Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 52
52 LÍFSSTÍLL - KYNLÍF 13. apríl 2018 H ún dregur mjúka og ör- þunna sokkana hægt og ró- lega upp legginn og festir vandlega við sokkaböndin á tveimur stöðum. Þegar hún sleppir bandinu heyrist lítill smell- ur og hún finnur kulda málmsins við lærið. Korsettið passar ná- kvæmlega utan um líkama henn- ar og þrýstir brjóstunum upp á við. Þegar hún hefur hert reimina að aftan finnst henni eins og líkam- inn fyllist nýjum tignarleika. Dropi af ilmolíu á hálsinn, og menið hennar langömmu. Kjóllinn er lát- laus en nær rétt niður fyrir hné og hælarnir praktískir. Hún burstar tennurnar og mætir á hárréttum tíma í heimilisfræðistofuna. Sex tímar í kennslu framundan, eftir það kvöld með elskhuganum. Bling … þarna kom fyrsta sms-ið frá honum: „í hverju ertu beibí?“.“ Heimilisfræðikennarinn ævin- týragjarni í frásögninni hér að framan er dæmi um konu sem ákvað að klæðast einhverju kyn- þokkafullu þó svo að fundurinn með elskhuganum hæfist ekki fyrr en að vinnudegi loknum. Hafa ber í huga að dæmið er fullkom- lega uppdiktað og tengist engum heimilisfræðikennara beinlínis, hvorki lifandi né látnum. Leyniþokki í vinnunni „Mér finnst fátt jafnast við að klæða mig upp fyrir nánar stund- ir,“ segir vinkona mín sem á mögu- lega tilkomumesta undirfatasafn sem ég hef augum litið. Hún er ekki heimilisfræðikennari. „Áður en ég fór að njóta þess að klæða mig í kynþokkafull undirföt fannst mér það algjör sóun bæði á orku og peningum. Ég skildi ekki hvers vegna það ætti að vera góð hug- mynd að eyða miklum tíma í að klæða mig í eitthvað sem búið væri að rífa mig úr á fyrstu fimm mínút- um ástarleiksins. Svo fór þetta að snúast um eitthvað miklu meira en að vera í nærbuxum og haldara í stíl, svona ef kona skyldi lenda í slysi eða þurfa að hátta sig óvænt í dagsins amstri.“ Eitt af því sem þessi vinkona mín elskar er að klæðast svokölluðum „stay-up“- sokkum í vinnunni. Hún vinn- ur á virðulegri skrifstofu þar sem dragtir og jakkaföt eru staðalbún- ingar starfsmanna. „Að fara í há- degismat með stífum vinnufélög- um og láta „óvart“ glitta í eldrauða sokkabandabeltið þegar sest er til borðs er alltaf jafn gaman. Svo skrepp ég á klósettið og sendi elskhuganum mynd af lærunum eða brjóstaskorunni.“ Hún segir að þetta hafi orðið stærri og stærri hluti af sambandi hennar við sjálfa sig ekki síður en sambandinu við elskhugann. Á þennan hátt daðr- ar hún við sjálfa sig, og hefur lært að láta sér þykja vænt um líkama sinn. Tvennt olli straumhvörfum; þokkafull myndataka hjá fagljós- myndara og burlesque-námskeið í Kramhúsinu hjá Margréti Erlu Maack. „Eftir áratugi af óánægju með líkama minn fékk ég hrein- lega nóg. Ég fann að ég var alltaf að fela mig og bæla niður gyðj- una innra með mér. Ég trúi því að það geti verið heilsuspillandi rétt eins og slæmt mataræði eða hreyf- ingarleysi. Núna er gyðjan komin út og ég reyni að sinna henni eins vel og ég get. Til dæmis með því að undirbúa mig fyrir deit með því að liggja í baði með hvítvínsglas, hafa mig til í silkislopp og klæða mig í eitthvað sem mér sjálfri finnst kynþokkafullt. Svo er kærastinn bara heppinn að fá að taka þátt!