Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 8
8 13. apríl 2018fréttir
M
æðgurnar Ingibjörg
Helga Halldórsdóttir og
Arna Sjöfn Ævars dóttir
hafa báðar upplifað
vanmátt gagnvart réttarkerfinu,
með einungis tveggja mánaða
millibili. Í lok seinasta árs hlaut
fyrrverandi eiginmaður Ingu,
Ævar Freyr Eðvaldsson, tólf
mánaða fangelsisdóm, þar af
níu mánuði skilorðsbundna,
fyrir gróf ofbeldis brot gegn
henni. Í niðurstöðu dómsins
koma fram hroðalegar lýsingar
á verknaði Ævars en hann ýtti
Ingibjörgu meðal annars inn í
skáp og hótaði að brjóta á henni
andlitið. Tveimur mánuðum
síðar féll dómur yfir 21 árs göml-
um karlmanni í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir kynferðis-
brot gegn Örnu þegar hún var á
barnsaldri. Maðurinn vingaðist
við Örnu árið 2015 á viðkvæm-
um tíma í lífi hennar. Hann mis-
notaði traust hennar og fékk
hana til að eiga við sig mök en
hún var þá 14 ára gömul og
maðurinn 18 ára. Héraðsdóm-
ur taldi rétt að dæma hann í 12
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir kynferðisbrot gegn barni.
Mæðgurnar gagnrýna báð-
ar meðferðina á brotaþolum í
dómskerfinu en þær standa þétt
saman í gegnum erfiðleikana.
Hótaði að brjóta
á henni andlitið
DV ræddi við Ingibjörgu Helgu
í marsbyrjun. Ævar Freyr
var, sem fyrr segir, dæmdur
fyrir kynferðis lega áreitni,
líkams árás, húsbrot, hótanir,
ærumeiðingar og ólögmæta
nauðung en þarf þó í mesta lagi
að sitja í fangelsi í þrjá mánuði,
haldi hann skilorð.
Ákæran gegn Ævari Frey var
í mörgum liðum og varðaði fjöl-
„Munum komast
í gegnum þetta“
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is „Hann ýtti
Ingibjörgu
meðal annars inn
í skáp og hótaði
að brjóta á
henni andlitið.
Mæðgurnar
Ingibjörg og
Arna eru báðar
brotaþolar: