Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 30
30 FÓLK - VIÐTAL 13. apríl 2018 en í dag hefur hann gerbreytt um lífs- skoðun. Hann lýsir sér sem íhaldssöm- um jafnaðarmanni sem vill blandað hag- kerfi, öflugt velferðarkerfi en jafnframt að einstaklingar þurfi að taka ábyrgð í lífinu. Spilling og sérhagsmunagæsla eitri hins vegar alla íslenska pólitík í dag. Grunnur- inn að hans lífsskoðun er hins vegar kristin trú hans. „Ég tel að þjóðfélag án trúar muni að endingu eyða sjálfu sér. Kristin trú skapar ákveðinn ramma utan um okkar líf og það góða við kristnina er að hún virðir frelsi einstaklingsins og kennir okkur að taka ábyrgð á okkar eigin lífi en um leið á með- bræðrum okkar. Hún er í raun mjög félags- lega sinnuð.“ Jón fann sig ekki innan íslensku þjóð- kirkjunnar heldur gekk í kaþólska söfn- uðinn fyrir um tuttugu árum. Hvað kom til? „Eftir að hin sósíalíska víma rann af mér fannst mér ég leiddur áfram til að taka þetta skref. En það var líka meðvituð ákvörðun að trúa á Jesú Krist. Mér finnst rómversk-kaþ- ólska kirkjan vera eðlilegur staður til að vera á. Lútherska svokölluð er í raun bara ómerkileg villutrú, komið á með miklu of- beldi í hinni svokölluðu siðbót á sextándu öld. Þessu var troðið upp á heilu þjóðirn- ar af gráðugum furstum sem vildu komast yfir auðæfi kirkjunnar. Auðvitað var kirkj- an spillt á þessum tíma og þurfti siðbót en þarna var hróflað við hlutum sem átti alls ekkert að hrófla við. En svo er eins gott fyrir okkur að muna, eins og Halldór Lax- ness sagði, að sannleikurinn er ekki í bók- um, ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í fólki sem hefur gott hjartalag og slíkt fólk er vitaskuld til í öllum söfnuðum og trúar- brögðum.“ Önnur ástæða fyrir því að Jón gekk í kaþólsku kirkjuna er hversu vel í stakk búin hún er til að taka á málefnum samtímans, sér í lagi afstæðishyggjunni. „Við höfum ákveðnar grunnviðmiðanir sem við höldum okkur við og byggjum utan á þær. Kristindómurinn og kaþólskan hef- ur kennt mér þetta. Ég trúi því að það sé til sannleikur, endanlegur og algildur, sem er Jesús Kristur og virðing fyrir helgi einstak- lingsins sem hann kennir.“ Þó að trúin skipti Jón miklu máli þá segir hann að sér leiðist fólk sem sé mjög upptek- ið af trúmálum og sé sífellt að lýsa skoðun sinni á þeim. Að mörgu leyti hafi hin alþýð- lega afstaða forfeðranna, sem leit á tilveru guðs og nærveru í mannlegu lífi sem eitt- hvað alveg sjálfsagt, verið sú eðlilegasta. „Það sem skiptir máli er að lifa sam- kvæmt trúnni og þeim siðferðilegu mæli- kvörðum sem Kristur setur. Ef við gerum það ekki endar samfélagið í óreiðu og upp- lausn.“ Geðlyfin björguðu Jón hefur frá barnæsku þurft að glíma við kvíða og hefði að eigin sögn verið greindur með kvíðaröskun á sínum tíma ef hugtak- ið hefði verið til. Þá voru börn annaðhvort sögð ofvirk eða bara óþæg. Fyrir tólf eða þrettán árum var kvíðinn kominn á það stig að hann þurfti að gera eitthvað í málinu og í kjölfarið var þunglyndi einnig farið að gera vart við sig. Jóni er hins vegar illa við að nota þetta orð, þunglyndi. Depurð eða geðlægðir eigi betur við. „Ég hef tilhneigingu til þess að fara nið- ur í geðlægðir. Þá verð ég mjög óvirkur og vil einangra mig, helst loka mig alveg af. Starfs- orka mín hefur einnig skerst við þetta.“ Hvenær varstu í mestri lægð? „Þetta hefur gengið í tímabundnum sveiflum. Ég hef ekki farið jafn djúpt niður og margir aðrir en ég hef samt orðið svo slæmur að ég hef lagst í rúmið. Stundum dögum saman, jafnvel einu sinni í nokkrar vikur. Árið 2012 var ég einnig búinn að keyra mig út í vinnu og í hálft ár var ég eiginlega alveg uppgefinn. Þá hafði ég ekki orku til að halda áfram, hætti að hreyfa mig og vildi helst ekki vera innan um fólk. En þá fékk ég loksins þá hjálp sem ég þurfti.