“ Kynþokki fundinn í myndatöku Hildur Heimisdóttir, ljósmyndari hjá Bombshell by Hildur Heimis, hefur sérhæft sig í svokölluðum Boudoir-myndatökum þar sem hún myndar ósköp venjulegar konur í óvenjulega kynþokka- fullum stellingum og klæðnaði. Hildur segir að í flestum tilfellum komi það konunum sjálfum á óvart hversu þokkafullar þær reynast. „Þær koma yfirleitt sjálf- ar með föt sem þær fíla vel, flíkur sem þeim finnst draga fram kyn- þokkann. Svo fá þær meðferð hjá fagmanneskjum, bæði förðun og hár, og auðvitað myndatökuna sjálfa. Aðalkikkið kemur svo þegar þær fá að skoða myndirnar og átta sig á að þær eru mun meira sexí en þær héldu.“ Áður en myndatakan fer fram er Hildur búin að spjalla við hina verðandi fyrirsætu um hvað hún sjái fyrir sér. „ Konurnar mínar hafa yfirleitt ansi skýrar hugmyndir um hvernig þær vilja láta mynda sig og engar tvær tök- ur eru eins.“ Hildur lærði ljós- myndun og starfaði lengi í París, en hún hefur líka lokið diplóma- námi við HÍ í kynfræði. „Þannig kviknaði áhugi minn á því hvern- ig hægt er að tengja ljósmyndun og líkamsímynd kvenna. Það er svo algengt að konur séu óánægð- ar með sig, og það virðist alls ekki tengjast stærð eða kílóafjölda. Í gegnum svona myndatöku er hægt að vinna í sjálfsmyndinni og sjá sjálfa sig í nýju ljósi. Við vinn- um með líkamann og kynþokk- ann og hver kona fær að njóta sín og vera miðpunktur athyglinnar. Fallegar myndir, í fallegum undir- fötum, snúast ekki um tælingu, held- ur það að fagna kvenleikanum.“ Stolt og kynþokki Við tjáum svo margt með líkama okkar og klæðn- aði. Orð eru öflug, en við getum ekki síður sent skilaboð til umhverfisins án þeirra. Önnur vin- kona mín nýtur þess að taka eftir því hvernig áhrif hún hefur á umhverf- ið með því hvernig hún velur að klæða sig. „Mér finnst gott að geta stjórnað því hvernig viðbrögð ég fæ eftir því hvernig ég klæði mig. Stund- um vil ég bara vera í gollu og   gammos- íum og læðast með veggjum en stundum vil ég láta taka eftir mér og þá fer ég í eitthvað þröngt og helst passlega flegið, set á mig varalit og geri eitthvað töff við hár- ið á mér og geng svo um eins og eigi allt og alla. Sem virkar því þá fæ ég allt og alla.“ Það sem er utan á okkur getur nefnilega smitast inn á við … Það er mikill kraftur í því að finna fyr- ir stjórn á umhverfinu, en þetta hefur ekki alltaf verið svona auð- velt hjá vinkonu minni. „Þegar ég var yngri þá fannst mér ég ekki geta stjórnað því hvernig var horft á mig, stundum þegar ég vildi athygli fékk ég hana ekki og svo þegar ég var alls ekki í stuði þá þurfti ég stundum að berja fólk af mér. Núna kann ég betur á þetta. Það er nefnilega ótrúlegt hvað það getur breytt miklu hvernig kona ber sig, klæðir og málar. Samt aðal lega hvernig hún ber sig. Kona sem er stolt af líkama sínum, sama hvernig hann er í laginu, er alltaf sexí.“ Mæltu kvenna heilust kæra vinkona! Málið snýst sko ekki um kíló eða lögun líkamans. Viðhorf konunnar og ást hennar til sín sjálfrar felur í sér töfrana! n Gyðjunni hleypt út Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, Hamraborg 11 RAGGAEIRIKS@ASM.IS RAGGAEIRIKS.COM Ragnheiður Eiríksdóttir skrifar n Undirföt og þokki í daglega lífinu n „Í hverju ertu beibí?“ „Á þennan hátt daðrar hún við sjálfa sig, og hefur lært að láta sér þykja vænt um líkama sinn. „Þegar hún hefur hert reimina að aftan finnst henni eins og líkaminn fyllist nýjum tignarleika. Hildur Heimisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.