Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 70
70 FÓLK 13. apríl 2018 A llir fjórir meðlimir íslensku rokkhljómsveitarinnar Kaleo hafa verið hand- teknir á alþjóðaflugvelli Los Angeles fyrir tilraun til smygls á 20 kílógrömmum af kókaíni sem var falið í tveimur kaffipokum.“ Svo hljóðar inngangur „fréttar“ á vefn- um fox-news24.com. Þar er fullyrt að fíkniefnin hafi fundist í fórum Rubins Pollock  gítarleikara en öll hljómsveitin hafi verið handtekin vegna rannsóknarhagsmuna. Til allra lukku fyrir unnendur hljómsveitarinnar er þetta fals- frétt. Líkt og sjá má á Instagram- síðu hljómsveitarinnar ganga meðlimir hennar lausir, en myndinni hér fyrir neðan var deilt í gær. Síðan sem „fréttin“ birtist á er ótengd Fox News. Til marks um að hún dreifi falsfréttum þá er ekki hægt að deila slóð síðunnar í skilaboðum á Facebook. Á vefsíð- unni Factcheck.org er fox-news24 á lista yfir þekkta falsfréttamiðla. Í stuttu skriflegu samtali var ekki að heyra á Rubin að fals- fréttin hafi valdið honum áhyggj- um. „Nei, mér fannst þetta mjög fyndið, en elsku mamma hringdi í mig í áfalli,“ sagði Rubin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íslendingur verður skotspónn fals- frétta. Grínistinn Helgi Steinar Gunnlaugsson varð fyrir því á dögunum að falsfrétta- miðilinn Global News greindi ranglega frá því að hann væri látinn. Í samtali við Vísi hafði Helgi húmor fyrir þessu og sagði: „Ég skil ekki hver hvatinn á bak við þetta er og get ekki séð hvernig þeir eiga að geta fengið peninga út úr þessu eins og í „Nígeríu- svindlum“ svokölluðum. Ef ein- hver úr fjölskyldu minni hefði séð þetta þá hefði dugað að hringja í mig til að afsanna þetta.“ n „ELSKU MAMMA HRINGDI Í ÁFALLI“ n Allir meðlimir Kaleo ranglega sagðir glæpamenn Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „A dyslexic man walks into a bra“ Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Jógvan eða vera annað en söngvari? Ég mundi helst vilja vera húsasmiður. Hverjum líkist þú mest? Systur minni, er mér alltaf sagt. Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir? Ég hef aldrei fundið neitt! Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund kalli á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu? Blómabúð. Ég elska blóm. Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú? Að hann sé til og verði það alltaf. Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja? Moon River. Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið? My Heart Will Go On. Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á? Eiginlega ekkert held ég. Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa? Sway. Hvað ætti ævisagan þín að heita? Set the Sails. Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast? 300. Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Turkish Lewis gallabuxur. Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? Prumpubröndurum frá systur minni. Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag? ÖHHH ja! Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónu- lega? Já, ekki spurning. Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta? Nikótínnotkun. Hverju laugstu síðast? Ég þori ekki að segja það hér. Um hvað geta allir í heiminum verið sammála? Að lífið er stutt. Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest? Guð, hvar á ég að byrja. Gæti skrifað heila bók um það. Á hvern öskraðirðu síðast? Börnin mín í morgun, því miður. Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann? Abraham Lincoln. Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma? Turkish Lewis gallabuxur. Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér? Vekjaraklukkan. Hvaða frægu persónu leistu upp til en sérð eftir því í dag? Bill Cosby. Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af? Michael Jackson History tónleikunum í Kaupmannahöfn árið 1998. Átti miða en fór ekki. Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt? A dyslexic man walks into a bra. Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið? Hnýta króka í taumana sem fara á línu. Í hvaða íþróttagrein finnst þér að kepp- endur ættu að leika ölvaðir? Fótbolta ekki spurning. Ef þú yrðir handtekinn án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér? Hvað varstu að gera af þér í þetta skiptið drengur ? Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin? Andrés Önd. Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu? Að búa í öðru landi. Það er svo hollt fyrir manneskju að upplifa hvernig það er að byggja sig upp. Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði? Gaman að heyra í þér. Ef þú myndir borða sjálfan þig, hvort myndirðu hverfa eða tvöfaldast?Tvö faldast. Ef þróunarkenningin er rétt, af hverju eru svín þá ekki með vængi? Þetta er náttúrlega bara spurning um tíma. Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna? Má ég bjóða þér að kaupa happdrættismiða ? Við erum að safna fyrir utanlandsferð. Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Eurovision fyrir Íslands hönd og Donald Trump vera myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir? Allt á uppleið. Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna? Nei, ég mundi taka lagið með honum. Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? Ást. Hvað er framundan um helgina? Dean Martin og Frank Sinatra tónleikar í Salnum Kópavogi. Færeyski söngfuglinn Jógvan Hansen hefur svo sannarlega sjarmerað sig í hug og hjörtu landsmanna og er í dag einn af okkar vinsælustu söngvurum. Jógvan gaf sér tíma í æfingum fyrir tónleika Dean Martin og Frank Sinatra til að sýna lesendum DV á sér hina hliðina. HIN HLIÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.