“ Umræðan um lyfjagjöf við þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum hefur verið tölu- verð á Íslandi undanfarin ár. Margir eru ósáttir við að Ísland eigi heimsmet í notkun slíkra lyfja og telja að samtalsmeðferðir virki mun betur. Jón segir að það hafi tekið hann langan tíma að sætta sig við að hann þyrfti að gefa lyfjunum tækifæri. „Að mínu mati eru geðlæknar margir hverjir stórhættulegir, einkum ef þeir eru út- brunnir og áhugalausir. Einn þeirra, þekkt- ur maður í bransanum, sagðist telja að engin lyf dygðu á mínar geðlægðir. En að lokum fann ég alvöru lækni og ég hef verið undir hans handleiðslu í fimm eða sex ár. Ég er einn af þeim lánsömu sem lyfin hafa hjálpað og þau hafa í raun gefið mér nýtt líf. Ef ég hefði ekki gefið lyfjunum tækifæri veit ég ekki hvar ég væri í dag og ég vil eiginlega ekki hugsa út í það. En ég hef líka reynt að temja mér að lifa í núinu og taka einn dag í einu. Láta hverjum degi nægja sína þján- ingu, eins og þar stendur.“ Hvað finnst þér um þessa neikvæðu um- ræðu um geðlyf? „Það er gríðarlegur ábyrgðarhluti þegar fólk með takmarkaða þekkingu er að predika gegn lyfjum. Einn góður vinur minn sem hefur líka glímt við „svarta hundinn“ sagði einu sinni svolítið við mig sem ég hef stund- um vitnað í. Allir teldu sig geta haft skoðanir á geðlyfjum. Ef þú sest í leigubíl, sagði hann, þá telur bílstjórinn sig vita allt um geðlyf, en ef talið berst að lyfjum við til dæmis sykur- sýki, krabbameini eða Parkinsonsveiki, þá er vissan ekki eins mikil. Fólk telur sig dóm- bært án þess að hafa nokkrar forsendur til að tjá sig um þetta. Heldur jafnvel að það sé allsherjar samsæri milli lyfjaiðnaðarins og læknanna. Þessi vísindi eru ekki fullkomin en nýju geðlyfin hafa skilað vísindalegum, marktækum árangri, til dæmis á mér.“ Hvernig líður þér í dag? „Ég er orðinn 63 ára gamall og þakka guði fyrir hvern dag sem ég vakna og held söns- um, get sinnt mínu starfi og dagsins önnum og einnig notið lífsins. Ég hef horft upp á jafnaldra mína og miklu yngra fólk kljást við og falla fyrir hræðilegum sjúkdómum. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér veit mað- ur auðvitað aldrei en ég er þakklátur fyrir að vera heill og hress í dag.“ Börðust fyrir hugsjón Jón er nú að skrifa bók, sem mun bera tit- ilinn Stjörnur og stórveldi á íslensku leik- sviði 1925 til 1970,  byggða á margra ára rannsóknarvinnu og mun hún koma út á haustmánuðum. Þetta verður nokkurs kon- ar ævisaga annarrar kynslóðar íslenska leik- hússins sem starfaði á umræddu tímabili. Fólk eins og Lárus Pálsson, Haraldur Björnsson, Indriði Waage, Arndís Björns- dóttir, Regína Þórðardóttir og Þorsteinn Ö. Stephensen kemur þar mest við sögu. Leik- ararnir hófu ferilinn í áhugamennsku og lærðu margir hverjir aldrei í skólum heldur á fjölunum. Undir lokin voru þau þó orðin atvinnumenn í faginu. „Þetta voru góðir listamenn, hvert með sínum hætti, og ég segi sögu þessa hóps í bókinni. En í rauninni er ég að reyna að lýsa sögu leikhússins eins og hún horfir við mér í gegnum líf þeirra.“ Munt þú bera þennan tíma saman við nútímann? „Þarna eru óhjákvæmilega ýmsir snerti- punktar við nútímann án þess að það sé endilega aðalatriðið. Auðvitað þætti mér ekkert verra að bókin yrði tekin inn í þá leik- listarumræðu sem hér þarf að fara fram en það verður bara að koma í ljós.“ Var þetta gullöld leikhússins? „Mér finnst það hættulegt orð. Okkur hættir til að fegra eitt og annað í fortíðinni en einnig að vera of gagnrýnin. Eins og við séum komin á eitthvert æðra stig nú. Þetta fólk var að berjast fyrir þeirri hugsjón að hér yrði rek- ið atvinnuleikhús með sama listræna metn- aði og bestu leikhúsin í nágrannalöndum okkar. Þau settu markið hátt en hópurinn var svo lítill að það var alltaf erfitt að manna stór og kröfuhörð leikrit. Þar að auki var leikhúsið háð tekjum af miðasölu og varð þess vegna að sýna alþýðleg kassastykki á borð við Ævin- týri á gönguför og Skugga-Svein sem alltaf trekktu. En þau höfðu metnað til að sýna Shakespeare, Ibsen, Chekov og fleiri slíka og náðu ótrúlega langt miðað við aðstæður. Leikhópur Þjóðleikhússins var orðinn virki- lega fær á áttunda áratugnum og sumar þeirra sýninga sem þá komu upp að minnsta kosti það góðar að barnungur strákur á Sjafn- argötunni fékk þessa bakteríu sem hefur stýrt lífi hans síðan.“ n „Ég hef ekki farið jafn djúpt niður og margir aðrir en ég samt orðið svo slæmur að ég hef lagst í rúmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.