Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐA Sandkorn 13. apríl 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Þ að getur verið fjörlegt verk­ efni að gefa út veglegt helg­ arblað í viku hverri. Mark­ mið okkar er að blaðið sé stútfullt af fjölbreyttu efni og eins og gengur þá reynum við blaða­ mennirnir að skipta með okkur verkum. Ýmislegt kemur upp á í þessum bransa og því þurfa blaðamenn að bregða sér í allra kvikinda líki og skrifa um allt milli himins og jarðar. Á dögunum brá blaðamaðurinn og sagn­ fræðingurinn Kristinn H. Guðna­ son sér í stutt frí og þá þurftu aðrir að skrifa í Tímavélina okkar sem hann hefur gert svo listilega vel undanfarna mánuði. Gapandi auð síða blasti við þegar skil í prentsmiðjuna nálg­ uðust óðfluga. Ég hafði lofað að finna eitthvert efni og að sjálf­ sögðu var ég gjörsamlega and­ laus. Í örvæntingu minni mundi ég skyndilega eftir sögu sem tengdafaðir minn, Guðmundur Ásgeirsson, hafði sagt mér fyrir mörgum árum um íslenskan togara, Frey RE­1, sem varð vett­ vangur vinsællar útvarpsstöðvar í Bretlandi. Hann þekkti sögu skipsins vel enda hafði hann verið stýrimaður þess um tíma. Á methraða fann ég nokkrar gamlar greinar á timarit.is sem og Wikipediu­síðu útvarpsstöðv­ arinnar og vann stutta grein um skipið upp úr því. Ég hafði engan tíma til að hringja í tengdaföð­ ur minn en var viss um að hann hefði gaman af því að lesa þessa stuttu grein þegar hún birtist á prenti. Sama dag og blaðið kom út þá var tengdamóður minni, Ólöfu Guðfinnsdóttur, boðið í kvöldmat. Hún var ein á ferð og ástæðan var sú að Guðmundur hafði brugðið sér í stutta helgarferð til útlanda með skömmum fyrirvara, eitt­ hvað sem ég hafði ekki hugmynd um. „Það voru einhver samtök úti í Bretlandi sem vildu endilega fá hann út til þess að tala um frægt skip sem hann var stýrimaður á. Það verður víst allt kvikmynd­ að í bak og fyrir til þess að varð­ veita sögu skipsins,“ sagði Ólöf við matarborðið. Ég sýndi henni þá nýprentað eintak blaðsins og það sem eftir var kvöldsins ræddum við um tilviljanir og hvað þær geta verið stórkostlegar. n Leiðari Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Þú skalt ekki ljúga Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, virtist standa keik í drottningarviðtali í sjónvarps­ þættinum Kveik sem sýndur var á RÚV í vikunni. Talaði Agnes hún meðal annars um að fara í átak til að byggja upp traust og fyrirbyggja árásir á sig og þjóðkirkjuna. „Ég kalla það árásir þegar það er verið að tala um eitthvað sem er ekki rétt, það er verið hreinlega að ljúga upp á biskupinn og kirkjuna,“ sagði Agnes. Í sama viðtali seg­ ir Agnes að hún hafi ekki beðið um launahækkun, sem eru athyglisverð ummæli því að í desember 2015 sendi Agnes bréf á kjararáð þar sem hún biður um launahækkun. Er það svona sem á að hefja átak kirkj­ unnar til að byggja upp traust? Með því að fella niður boðorðið „Þú skalt ekki ljúga“? Fyrirsjáanleg læti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis ráðherra hefur hafið baráttu sína gegn einkarekstri í heilbrigð­ isþjónustu með því að hætta fjár­ veitingum til Hugarafls. Markmið­ ið er að færa geðheil­ brigðisþjón­ ustuna yfir til ríkisins, markmið sem andstæðingar einka­ reksturs í heilbrigðisþjónustu ættu að vera ánægðir með. Notendur þjónustunnar og aðstandendur eru skiljanlega hræddir við framtíðina enda miklu þægilegra að geta geng­ ið hvenær sem er inn fyrir dyr Hugarafls í stað þess að bíða eftir tilvísununum og plássi hjá hinu opinbera. Ef þetta er stað­ an í dag, þá er vel hægt að sjá fyrir sér lætin sem verða þegar heimsóknir í Domus Medica, Orkuhúsið og á Læknavaktina verða ekki lengur niðurgreidd­ ar. É g er alveg á móti algjöru banni við notkun snjalltækja í skólum þar sem ég tel það allt of harða og óþarfa að­ gerð. Ég væri þó alveg til í að setja einhverjar viðmiðunarreglur til að takmarka notkun þessara tækja og kenna börnum að umgangast þau af ábyrgð. Mér finnst reyndar að við hin full­ orðnu gætum lært það betur líka. S njallsímanotkun barna er vaxandi vandamál hér á landi sem og annars staðar. Hér eru engar samræmdar reglur til um þetta hjá borginni, meðan skólar í Svíþjóð og Frakk­ landi eru þegar byrjaðir á slíkum bönnum. Notkun snjallsíma ýtir undir kvíða og óöryggi fjölda barna, við höfum dæmi um ljótt einelti þar sem snjall­ síminn er notaður. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata MEÐ OG Á MÓTI BANN VIÐ SNJALLSÍMUM Í GRUNNSKÓLUM MEÐ Á MÓTI Spurning vikunnar Hvað óttast þú mest? „Köngulær“ Alexander Sigurðarson „Ástvinamissi“ Guðrún Axelsdóttir „Höfnun“ Alexander Þór Guðnason „Ætli það sé ekki bara drukknun“ Elísabet María Ragnarsdóttir Skipið var í íslenskri eigu í rúm þrjú ár en lauk viðburðaríkum ferli sínum sem vettvangur sjóræningjaútvarpsstöðvar Togaratilviljun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.