Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 6
6 13. apríl 2018FRÉTTIR Tvífarar vikunnar T vífarar vikunnar eru stór­ söngvarinn Egill Ólafs­ son og skoski leikar­ inn Graham McTavish sem fer með hlutverk Dougal MacKenzie í sjónvarpsröðinni Outlander. Margir hafa haft orð á líkindunum, bæði á Twitter og Facebook, svo ljóst er að al­ mennt þyki þeir ansi líkir. Í gervi MacKenzie ber Graham í þokka­ bót forláta hálsklút, en Egill sést einmitt ósjaldan með slíkan um hálsinn. Hver er hann n Fæddur og upp­ alinn í Keflavík n Á langan tónlistar­ feril, var meðal annars í hljómsveitunum Þú og ég, Póker og Change n Skartar oft myndarlegu yfirvara­ skeggi n Kynntist samstarfsmanni sínum, Magnúsi Sigmundssyni, í klóakvinnu n Höfðaði mál gegn norskum lagahöfundi vegna stuldar á laginu Söknuður SVAR: JÓHANN HELGASON É g veit ekki hvenær þeir ætla að kippa þessu almennilega í liðinn. Kannski þegar einhver lætur lífið,“ segir Ágústa Krist­ ín Jónsdóttir í samtali við DV. Und­ ir lok árs 2016 keyrði pítsusendill frá Domino's inn í hlið bifreiðar hennar við Fitjar í Reykjanesbæ. Bifreið Ágústu Kristínar var kyrr­ stæð þegar áreksturinn átti sér stað og var hún í fullum rétti. Á vettvangi kom í ljós að pítsusend­ illinn var próflaus. „Hann reyndi ítrekað að fá mig til þess að hringja ekki á lögguna. Að það væri brjál­ að að gera og hann þyrfti að fara aftur að vinna. Við gætum fyllt út tjónaskýrsluna síðar,“ segir Ágústa Kristín. Þegar að hún lét sér ekki segjast þá viðurkenndi hann fyrir henni að hann væri próflaus. „Ég varð al­ veg fokreið en ákvað að segja ekki neitt fyrr en lögreglan kom,“ segir Ágústa Kristín. Þegar laganna verðir mættu á vettvang þá sagði hún þeim allt af létta og í kjölfar­ ið var bílstjórinn yfirheyrður. „Ég fór síðan í skoðun á sjúkrahúsi en ég veit ekki hvernig mál sendils­ ins þróaðist,“ segir Ágústa Kristín. Hún varð fyrir meiðslum í slysinu sem ágerðust eftir annað bílslys sem hún lenti í stuttu síðar og hef­ ur verið óvinnufær síðan. Lög­ fræðingur er að vinna í málinu fyr­ ir hennar hönd. Aldrei spurður um ökuskírteini Í síðustu viku greindi DV frá því að bílprófslaus sendill frá Dom­ ino's hefði verið rekinn eftir að hafa valdið tjóni á bíl sem fyrirtækið var með á leigu. Starfsmaðurinn sagð­ ist hafa sótt um og fengið vinnu hjá fyrirtækinu og talið sig vera að fara að baka flatbökur. Þegar á hólminn var komið var honum skipað að keyra veitingarnar út og þá voru góð ráð dýr enda pilturinn hvorki með réttindi né kunnáttu til þess. „Ég fór inn á klósett til að læra hvernig á að keyra beinskipt­ an bíl, svo fékk ég líka hjálp frá hin­ um sendlunum,“ sagði sendillinn fyrrverandi í samtali við DV. Hann var ráðinn af vakstjóra staðarins og kvaðst aldrei hafa verið spurður um ökuskírteini í því ferli. Hann var ósáttur við þá óbilgirni fyrirtækis­ ins að rukka hann um tæplega 500 þúsund krónur vegna tjónsins. Treysta á samvisku starfsmanna Í skriflegu svari til DV segist Snorri Jónsson, mannauðsstjóri Dom­ ino's, ekki  kannast við ofangreint slys við Fitjar frá 2016 en tekur fram að þýði ekki að það hafi ekki átt sér stað. „Við lendum því mið­ ur í nokkrum tjónum á ári en sem betur fer verða sjaldan slys á fólki. Atvikin eru að sjálfsögðu afgreidd af tryggingafélagi okkar, ávallt,“ skrifar Snorri. Hann sagði að ekki væri að finna upplýsingar í skrám fyrir­ tækisins um að bílprófslausir sendlar fyrirtækisins hefðu valdið fleiri slysum en þeim sem áður er lýst. „Nei, það er ekki að finna í okkar skrám en við greinum öll tjón með tryggingafélagi okkar og vinnum markvisst að því, meðal annars með námskeiðum í sam­ starfi við tryggingafélagið, til að takmarka tjón og hegðun sem get­ ur leitt til tjóna,“ skrifar Snorri.   