt var í dóttur mína og hún spurð af hverju ég væri ekki að sækja um húsaleigu- bætur,“ segir Svava. Auk þess að hafa verið snuðuð um húsaleigu- bætur þá nýtir Naustavör ehf. nú þá staðreynd að hún sé samn- ingslaus til þess að henda henni fyrr úr íbúð sinni. Liggur ekki í fyrsta höggi Þrátt fyrir óréttlætið og óvissuna sem yfir henni vofir þá ber Svava sig nokkuð vel. Hún getur ekki treyst á aðstoð fjölskyldu sinnar í þessum hremmingum en dóttir hennar býr erlendis og dóttur- sonur hennar, sem er henni afar kær, býr í Malasíu. „Dóttir mín er sjálf ellilífeyrisþegi,“ segir hún og skellihlær. Dóttursonur hennar kvæntist í Malasíu í marsmánuði og bað hana um að vera við- stadda brúðkaup. „Ég samþykkti það strax. Ég sagðist hafa neit- að honum einu sinni og myndi aldrei gera það aftur,“ segir Svava. Hún var afar ánægð með ferðina sem reyndi þó afar mikið á hana. Hún segist hafa sagt dóttursyni sínum frá hremmingunum þó að hún hafi ekki viljað varpa skugga á hátíðarhöldin. „Hann vildi að ég yrði bara eftir hjá sér og það gæti vel verið að ég fari bara aft- ur til hans. Ég kunni ágætlega við mig í Kúala Lúmpúr,“ segir Svava. Það eru því ekki aðrir fjöl- skyldumeðlimir hérlendis til að hjálpa henni í yfirvofandi flutn- ingum. Það er þó engan bilbug að finna á Svövu. „Fyrir mörgum árum var ég afar hrifin af manni. Hann var heljarmenni að burð- um og þess vegna voru strákarnir í sveitinni alltaf að reyna að slást við hann. Hann sagði þá hlýlega við þá að kannski myndi hann liggja, en það yrði ekki í fyrsta höggi. Ég ætla að gera hans orð að mínum. Ég ligg kannski, en ekki í fyrsta höggi,“ segir Svava. n 89 ára gömul og á götunni: „Ég ligg kannski, en ekki í fyrsta höggi“ Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Svava á að yfirgefa leiguíbúð sína hjá Naustavör ehf. í þessum mánuði. Hún fagnar 90 ára afmæli sínu í október á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.