Snorri segir að nýlega hafi fyrir tækið lent í því að sendill, sem hafði gilt ökuskírteini þegar hann byrjaði, lét fyrirtækið ekki vita þegar hann missti það. „Ég hafði í kjölfarið samband við lögreglu til að athuga hvort við gætum fengið úr því skorið hjá yfirvöldum hvort starfsmenn okkar hefðu enn gild ökuréttindi en fékk þau svör að það væri ekki hægt. Við stólum því algjörlega á samvisku starfsmanna um að láta okkur vita ef þeir missa ökuréttindi sín. Við höfum fært starfsmenn til í starfi tímabund­ ið sem hafa einhverra hluta vegna misst ökuréttindi sín og látið okkur vita,“ segir Snorri. Í starfsumsóknarferli fyrir­ tækisins er boðið upp á að um­ sækjendur skili inn mynd af ökuskírteini sínu. „Reglan er að biðja um ökuskírteini. Það myndi flokkast undir mannleg mistök ef sá sem ræður inn bílstjóra bið­ ur viðkomandi ekki um að fram­ vísa ökuskírteini. Eins og ég hef áður sagt þá getum við ekki verið viss um að starfsmaður, sem er með ökuréttindi þegar hann byrj­ ar, haldi þeim. Þar erum við orðin háð siðferðismati starfsmannsins og löghlýðni,“ segir Snorri. Hann segir að starfsmenn fyrirtækisins beri ábyrgð þegar þeir séu í um­ ferðinni á þeirra vegum. „Lang­ flestir standa undir þeirri ábyrgð og eru til fyrirmyndar. Við leggjum höfuðáherslu á að lögum sé fylgt og fyllsta öryggis sé gætt.“ n „Á síðustu tveimur árum eru að minnsta kosti tvö tilvik þar sem bílprófslausir sendlar fyrirtækisins hafa valdið tjóni. n Bílprófslaus sendill frá Domino's lenti í árekstri við Ástu Kristínu „Reyndi að fá mig til þess að hringja ekki á lögguna“ Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Á gúst Guðmundsson stóð nýverið frammi fyrir því að sitja næstu áratugi inni í al­ ræmdu fangelsi í Taílandi vegna árásar á starfsfólk verslunar í borginni Pattaya á suðurströnd Taílands. Svo fór ekki því hann mútaði yfirvöldum og náði að smygla sér til Íslands. Ágúst seg­ ist í samtali við DV vera nýkom­ inn heim til Íslands og má heyra á honum að hann sé þakklátur að vera laus. Hann gerir ekki lítið úr glæpum sínum en ljóst er að vistin í fang­ elsinu hefur ekki verið góð. Hann hafi lent í gengjum og innfædd­ ir hafi ráðist á hann. Óhætt er að segja að gróf mannréttindabrot hafi átt sér stað í fangelsinu og þurfti hann til að mynda að sofa á gólfinu ásamt nærri 30 öðrum föngum. Atvikið átti sér stað síðastliðið sumar og fjölluðu erlendir fjöl­ miðlar, svo sem breska dagblaðið Daily Mail, um það. Ágústi var neitað um afgreiðslu á áfengi sem varð til þess að hann beitti piparúða á starfsmennina og stal sígarettum og freyðivíni. Atvikið náðist á upptöku og birtu taí­ lenskir miðlar hana á netinu. Aðstoðarverslunarstjórinn lýs­ ir atburðarásinni á þessa leið: „Við sáum hann á rölti fyrir utan búð­ ina. Síðan kom hann inn og bað um fá að kaupa áfengi. Hann var dónalegur og við létum hann vita að við mættum ekki selja honum áfengi á þessum tíma dags. Hann brást illa við og spreyjaði á okkur. Mig sveið í augun, þetta var virki­ lega sárt. Við höfðum samband við lögregluna sem brást skjótt við og handtók hann.“ Ágúst segir að árásin hafi verið framin í algjöru ölæði og hann sjái mikið eftir henni. „Ég átti að fá 20 til 30 ára dóm, lágmark 20 ára, en mér tókst að komast út úr landi með mútum. Félagar mínir náðu að borga tryggingargjaldið tveim­ ur vikum áður en ég átti að mæta fyrir dóm. Ég komst í samband við mann sem er snillingur í því að koma fólki út úr landi. Hann bara mútaði yfirlögregluþjóni og landamæraeftirlitinu og ég náði að komast í burtu,“ segir Ágúst. Hann segist nú vera stórskuldugur þar sem frelsið kostaði hann um þrjár milljónir króna. „Ég skil ekki hvernig ég fór að þessu, bæði heppni og tilviljun.“ n hjalmar@dv.is Smyglaði sér úr landi og slapp við áratuga dóm Ótrúlegur flótti Ágústs Guðmundssonar úr fangelsi í Taílandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.